Góður endurkomusigur hjá Keflavík en Haukar fóru létt með Breiðablik Smári Jökull Jónsson skrifar 22. febrúar 2023 21:13 Keira Robinson hafði hægt um sig hjá Haukum í kvöld. Vísir/Vilhelm Keflavík lenti óvænt í vandræðum gegn Fjölni í Subway-deild kvenna í kvöld en vann að lokum sigur eftir frábæran seinni hálfleik. Þá unnu Haukar risasigur á Breiðablik. Það voru ekki margir sem áttu von á að Fjölnir myndi ná að stríða Keflavík að ráði í leik liðanna í Subway-deild kvenna í kvöld. Fjölnir var í sjötta sæti deildarinnar með 10 stig fyrir leikinn en Keflavík efstar með 36 stig. Annað kom hins vegar á daginn. Fjölnir byrjaði leikinn af miklum krafti og náði mest nítján stiga forystu í fyrri hálfleik. Þær leiddu 27-10 eftir fyrsta leikhluta og þó Keflavík hafi aðeins náð að laga stöðuna fyrir hálfleik var staðan þá 50-38 Fjölni í vil. Í síðari hálfleik sýndi Keflavík hins vegar mátt sinn og megin. Þær minnkuðu muninn jafnt og þétt og komu honum niður í eitt stig fyrir lokafjórðunginn. Þar gekk Fjölni síðan skelfilega að skora, þær náðu aðeins að setja níu stig í leikhlutanum og Keflavík fafnaði tólf stiga sigri að lokum, lokatölur 93-81. Anna Soffía var atkvæðamest hjá Blikum.Vísir/Vilhelm Daniela Wallen skoraði 33 stig fyrir Keflavík í kvöld og tók þar að auki 14 fráköst. Brittany Dinkins var sínu gamla liði erfið, hún skilaði þrefaldri tvennu með 18 stig, 10 fráköst og 11 stoðsendingar. Urte Slavickaite var hins vegar stigahæst hjá Fjölni með 35 stig. Spennan var öllu minni í Kópavogi þar sem Haukar voru í heimsókn hjá Blikum. Liðin á sitt hvorum endanum í töflunni en Blikar leiddu þó 20-13 að loknum fyrsta leikhluta og staðan í hálfleik var 33-30 Haukum í vil, aðeins þriggja stiga munur og allt galopið. Í síðari hálfleik skildu þó leiðir. Haukar tvöfölduðu stigafjölda sinn og unnu fjörtíu stiga sigur að endingu, lokatölur 95-55. Lovísa Björt Henningsdóttir og Sólrún Inga Gísladóttir voru stigahæstar hjá Haukum með 20 stig en Anna Soffía Lárusdóttir skoraði 18 fyrir Breiðablik. Subway-deild kvenna Fjölnir Keflavík ÍF Haukar Breiðablik Mest lesið Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
Það voru ekki margir sem áttu von á að Fjölnir myndi ná að stríða Keflavík að ráði í leik liðanna í Subway-deild kvenna í kvöld. Fjölnir var í sjötta sæti deildarinnar með 10 stig fyrir leikinn en Keflavík efstar með 36 stig. Annað kom hins vegar á daginn. Fjölnir byrjaði leikinn af miklum krafti og náði mest nítján stiga forystu í fyrri hálfleik. Þær leiddu 27-10 eftir fyrsta leikhluta og þó Keflavík hafi aðeins náð að laga stöðuna fyrir hálfleik var staðan þá 50-38 Fjölni í vil. Í síðari hálfleik sýndi Keflavík hins vegar mátt sinn og megin. Þær minnkuðu muninn jafnt og þétt og komu honum niður í eitt stig fyrir lokafjórðunginn. Þar gekk Fjölni síðan skelfilega að skora, þær náðu aðeins að setja níu stig í leikhlutanum og Keflavík fafnaði tólf stiga sigri að lokum, lokatölur 93-81. Anna Soffía var atkvæðamest hjá Blikum.Vísir/Vilhelm Daniela Wallen skoraði 33 stig fyrir Keflavík í kvöld og tók þar að auki 14 fráköst. Brittany Dinkins var sínu gamla liði erfið, hún skilaði þrefaldri tvennu með 18 stig, 10 fráköst og 11 stoðsendingar. Urte Slavickaite var hins vegar stigahæst hjá Fjölni með 35 stig. Spennan var öllu minni í Kópavogi þar sem Haukar voru í heimsókn hjá Blikum. Liðin á sitt hvorum endanum í töflunni en Blikar leiddu þó 20-13 að loknum fyrsta leikhluta og staðan í hálfleik var 33-30 Haukum í vil, aðeins þriggja stiga munur og allt galopið. Í síðari hálfleik skildu þó leiðir. Haukar tvöfölduðu stigafjölda sinn og unnu fjörtíu stiga sigur að endingu, lokatölur 95-55. Lovísa Björt Henningsdóttir og Sólrún Inga Gísladóttir voru stigahæstar hjá Haukum með 20 stig en Anna Soffía Lárusdóttir skoraði 18 fyrir Breiðablik.
Subway-deild kvenna Fjölnir Keflavík ÍF Haukar Breiðablik Mest lesið Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira