Verkfallið bitnar á KKÍ og spænsku heimsmeisturunum Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2023 12:31 Tryggvi Snær Hlinason í baráttu við Sebastian Saiz og Willy Hernangomez í útileik Íslands gegn Spáni sem Spánverjar unnu af öryggi. Þeir eru hins vegar ekki með sitt sterkasta lið á Íslandi. EPA-EFE/Jesus Diges Verkfall hótelstarfsfólks í Reykjavík hefur meðal annars haft áhrif á undirbúning fyrir landsleik Íslands við heims- og Evrópumeistara Spánar í körfubolta en liðin mætast í undankeppni HM í Laugardalshöll annað kvöld. Um er að ræða næstsíðasta leik Íslands í undankeppninni en liðið mætir svo Georgíu á útivelli á sunnudaginn í hreinum úrslitaleik um sæti á sjálfu heimsmeistaramótinu. Íslendingar gætu þar með orðið fámennasta þjóð sögunnar til að komast á HM í körfubolta. Spánverjar, sem unnu síðasta HM, komu til Íslands í gærkvöldi en í stað þess að gista á Grand Hótel, nokkrum metrum frá Laugardalshöllinni, dvelja þeir á Park Inn í Keflavík vegna verkfallsins. Hið sama á við um dómarateymi leiksins. „Á þriðjudaginn í síðustu viku kom í ljós að við værum að missa gistinguna fyrir þennan hóp, fjörutíu manns, á Grand Hótel. Við þurftum bara að hlaupa til og rétt náðum að græja gistingu í Keflavík,“ segir Kristinn Geir Pálsson, afreksstjóri KKÍ. Af þessum sökum hættu Spánverjar við að æfa í Laugardalshöll í hádeginu á morgun, á leikdegi, en þeir fá að æfa í Blue-höllinni í Keflavík í staðinn. Kristinn segir að breytingarnar hafi ekki mikinn aukakostnað í för með sér fyrir KKÍ. „Þetta er aðallega aukið flækjustig. Aukaakstur og nýtt hótel, með mat, sem við þurfum að sjá til þess að dómararnir og spænska liðið fái. Aukakostnaðurinn felst aðallega í rútuakstrinum,“ segir Kristinn. Verkfallið hefur ekki áhrif á íslenska landsliðið, að sögn Kristins. Flestir leikmanna liðsins gista í eigin húsnæði eða hjá ættingjum, og ekki þurfti að finna nýtt hótel fyrir þjálfarann Craig Pedersen eða þá leikmenn sem búið var að koma fyrir á hóteli. Íslenski hópurinn heldur svo til Tbilisi eftir rimmuna við Spán og spilar þar á sunnudaginn um sæti á HM. HM 2023 í körfubolta Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Sjá meira
Um er að ræða næstsíðasta leik Íslands í undankeppninni en liðið mætir svo Georgíu á útivelli á sunnudaginn í hreinum úrslitaleik um sæti á sjálfu heimsmeistaramótinu. Íslendingar gætu þar með orðið fámennasta þjóð sögunnar til að komast á HM í körfubolta. Spánverjar, sem unnu síðasta HM, komu til Íslands í gærkvöldi en í stað þess að gista á Grand Hótel, nokkrum metrum frá Laugardalshöllinni, dvelja þeir á Park Inn í Keflavík vegna verkfallsins. Hið sama á við um dómarateymi leiksins. „Á þriðjudaginn í síðustu viku kom í ljós að við værum að missa gistinguna fyrir þennan hóp, fjörutíu manns, á Grand Hótel. Við þurftum bara að hlaupa til og rétt náðum að græja gistingu í Keflavík,“ segir Kristinn Geir Pálsson, afreksstjóri KKÍ. Af þessum sökum hættu Spánverjar við að æfa í Laugardalshöll í hádeginu á morgun, á leikdegi, en þeir fá að æfa í Blue-höllinni í Keflavík í staðinn. Kristinn segir að breytingarnar hafi ekki mikinn aukakostnað í för með sér fyrir KKÍ. „Þetta er aðallega aukið flækjustig. Aukaakstur og nýtt hótel, með mat, sem við þurfum að sjá til þess að dómararnir og spænska liðið fái. Aukakostnaðurinn felst aðallega í rútuakstrinum,“ segir Kristinn. Verkfallið hefur ekki áhrif á íslenska landsliðið, að sögn Kristins. Flestir leikmanna liðsins gista í eigin húsnæði eða hjá ættingjum, og ekki þurfti að finna nýtt hótel fyrir þjálfarann Craig Pedersen eða þá leikmenn sem búið var að koma fyrir á hóteli. Íslenski hópurinn heldur svo til Tbilisi eftir rimmuna við Spán og spilar þar á sunnudaginn um sæti á HM.
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Sjá meira