Sigurbjörg: „Fullt af góðum hlutum sem kom út úr þessum leik, en það er fullt sem við þurfum að bæta líka“ Siggeir Ævarsson skrifar 22. febrúar 2023 20:49 Sigurbjörg Sigurðardóttir er þjálfari ÍR. Vísir/Bára Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir, þjálfari ÍR, var nokkuð upplitsdjörf þrátt fyrir enn eitt tapið en hennar konur töpuðu gegn Grindavík í Subway-deild kvenna í nokkuð ójöfnum leik þar sem lokatölurnar urðu 77-62. Grindvíkingar létu ÍR-inga hafa töluvert fyrir hlutunum í kvöld með stífum og áköfum varnarleik nánast látlaust í 40 mínútur. „Þær gerðu það alveg klárlega en mér fannst við eiga góð „run“ og náðum þessu niður í sex stig á tímabili. En svo misstum við stundum hausinn þegar þær komu með áhlaup, það var eins og við hefðum ekki búist við því að þær myndu koma til baka sem maður vissi alltaf að þær myndu gera. Það var fullt af góðum hlutum sem kom út úr þessum leik, en það er fullt sem við þurfum að bæta líka.“ Það er kannski saga ÍR í vetur? Margt jákvætt sem má taka útúr flestum leikjum en það vantar þennan herslumun, að púsla góðu hlutunum saman í heilan góðan sigurleik? „Já, en mér fannst við samt loksins vera að tala almennilega saman í vörninni. Það er búið að vera svolítið vandamál hjá okkur og vörnin þar af leiðandi oft ekki búin að vera góð. En það komu lengri kaflar en oft áður í kvöld þar sem vörnin okkar gekk upp og við töluðum saman og mér finnst það frábært.“ ÍR-ingar þurfa sennilega á einhverskonar kraftaverki að halda ef þær ætla að bjarga sér frá falli úr þessu og það eru ekki beinlínis léttir leikir framundan, en þær eiga næst leik gegn Haukum á sunnudaginn. Er kominn einhver skjálfti í hópinn þegar fall virðist blasa við? „Enginn skjálfti. Það er bara einn leikur í einu og þessar stelpur eru góðar andlega og mér finnst engin hræðsla vera í þeim þannig lagað séð. Við þurfum bara að vera með sama viðhorf í leikjum sem við eigum að vinna.“ Blaðamannastúkan í kvöld var staðsett við hlið bekkjarins hjá ÍR og það vakti athygli blaðamanns að leikmenn ÍR virtustu oft vera hreinlega uppgefnar þegar þær skiptu útaf. Var það varnarleikur Grindvíkinga sem dró svona af þeim eða var eitthvað annað í gangi? „Við náttúrulega misstum manneskju úr róterinu hjá okkur svo að það voru færri leikmenn og um leið og ein er dottin þá munar um það. En við vorum líka að spila hraðan bolta og skipta hraðar í vörninni en vanalega og það tekur á.“ Sigurbjörg var dugleg að láta dómarana heyra það í kvöld og fékk á einum tímapunkti aðvörun þó svo að hún hafi sloppið við tæknivillu. Fannst henni halla á sitt lið í kvöld? „Ekki mikið en það var alveg stundum sem mér fannst dómgæslan svolítið mismunandi eftir því hver var næst, hvort það var dæmt á hlutina eða ekki. Mér fannst bara vanta jafnari línu.“ Subway-deild kvenna ÍR UMF Grindavík Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sjá meira
Grindvíkingar létu ÍR-inga hafa töluvert fyrir hlutunum í kvöld með stífum og áköfum varnarleik nánast látlaust í 40 mínútur. „Þær gerðu það alveg klárlega en mér fannst við eiga góð „run“ og náðum þessu niður í sex stig á tímabili. En svo misstum við stundum hausinn þegar þær komu með áhlaup, það var eins og við hefðum ekki búist við því að þær myndu koma til baka sem maður vissi alltaf að þær myndu gera. Það var fullt af góðum hlutum sem kom út úr þessum leik, en það er fullt sem við þurfum að bæta líka.“ Það er kannski saga ÍR í vetur? Margt jákvætt sem má taka útúr flestum leikjum en það vantar þennan herslumun, að púsla góðu hlutunum saman í heilan góðan sigurleik? „Já, en mér fannst við samt loksins vera að tala almennilega saman í vörninni. Það er búið að vera svolítið vandamál hjá okkur og vörnin þar af leiðandi oft ekki búin að vera góð. En það komu lengri kaflar en oft áður í kvöld þar sem vörnin okkar gekk upp og við töluðum saman og mér finnst það frábært.“ ÍR-ingar þurfa sennilega á einhverskonar kraftaverki að halda ef þær ætla að bjarga sér frá falli úr þessu og það eru ekki beinlínis léttir leikir framundan, en þær eiga næst leik gegn Haukum á sunnudaginn. Er kominn einhver skjálfti í hópinn þegar fall virðist blasa við? „Enginn skjálfti. Það er bara einn leikur í einu og þessar stelpur eru góðar andlega og mér finnst engin hræðsla vera í þeim þannig lagað séð. Við þurfum bara að vera með sama viðhorf í leikjum sem við eigum að vinna.“ Blaðamannastúkan í kvöld var staðsett við hlið bekkjarins hjá ÍR og það vakti athygli blaðamanns að leikmenn ÍR virtustu oft vera hreinlega uppgefnar þegar þær skiptu útaf. Var það varnarleikur Grindvíkinga sem dró svona af þeim eða var eitthvað annað í gangi? „Við náttúrulega misstum manneskju úr róterinu hjá okkur svo að það voru færri leikmenn og um leið og ein er dottin þá munar um það. En við vorum líka að spila hraðan bolta og skipta hraðar í vörninni en vanalega og það tekur á.“ Sigurbjörg var dugleg að láta dómarana heyra það í kvöld og fékk á einum tímapunkti aðvörun þó svo að hún hafi sloppið við tæknivillu. Fannst henni halla á sitt lið í kvöld? „Ekki mikið en það var alveg stundum sem mér fannst dómgæslan svolítið mismunandi eftir því hver var næst, hvort það var dæmt á hlutina eða ekki. Mér fannst bara vanta jafnari línu.“
Subway-deild kvenna ÍR UMF Grindavík Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sjá meira