Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. desember 2024 11:48 Lárus Óskar er svæðisstjóri hjá Hjálpræðishernum. Um sextíu manns komu í jólamat Hjálpræðishersins í gærkvöldi, og voru allir gestir leystir út með gjöfum. Svæðisforingi hersins segir gleðilegt að geta endurvakið hefðina, eftir nokkurra ára hlé. Hjálpræðisherinn hefur um árabil haft þann sið að bjóða fólki sem er eitt um jólin í mat klukkan sex á aðfangadagskvöld, þar sem það getur átt notalega og fallega stund saman. Svæðisforingi segir allt hafa gengið vel. „Þetta voru milli 50 og 60 manns sem komu og borðuðu hjá okkur lambalæri og hamborgarhrygg með öllu tilheyrandi. Svo er alltaf hefð hjá okkur lesa jólasögu, vera með jólahugvekju, syngja jólalög og dansa í kringum jólatréð,“ segir Lárus Óskar Sigmundsson, svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum. Að kvöldi loknu hafi allir verið leystir út með gjöfum. Mikil þörf á síðasta ári Þrátt fyrir að um áralanga hefð sé að ræða lagðist hún niður á tímum Covid, en var endurvakin nú í ár. „Það var gott að koma aftur, geta gert þetta og hjálpað fólki sem er eitt um jólin.“ Gert hafði verið ráð fyrir um 90 til 100 manns, en Lárus segir alltaf einhver afföll verða, sér í lagi þegar færðin er jafn slæm og í gær. „Maður sá að þörfin var mikil, sérstaklega í fyrra. Það var mikið af fólki sem hringdi í fyrra og spurði hvort við værum með jólamat. Þá sögðum við 'Nei, því miður'. Það var gott að geta sagt í ár 'Jú, við erum með það og þú ert hjartanlega velkominn'.“ Lárus segist finna fyrir miklum stuðningi við hreyfinguna, sem treysti á frjáls framlög. „Það er rosa góður og mikill stuðningur, hvert einasta ár.“ Jól Góðverk Hjálparstarf Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Hjálpræðisherinn hefur um árabil haft þann sið að bjóða fólki sem er eitt um jólin í mat klukkan sex á aðfangadagskvöld, þar sem það getur átt notalega og fallega stund saman. Svæðisforingi segir allt hafa gengið vel. „Þetta voru milli 50 og 60 manns sem komu og borðuðu hjá okkur lambalæri og hamborgarhrygg með öllu tilheyrandi. Svo er alltaf hefð hjá okkur lesa jólasögu, vera með jólahugvekju, syngja jólalög og dansa í kringum jólatréð,“ segir Lárus Óskar Sigmundsson, svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum. Að kvöldi loknu hafi allir verið leystir út með gjöfum. Mikil þörf á síðasta ári Þrátt fyrir að um áralanga hefð sé að ræða lagðist hún niður á tímum Covid, en var endurvakin nú í ár. „Það var gott að koma aftur, geta gert þetta og hjálpað fólki sem er eitt um jólin.“ Gert hafði verið ráð fyrir um 90 til 100 manns, en Lárus segir alltaf einhver afföll verða, sér í lagi þegar færðin er jafn slæm og í gær. „Maður sá að þörfin var mikil, sérstaklega í fyrra. Það var mikið af fólki sem hringdi í fyrra og spurði hvort við værum með jólamat. Þá sögðum við 'Nei, því miður'. Það var gott að geta sagt í ár 'Jú, við erum með það og þú ert hjartanlega velkominn'.“ Lárus segist finna fyrir miklum stuðningi við hreyfinguna, sem treysti á frjáls framlög. „Það er rosa góður og mikill stuðningur, hvert einasta ár.“
Jól Góðverk Hjálparstarf Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira