„Erum búnir að smella vel saman fyrir næsta leik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. febrúar 2023 23:04 Tryggvi Snær Hlinason skorar tvö af sínum þrettán stigum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Tryggvi Snær Hlinason, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir að liðið geti tekið margt jákvætt með sér úr tapinu gegn Spánverjum í kvöld í leikinn mikilvæga gegn Georgíumönnum næstkomandi sunnudag. „Þetta var náttúrulega mjög erfiður leikur til að fara í. Þetta er hörkugott lið og þegar þeir setja skotin sín eins og þeir gerðu í kvöld þá er erfitt að stoppa þá,“ sagði Tryggvi Snær eftir leikinn. „En ég held að við höfum verið nokkuð solid varnarlega heilt yfir fyrir utan það að við gáfum of mikið af opnum skotum. En það er margt jákvætt í þessum leik.“ Þrátt fyrir 19 stiga tap náði íslenska liðið oft á tíðum að stríða Spánverjunum, en í þau skipti sem íslenska liðið nálgaðist virtust heimsmeistararnir geta sett í næsta gír og náð aftur upp öruggu forskoti. „Maður var alltaf að vonast til að við myndum ná einu áhlaupi í þriðja eða fjórða leikhluta. En alltaf þegar við náðum smá orku og smá keyrslu okkar megin þá ná þeir að setja tvö erfið og flott skot á móti okkur til að slökkva á okkur og áhorfendunum. Við þurfum áhorfendurna og orkuna til að vinna svona leiki.“ Þá var Tryggvi sammála fyrirliða íslenska liðsins, Ægi Þór Steinarssyni, um að íslenska liðið hafi dottið niður á plan Spánverjana. „Já þeir eru náttúrulega mjög sniðugir og agaðir. Þeir náðu svolítið að hægja á okkur og notuðu öll sín tól til þess að hægja á leiknum sem er ekki beint gott fyrir okkar. Við misstum þetta kannski svolítið niður á þeirra plan og það er kannski það neikvæða við þennan leik.“ „En aftur á móti held ég að það sé margt jákvætt við þennan leik sem við náðum að halda upp á tímabilum í leiknum.“ Meðal þess sem var jákvætt í leik íslenska liðsins var varnarleikurinn og Tryggvi segir að liðið geti klárlega tekið það með sér í leikinn gegn Georgíu á sunnudaginn. „Við nýttum þenna leik í að koma öllum á réttan stað bæði andlega og líkamlega og spila okkur saman. Ég held að við höfum gert það vel og við erum búnir að smella vel saman fyrir næsta leik sem er náttúrulega bara úrslitaleikurinn,“ sagði Tryggvi að lokum. Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir „Við erum fullir sjálfstrausts“ „Tifinningin í leiknum er bara að við duttum á þeirra plan. Þeir eru skipulagðir, vilja spila hægt og lemja á veikleikunum endalaust. Sagði Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir 19 stiga tap gegn Spánverjum í kvöld. 23. febrúar 2023 22:51 „Þurfum að hitta meira en þremur af 26 til að hanga í Spánverjum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gat verið nokkuð stoltur af sínu liði þrátt fyrir 19 stiga tap gegn heims- og Evrópumeisturum Spánar í kvöld. 23. febrúar 2023 22:22 Umfjöllun: Ísland - Spánn 61-80 | Fínt veganesti í leikinn mikilvæga Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola 19 stiga tap er liðið tók á móti heims- og Evrópumeisturum Spánar í undankeppni HM í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 61-80, en íslenska liðið mætir Georgíu ytra í mun mikilvægari leik næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 22:32 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
„Þetta var náttúrulega mjög erfiður leikur til að fara í. Þetta er hörkugott lið og þegar þeir setja skotin sín eins og þeir gerðu í kvöld þá er erfitt að stoppa þá,“ sagði Tryggvi Snær eftir leikinn. „En ég held að við höfum verið nokkuð solid varnarlega heilt yfir fyrir utan það að við gáfum of mikið af opnum skotum. En það er margt jákvætt í þessum leik.“ Þrátt fyrir 19 stiga tap náði íslenska liðið oft á tíðum að stríða Spánverjunum, en í þau skipti sem íslenska liðið nálgaðist virtust heimsmeistararnir geta sett í næsta gír og náð aftur upp öruggu forskoti. „Maður var alltaf að vonast til að við myndum ná einu áhlaupi í þriðja eða fjórða leikhluta. En alltaf þegar við náðum smá orku og smá keyrslu okkar megin þá ná þeir að setja tvö erfið og flott skot á móti okkur til að slökkva á okkur og áhorfendunum. Við þurfum áhorfendurna og orkuna til að vinna svona leiki.“ Þá var Tryggvi sammála fyrirliða íslenska liðsins, Ægi Þór Steinarssyni, um að íslenska liðið hafi dottið niður á plan Spánverjana. „Já þeir eru náttúrulega mjög sniðugir og agaðir. Þeir náðu svolítið að hægja á okkur og notuðu öll sín tól til þess að hægja á leiknum sem er ekki beint gott fyrir okkar. Við misstum þetta kannski svolítið niður á þeirra plan og það er kannski það neikvæða við þennan leik.“ „En aftur á móti held ég að það sé margt jákvætt við þennan leik sem við náðum að halda upp á tímabilum í leiknum.“ Meðal þess sem var jákvætt í leik íslenska liðsins var varnarleikurinn og Tryggvi segir að liðið geti klárlega tekið það með sér í leikinn gegn Georgíu á sunnudaginn. „Við nýttum þenna leik í að koma öllum á réttan stað bæði andlega og líkamlega og spila okkur saman. Ég held að við höfum gert það vel og við erum búnir að smella vel saman fyrir næsta leik sem er náttúrulega bara úrslitaleikurinn,“ sagði Tryggvi að lokum.
Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir „Við erum fullir sjálfstrausts“ „Tifinningin í leiknum er bara að við duttum á þeirra plan. Þeir eru skipulagðir, vilja spila hægt og lemja á veikleikunum endalaust. Sagði Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir 19 stiga tap gegn Spánverjum í kvöld. 23. febrúar 2023 22:51 „Þurfum að hitta meira en þremur af 26 til að hanga í Spánverjum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gat verið nokkuð stoltur af sínu liði þrátt fyrir 19 stiga tap gegn heims- og Evrópumeisturum Spánar í kvöld. 23. febrúar 2023 22:22 Umfjöllun: Ísland - Spánn 61-80 | Fínt veganesti í leikinn mikilvæga Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola 19 stiga tap er liðið tók á móti heims- og Evrópumeisturum Spánar í undankeppni HM í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 61-80, en íslenska liðið mætir Georgíu ytra í mun mikilvægari leik næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 22:32 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
„Við erum fullir sjálfstrausts“ „Tifinningin í leiknum er bara að við duttum á þeirra plan. Þeir eru skipulagðir, vilja spila hægt og lemja á veikleikunum endalaust. Sagði Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir 19 stiga tap gegn Spánverjum í kvöld. 23. febrúar 2023 22:51
„Þurfum að hitta meira en þremur af 26 til að hanga í Spánverjum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gat verið nokkuð stoltur af sínu liði þrátt fyrir 19 stiga tap gegn heims- og Evrópumeisturum Spánar í kvöld. 23. febrúar 2023 22:22
Umfjöllun: Ísland - Spánn 61-80 | Fínt veganesti í leikinn mikilvæga Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola 19 stiga tap er liðið tók á móti heims- og Evrópumeisturum Spánar í undankeppni HM í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 61-80, en íslenska liðið mætir Georgíu ytra í mun mikilvægari leik næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 22:32