Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttamynd

Björg­vin Hall­dórs kveður í desem­ber

Jólagestir Björgvins 2024 verða þeir síðustu þar sem Björgvin Halldórsson er gestgjafi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu en líkt og alþjóð veit hefur söngvarinn góðkunni verið andlit tónleikanna frá upphafi.

Tónlist
Fréttamynd

Leik­skólar Árborgar verða lokaðir á milli jóla- og ný­árs

Nýtt tilraunaverkefni er að hefjast í leikskólum Árborgar þar sem ákveðið hefur verið að leikskólar verði lokaðir á mill jóla- og nýárs. Þá hefur menntuðum leikskólakennurum fækkað í leikskólum Árborgar, sem er mikið áhyggjuefni en sex leikskólar eru í sveitarfélaginu með um 660 börnum.

Innlent
Fréttamynd

Álfa- og jólahúsið í Laugar­dalnum heyrir sögunni til

Birna Sigmundsdóttir hefur komið upp miklu jólaþorpi í garði sínum að Dragavegi fimm í Laugardalnum ár hvert í fimmtán ár. Nú standa yfir nágrannaerjur við fólk á efri hæðinni sem vill ekkert með skreytingarnar hafa. Birna hefur yfirleitt skreytt garðinn með álfastyttum í stað jólakrauts á sumrin.

Lífið
Fréttamynd

Undur jólanna!

Jólunum er lokið. Sennilega lauk þeim fyrir þó nokkru síðan hjá allflestum. En miðað við hina klassísku 13 jóladaga lauk jólahátíðinni formlega á laugardaginn var, á þrettándanum

Skoðun
Fréttamynd

Þrettándabrennur víða um land

Þrettándagleði fer nú víða fram um landið en á þessum degi kveðjum við Íslendingar jólahátíðina. Brennur eru í nánast hverju sveitarfélagi.

Innlent
Fréttamynd

Svín með jólasveinahúfu og jóla­skraut

Svín á sveitabæ á Suðurlandi hafa notið jólahátíðarinnar ekki síður en mannfólkið, því þau hafa fengið jólaskraut í stíurnar sínar og jólasveinahúfan er á sínum stað á þeim.

Lífið
Fréttamynd

Margir eiga í miklum erfið­leikum með að halda jól

Tæpur þriðjungur landsmanna segir krefjandi fyrir sig fjárhagslega að halda jól og tæp tíu prósent eiga í miklum erfiðleikum með hátíðarhöldin. Sjötíu prósent segja jólahaldið þó engin áhrif hafa á skuldastöðu sína.

Innlent
Fréttamynd

Notuð bókasafnsbók versta jóla­gjöfin

Fjöldi fólks skilaði jólagjöfum í Kringlunni í gær þegar verslanir voru opnaðar á ný eftir jólahátíðina. Einn sagði hnífasett bestu gjöfina en notaða bók þá allra verstu.

Innlent
Fréttamynd

Gjafakort virki svo sannar­lega á útsölum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir gjafakort svo sannarlega virka á útsölum. Hann hafi farið með rangt mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun þegar hann fullyrti hið gagnstæða. Rætt var um jólaverslunina í ár í þættinum í morgun.

Neytendur
Fréttamynd

Verið að af­vatna ís­lenskt þjóð­erni og menningu

Ármann Reynisson rithöfundur var fenginn til að halda jólapredikun í kirkju Óháða safnaðarins við Stakkahlíð og hann lét ekki segja sér það tvisvar. Ármann flutti hörku ádrepu og klöppuðu viðstaddir á stöku stað, sem ekki hefur tíðkast í kirkjum fram til þessa.

Innlent
Fréttamynd

Rómantísk jól eftir að hafa verið ein í nokkur ár

Fegurðardrottningin og athafnakonan Linda Pétursdóttir fagnaði jólahátíðinni í faðmi spænska kærastans Jaime og upplifði loks rómantísk jól eftir að hafa verið ein í nokkur ár. Parið kynntist fyrr á árinu og virðist ástin blómstra á milli þeirra. 

Lífið
Fréttamynd

Ás­laug Arna og Kristófer Acox í trylltu stuði á Hax

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra og körfuboltakappinn Kristófer Acox nýttu sér tækifærið að geta sofið út á dögunum og skelltu sér á næturklúbbinn Hax. Vala Kristín og Hilmir Snær skelltu sér í skötu hjá Jóa í Múlakaffi.

Lífið
Fréttamynd

Elsti Ís­lendingurinn stefnir á að verða 110 ára

Elsti Íslendingurinn, Þórhildur Magnúsdóttir, sem er 106 ára nýtur jólanna með fjölskyldu sinni en hún á um hundrað afkomendur. Sjálf segist hún stefna á að lifa til 110 ára aldurs því þá er Gissur Páll Gissurarson búin að lofa að syngja í afmælinu hennar.

Innlent
Fréttamynd

Spenntur að halda jólin inni­lokaður og í friði

Snjóflóð hafa fallið í grennd við bæi og helstu vegir eru ýmist ófærir eða lokaðir á Vestjörðum. Björgunarsveitarmaður á Flateyri segir alls ekkert ferðaveður á svæðinu. Hann kippir sér ekkert upp við að halda jólin innilokaður. Óvissustig er áfram í gildi en veðrið á að vera gengið niður að mestu í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Jóla­gjafir ís­lenskra vinnu­staða: Gjafa­bréf á gjafa­bréf ofan

Það kenndi ýmissa grasa í jólagjöfum íslenskra vinnuveitenda þetta árið. Gjafabréf eru ávallt vinsæl og það að gefa starfsmönnum val milli gjafabréfa virðist frekar orðið reglan en undantekning. Vísir tók saman hvað leyndist í jólapökkunum hjá starfsmönnum íslenskra fyrirtækja og stofnana nú í ár.

Jól