Góður endurkomusigur hjá Keflavík en Haukar fóru létt með Breiðablik Smári Jökull Jónsson skrifar 22. febrúar 2023 21:13 Keira Robinson hafði hægt um sig hjá Haukum í kvöld. Vísir/Vilhelm Keflavík lenti óvænt í vandræðum gegn Fjölni í Subway-deild kvenna í kvöld en vann að lokum sigur eftir frábæran seinni hálfleik. Þá unnu Haukar risasigur á Breiðablik. Það voru ekki margir sem áttu von á að Fjölnir myndi ná að stríða Keflavík að ráði í leik liðanna í Subway-deild kvenna í kvöld. Fjölnir var í sjötta sæti deildarinnar með 10 stig fyrir leikinn en Keflavík efstar með 36 stig. Annað kom hins vegar á daginn. Fjölnir byrjaði leikinn af miklum krafti og náði mest nítján stiga forystu í fyrri hálfleik. Þær leiddu 27-10 eftir fyrsta leikhluta og þó Keflavík hafi aðeins náð að laga stöðuna fyrir hálfleik var staðan þá 50-38 Fjölni í vil. Í síðari hálfleik sýndi Keflavík hins vegar mátt sinn og megin. Þær minnkuðu muninn jafnt og þétt og komu honum niður í eitt stig fyrir lokafjórðunginn. Þar gekk Fjölni síðan skelfilega að skora, þær náðu aðeins að setja níu stig í leikhlutanum og Keflavík fafnaði tólf stiga sigri að lokum, lokatölur 93-81. Anna Soffía var atkvæðamest hjá Blikum.Vísir/Vilhelm Daniela Wallen skoraði 33 stig fyrir Keflavík í kvöld og tók þar að auki 14 fráköst. Brittany Dinkins var sínu gamla liði erfið, hún skilaði þrefaldri tvennu með 18 stig, 10 fráköst og 11 stoðsendingar. Urte Slavickaite var hins vegar stigahæst hjá Fjölni með 35 stig. Spennan var öllu minni í Kópavogi þar sem Haukar voru í heimsókn hjá Blikum. Liðin á sitt hvorum endanum í töflunni en Blikar leiddu þó 20-13 að loknum fyrsta leikhluta og staðan í hálfleik var 33-30 Haukum í vil, aðeins þriggja stiga munur og allt galopið. Í síðari hálfleik skildu þó leiðir. Haukar tvöfölduðu stigafjölda sinn og unnu fjörtíu stiga sigur að endingu, lokatölur 95-55. Lovísa Björt Henningsdóttir og Sólrún Inga Gísladóttir voru stigahæstar hjá Haukum með 20 stig en Anna Soffía Lárusdóttir skoraði 18 fyrir Breiðablik. Subway-deild kvenna Fjölnir Keflavík ÍF Haukar Breiðablik Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira
Það voru ekki margir sem áttu von á að Fjölnir myndi ná að stríða Keflavík að ráði í leik liðanna í Subway-deild kvenna í kvöld. Fjölnir var í sjötta sæti deildarinnar með 10 stig fyrir leikinn en Keflavík efstar með 36 stig. Annað kom hins vegar á daginn. Fjölnir byrjaði leikinn af miklum krafti og náði mest nítján stiga forystu í fyrri hálfleik. Þær leiddu 27-10 eftir fyrsta leikhluta og þó Keflavík hafi aðeins náð að laga stöðuna fyrir hálfleik var staðan þá 50-38 Fjölni í vil. Í síðari hálfleik sýndi Keflavík hins vegar mátt sinn og megin. Þær minnkuðu muninn jafnt og þétt og komu honum niður í eitt stig fyrir lokafjórðunginn. Þar gekk Fjölni síðan skelfilega að skora, þær náðu aðeins að setja níu stig í leikhlutanum og Keflavík fafnaði tólf stiga sigri að lokum, lokatölur 93-81. Anna Soffía var atkvæðamest hjá Blikum.Vísir/Vilhelm Daniela Wallen skoraði 33 stig fyrir Keflavík í kvöld og tók þar að auki 14 fráköst. Brittany Dinkins var sínu gamla liði erfið, hún skilaði þrefaldri tvennu með 18 stig, 10 fráköst og 11 stoðsendingar. Urte Slavickaite var hins vegar stigahæst hjá Fjölni með 35 stig. Spennan var öllu minni í Kópavogi þar sem Haukar voru í heimsókn hjá Blikum. Liðin á sitt hvorum endanum í töflunni en Blikar leiddu þó 20-13 að loknum fyrsta leikhluta og staðan í hálfleik var 33-30 Haukum í vil, aðeins þriggja stiga munur og allt galopið. Í síðari hálfleik skildu þó leiðir. Haukar tvöfölduðu stigafjölda sinn og unnu fjörtíu stiga sigur að endingu, lokatölur 95-55. Lovísa Björt Henningsdóttir og Sólrún Inga Gísladóttir voru stigahæstar hjá Haukum með 20 stig en Anna Soffía Lárusdóttir skoraði 18 fyrir Breiðablik.
Subway-deild kvenna Fjölnir Keflavík ÍF Haukar Breiðablik Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira