Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar 25. desember 2024 21:31 Prédikun flutt í Vídalínskirkju á jóladegi 2024. Kæru vinir, nú eru engin venjuleg jól í henni veröld. Aldrei frá því á styrjaldarárunum síðustu hefur jólaguðspjallið talað skýrar inn í aðstæður og kallað okkur jafn klárlega til ábyrgðar sem nú. Þó er sú breyting orðin á að nú er fréttaflutningur af stríðshörmungum og öðru manngerður böli vítt um heim uppi í andlitinu á okkur alla daga. Flóttamenn hafa heldur aldrei í sögu jarðar verið fleiri og mun tala þeirra komin yfir hundrað milljónir. Hundrað milljónir karla, kvenna og barna á flóttaför um heiminn undan margvíslegum ofsóknum. Ég átti þýskan fósturafa sem ungur hafði verið sendur á vígvöllinn í her Hitlers. Er leið á stríðið var hann, sem loftskeytamaður og rafvirki, í fámennum hópi sem hélt gangandi útvarpsstöð sem hafði þann eina tilgang að rugla útsendingar BBC svo þær heyrðust ekki í Skandinavíu. Dag einn bauð Carl Buthe, en það hét afi, samstarfsmönnum sínum að taka sér hádegishlé, hann skyldi vakta stöðina ásamt hundinum. Er félagarnir voru farnir tók hann dýrið með sér og lét verða af því sem um skeið hafði verið í bígerð með dönsku andspyrnuhreyfingunni; að sprengja útvarpsstöðna í loft upp svo að fréttaflutningur af stríðinu bærist óhindrað á öldum ljósvakans. Við svo búið lét hann sig hverfa og var í felum uns stríðinu lauk. Þá flúði hann með fölsuðum skilríkjum ásamt Aðalheiði Stefánsdóttur föðurömmu minni til Marokkó uns þau komust til Bandaríkjanna og eignuðust þar ágætt líf. Einhverju sinni er ég dvaldi hjá ömmu og afa í Sand Diego í Californíu átta ára gamall hafði ég fengið „cowboy“ riffil að gjöf og var á för um húsið í byssuleik dritandi niður ósýnilega óvini í kröppum dansi. Afi mætir mér í einum gangi hússins og af því að hann var alltaf svo góður við mig og skemmtilegur ákvað ég að skjóta hann líka. Þá grípur hann fast í handlegg minn, tekur af mér riffilinn, heldur honum í sínum stóru höndum og brýtur hann í tvennt á kné sér. Svo rétti hann mér ónýtt vopnið og mælti með þunga sem ég hafði ekki fyrr heyrt af hans vörum: Þú miðar aldrei byssu á manneskju. Næsta dag var orðalaust kominn nýr riffill. Þegar ég tvítugur að aldri tjáði föðurömmu minni og fósturafa að ég hyggðist lesa guðfræði og verða prestur fórnaði sá gamli höndum, horfði á mig með blöndu af ást og angist og mælti: Bjarni, Bjarni, ekki verða prestur. Þú veist að kirkjunni er sama um fólk eins og okkur. Hann hafði horft á prestana í sinni heimabyggð kasta vígðu vatni á drápsvélarnar og þylja bænir. Sjálfur hafði hann borið einkennisbúning þar sem á stóð Gott mit uns - Guð með okkur. Afi trúði hvorki á Guð né kirkju. Til þess var hann einfaldlega of skynsamur og skelfingu lostinn. Á vel búnu heimili þeirra hjóna var geymsla full af niðursuðudósum – ársbirgðir til nota ef og þegar aftur brysti á styrjöld. Hvað er styrjöld? Styrjöld merkir einfaldlega það að fólk verður einskis virði. Fólki er slátrað og jafn vel framin þjóðarmorð eins og nú blasir við augum. Í stríði er sjálft lífið gjaldfellt af okkur mönnum sem þó getum ekki skapað líf. Þótt kóngar fylgdust allir að með auð og veldi háu, þeir megnuðu' ei hið minnsta blað að mynda' á blómi smáu. …orti Helgi Hálfdánarson. Samt gjaldfella þeir lífið og meta það einskis. Stríð er hámark allrar mannlegrar vangetu. Argast allrar heimsku. Ýtrasta fátækt. Þegar afi braut byssuna mína á kné sér var hann að innræta mér virðingu fyrir mennskunni. Þú skalt virða lífið var hann að segja. Þar féll Guðs orð af vörum manns sem hafði megna óbeit á öllum kristindómi. Umliðinn sunnudag var ég að segja börnum jólaguðspjallið hér fyrir altari Vídalínskirkju. Það var fjölskyldumessa og Garðakórinn söng. Ég notaði fallegar fígúrur sem söfnuðurinn á með Jósef og Maríu, hirðum og vitringum, asna, úlfalda og öllu tilheyrandi. Þegar sögunni var lokið, börnin á leið til sætis hjá sínu fólki og Jóhann organisti kominn í innspilið fyrir kunnan jólasálm snérist ungur herramaður á hæli, kom aftur þar sem ég stóð og spurði með krefjandi augnaráði: Er þetta alvöru? Eitthvað inni í mér fagnaði og grét. Er þetta alvöru? Þannig spurði þessi skynuga barnssál lifandi á tímum þar sem fátt er alvöru en flest til sölu. Fædd inn tíðaranda þar sem fæst skiptir máli nema verðmiðinn. Það má limlesta. Það má viðhafa misskiptingu og neita fólki um nauðsynjar. Það má taka feður frá börnum sínum og senda þá í stríð. Það má jafn vel eyða þjóðum ef maður bara á nógu mikið undir sér. Allt þetta má dunda sér við í skjóli auðs og valda á meðan það eina sem við ættum að vera að gera væri það að snúa orkunotkun okkar og atvinnuháttum til sjálfbærni og afnema fátækt. Það mikilvæga við foreldra barnsins í jólasögunni er það hvað þau eru einmitt ekki mikilvæg. Það merkilega við heimabæ Jesú, Nasaret, er það hvað þetta er ómerkilegt þorp. Í heimi þar sem menn klifra upp eftir bakinu hver á öðrum birtist almættið í vamætti því allt það verðmætasta í veruleikanum er viðkvæmt. Ef við bara höfum augu til að sjá það. Vefur lífsins er fíngerður. Allt líf er smátt og berskjaldað en vex við réttar aðstæður. Barnið í fóðurstíunni, jólabarnið, er í hópi hinna berskjölduðu og einskis metnu. Margir hafa tjáð þá skoðun að skáldið Steinn Steinarr, sem svo eindregið hafnaði allri guðstrú eins og Carl fósturafi minn, hafi í raun verið trúarskáld. Á styrjaldarárunum síðustu orti hann: Margt getur skeð. Og nú er heimsstríð háð,og hönd hvers manns er kreppt um stál og blý.En eitt er til sem ei með vopni er náð,þótt allra landa herir sæki að því. Það stendur af sér allra veðra gnýí annarlegri þrjósku, veilt og hálft,með ólán sitt og afglöp forn og ný,hinn einskisverði maður: Lífið sjálft. Hirðarnir af Betlehemsvöllum krupu niður í taðið við jötuna í gripahúsinu. Þeir krupu í lotningu og undrun fyrir sjálfu lífinu þar sem það birtist sem hinn einskis verði. Hinn afmennskaði. Fæddur af móður við aðstæður þar sem gimbrarnar bera. Hin mikla gjöf sem mér af náð er veittog mannleg ránshönd seint fær komist að,er vitund þess að verða aldrei neitt.Mín vinnulaun og sigurgleði er það. Þannig orti Steinn Steinarr í sama ljóði. Á þeim tíma er Steinn orti þetta ljóð sat annar hugsuður í þýsku fangelsi. Sá hét Dietrich Bonhoeffer og var einn helsti guðfræðingur vestrænnar kristni á sínum tíma. Bréfasafn sem hann skrifaði í fangelsinu hefur varðveist. Bonhoeffer tilheyrði þýskri mennta- og embættaelítu. Fæddur til forystu á sinni tíð en kraminn undir járnhæl nasista og tekinn af lífi í stríðlok fyrir það að svara spurningu barnsins sem stóð hérna sl. sunnudag játandi; Er þetta alvöru? Hefur Guð í alvöru gerst einn af okkur í Jesú Kristi? Má í alvöru trúa því að lífið sjálft sé heilagt og því þurfi enginn að verða neitt annað en hann sjálfur? líkt og Stein Steinarr grunaði þótt hann hafnaði kristni og kirkju eins og Carl afi. Er lífið heilagt eða má það ganga kaupum og sölum? Með ólíkum hætti glímdu þessir þrír menn, Carl Buthe, Steinn Steinarr og Dietrich Bonhoeffer við þessa spurningu undir áhrifum stríðshörmunga. Bonhoeffer lifði það að lenda í hópi hinna einskis virði og í bréfum hans má lesa milli lína hvernig hann glímir við það að varðveita mannlega reisn við afmennskandi aðstæður. Hann skrifar m.a. til góðs vinar þessi orð: „Trú er að taka þátt í […] veruleika Jesú. Samband okkar við Guð er ekki „guðrækilegs“ eðlis við einhverja æðstu, voldugustu, bestu veru […] heldur byggist samband okkar við Guð á nýju lífi í þágu annara.“ [1][2] Trú er þátttaka í veruleika Jesú. Trú er líf í þágu annara. Þrír samtímamenn; stríðshrjáður rafvirki sem náði landi í Ameríku og eignaðist góðan hversdag, umdeilt þjóðskáld sem varð elskaður eftir andlát sitt og einn heimsþekktur guðfræðingur sem gaf líf sitt vegna trúar sinnar á Jesú, svöruðu spurningunni um helgi lífsins hver með sínum hætti. Allir tóku þeir sér stöðu með mennskunni og höfnuðu fyrirlitningunni á lífinu. Lífinu lifðu þeir hver á sinn hátt í annara þágu líkt og Jesús gerði. Þannig tóku þeir þátt í veruleika Jesú sem mælti: Af ávöxtunum þeirra skuluð þið þekkja þá.[3] Er þetta alvöru? spurði drengurinn. Ert þú alvöru? spyr hann sem vafinn var reifum og lagður í jötu vegna plássleysis. Höfundur er prestur og siðfræðingur [1] Dietrich Bonhoeffer, Fangelsisbréfin, þýðing Gunnar Kristjánsson, Hið íslenska Bókmenntafélag, Reykjavík 2015, s.323. [2] Bonhoeffer notar hugtakið heimsnánd um það sem hann er að meina og felst í því að lifa ekki framar sjálfum sér - hafna því að verða eitthvað sjálfur en eiga líf í Jesú nafni. „Þá tekur maður ekki lengur eigin þjáningu nærri sér, heldur þjáningu Guðs í heiminum. Þá vakir maður með Kristi í Getsemane…“ Sama s. 311. [3] Matteusarguðspjall 7,16 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Jól Þjóðkirkjan Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Prédikun flutt í Vídalínskirkju á jóladegi 2024. Kæru vinir, nú eru engin venjuleg jól í henni veröld. Aldrei frá því á styrjaldarárunum síðustu hefur jólaguðspjallið talað skýrar inn í aðstæður og kallað okkur jafn klárlega til ábyrgðar sem nú. Þó er sú breyting orðin á að nú er fréttaflutningur af stríðshörmungum og öðru manngerður böli vítt um heim uppi í andlitinu á okkur alla daga. Flóttamenn hafa heldur aldrei í sögu jarðar verið fleiri og mun tala þeirra komin yfir hundrað milljónir. Hundrað milljónir karla, kvenna og barna á flóttaför um heiminn undan margvíslegum ofsóknum. Ég átti þýskan fósturafa sem ungur hafði verið sendur á vígvöllinn í her Hitlers. Er leið á stríðið var hann, sem loftskeytamaður og rafvirki, í fámennum hópi sem hélt gangandi útvarpsstöð sem hafði þann eina tilgang að rugla útsendingar BBC svo þær heyrðust ekki í Skandinavíu. Dag einn bauð Carl Buthe, en það hét afi, samstarfsmönnum sínum að taka sér hádegishlé, hann skyldi vakta stöðina ásamt hundinum. Er félagarnir voru farnir tók hann dýrið með sér og lét verða af því sem um skeið hafði verið í bígerð með dönsku andspyrnuhreyfingunni; að sprengja útvarpsstöðna í loft upp svo að fréttaflutningur af stríðinu bærist óhindrað á öldum ljósvakans. Við svo búið lét hann sig hverfa og var í felum uns stríðinu lauk. Þá flúði hann með fölsuðum skilríkjum ásamt Aðalheiði Stefánsdóttur föðurömmu minni til Marokkó uns þau komust til Bandaríkjanna og eignuðust þar ágætt líf. Einhverju sinni er ég dvaldi hjá ömmu og afa í Sand Diego í Californíu átta ára gamall hafði ég fengið „cowboy“ riffil að gjöf og var á för um húsið í byssuleik dritandi niður ósýnilega óvini í kröppum dansi. Afi mætir mér í einum gangi hússins og af því að hann var alltaf svo góður við mig og skemmtilegur ákvað ég að skjóta hann líka. Þá grípur hann fast í handlegg minn, tekur af mér riffilinn, heldur honum í sínum stóru höndum og brýtur hann í tvennt á kné sér. Svo rétti hann mér ónýtt vopnið og mælti með þunga sem ég hafði ekki fyrr heyrt af hans vörum: Þú miðar aldrei byssu á manneskju. Næsta dag var orðalaust kominn nýr riffill. Þegar ég tvítugur að aldri tjáði föðurömmu minni og fósturafa að ég hyggðist lesa guðfræði og verða prestur fórnaði sá gamli höndum, horfði á mig með blöndu af ást og angist og mælti: Bjarni, Bjarni, ekki verða prestur. Þú veist að kirkjunni er sama um fólk eins og okkur. Hann hafði horft á prestana í sinni heimabyggð kasta vígðu vatni á drápsvélarnar og þylja bænir. Sjálfur hafði hann borið einkennisbúning þar sem á stóð Gott mit uns - Guð með okkur. Afi trúði hvorki á Guð né kirkju. Til þess var hann einfaldlega of skynsamur og skelfingu lostinn. Á vel búnu heimili þeirra hjóna var geymsla full af niðursuðudósum – ársbirgðir til nota ef og þegar aftur brysti á styrjöld. Hvað er styrjöld? Styrjöld merkir einfaldlega það að fólk verður einskis virði. Fólki er slátrað og jafn vel framin þjóðarmorð eins og nú blasir við augum. Í stríði er sjálft lífið gjaldfellt af okkur mönnum sem þó getum ekki skapað líf. Þótt kóngar fylgdust allir að með auð og veldi háu, þeir megnuðu' ei hið minnsta blað að mynda' á blómi smáu. …orti Helgi Hálfdánarson. Samt gjaldfella þeir lífið og meta það einskis. Stríð er hámark allrar mannlegrar vangetu. Argast allrar heimsku. Ýtrasta fátækt. Þegar afi braut byssuna mína á kné sér var hann að innræta mér virðingu fyrir mennskunni. Þú skalt virða lífið var hann að segja. Þar féll Guðs orð af vörum manns sem hafði megna óbeit á öllum kristindómi. Umliðinn sunnudag var ég að segja börnum jólaguðspjallið hér fyrir altari Vídalínskirkju. Það var fjölskyldumessa og Garðakórinn söng. Ég notaði fallegar fígúrur sem söfnuðurinn á með Jósef og Maríu, hirðum og vitringum, asna, úlfalda og öllu tilheyrandi. Þegar sögunni var lokið, börnin á leið til sætis hjá sínu fólki og Jóhann organisti kominn í innspilið fyrir kunnan jólasálm snérist ungur herramaður á hæli, kom aftur þar sem ég stóð og spurði með krefjandi augnaráði: Er þetta alvöru? Eitthvað inni í mér fagnaði og grét. Er þetta alvöru? Þannig spurði þessi skynuga barnssál lifandi á tímum þar sem fátt er alvöru en flest til sölu. Fædd inn tíðaranda þar sem fæst skiptir máli nema verðmiðinn. Það má limlesta. Það má viðhafa misskiptingu og neita fólki um nauðsynjar. Það má taka feður frá börnum sínum og senda þá í stríð. Það má jafn vel eyða þjóðum ef maður bara á nógu mikið undir sér. Allt þetta má dunda sér við í skjóli auðs og valda á meðan það eina sem við ættum að vera að gera væri það að snúa orkunotkun okkar og atvinnuháttum til sjálfbærni og afnema fátækt. Það mikilvæga við foreldra barnsins í jólasögunni er það hvað þau eru einmitt ekki mikilvæg. Það merkilega við heimabæ Jesú, Nasaret, er það hvað þetta er ómerkilegt þorp. Í heimi þar sem menn klifra upp eftir bakinu hver á öðrum birtist almættið í vamætti því allt það verðmætasta í veruleikanum er viðkvæmt. Ef við bara höfum augu til að sjá það. Vefur lífsins er fíngerður. Allt líf er smátt og berskjaldað en vex við réttar aðstæður. Barnið í fóðurstíunni, jólabarnið, er í hópi hinna berskjölduðu og einskis metnu. Margir hafa tjáð þá skoðun að skáldið Steinn Steinarr, sem svo eindregið hafnaði allri guðstrú eins og Carl fósturafi minn, hafi í raun verið trúarskáld. Á styrjaldarárunum síðustu orti hann: Margt getur skeð. Og nú er heimsstríð háð,og hönd hvers manns er kreppt um stál og blý.En eitt er til sem ei með vopni er náð,þótt allra landa herir sæki að því. Það stendur af sér allra veðra gnýí annarlegri þrjósku, veilt og hálft,með ólán sitt og afglöp forn og ný,hinn einskisverði maður: Lífið sjálft. Hirðarnir af Betlehemsvöllum krupu niður í taðið við jötuna í gripahúsinu. Þeir krupu í lotningu og undrun fyrir sjálfu lífinu þar sem það birtist sem hinn einskis verði. Hinn afmennskaði. Fæddur af móður við aðstæður þar sem gimbrarnar bera. Hin mikla gjöf sem mér af náð er veittog mannleg ránshönd seint fær komist að,er vitund þess að verða aldrei neitt.Mín vinnulaun og sigurgleði er það. Þannig orti Steinn Steinarr í sama ljóði. Á þeim tíma er Steinn orti þetta ljóð sat annar hugsuður í þýsku fangelsi. Sá hét Dietrich Bonhoeffer og var einn helsti guðfræðingur vestrænnar kristni á sínum tíma. Bréfasafn sem hann skrifaði í fangelsinu hefur varðveist. Bonhoeffer tilheyrði þýskri mennta- og embættaelítu. Fæddur til forystu á sinni tíð en kraminn undir járnhæl nasista og tekinn af lífi í stríðlok fyrir það að svara spurningu barnsins sem stóð hérna sl. sunnudag játandi; Er þetta alvöru? Hefur Guð í alvöru gerst einn af okkur í Jesú Kristi? Má í alvöru trúa því að lífið sjálft sé heilagt og því þurfi enginn að verða neitt annað en hann sjálfur? líkt og Stein Steinarr grunaði þótt hann hafnaði kristni og kirkju eins og Carl afi. Er lífið heilagt eða má það ganga kaupum og sölum? Með ólíkum hætti glímdu þessir þrír menn, Carl Buthe, Steinn Steinarr og Dietrich Bonhoeffer við þessa spurningu undir áhrifum stríðshörmunga. Bonhoeffer lifði það að lenda í hópi hinna einskis virði og í bréfum hans má lesa milli lína hvernig hann glímir við það að varðveita mannlega reisn við afmennskandi aðstæður. Hann skrifar m.a. til góðs vinar þessi orð: „Trú er að taka þátt í […] veruleika Jesú. Samband okkar við Guð er ekki „guðrækilegs“ eðlis við einhverja æðstu, voldugustu, bestu veru […] heldur byggist samband okkar við Guð á nýju lífi í þágu annara.“ [1][2] Trú er þátttaka í veruleika Jesú. Trú er líf í þágu annara. Þrír samtímamenn; stríðshrjáður rafvirki sem náði landi í Ameríku og eignaðist góðan hversdag, umdeilt þjóðskáld sem varð elskaður eftir andlát sitt og einn heimsþekktur guðfræðingur sem gaf líf sitt vegna trúar sinnar á Jesú, svöruðu spurningunni um helgi lífsins hver með sínum hætti. Allir tóku þeir sér stöðu með mennskunni og höfnuðu fyrirlitningunni á lífinu. Lífinu lifðu þeir hver á sinn hátt í annara þágu líkt og Jesús gerði. Þannig tóku þeir þátt í veruleika Jesú sem mælti: Af ávöxtunum þeirra skuluð þið þekkja þá.[3] Er þetta alvöru? spurði drengurinn. Ert þú alvöru? spyr hann sem vafinn var reifum og lagður í jötu vegna plássleysis. Höfundur er prestur og siðfræðingur [1] Dietrich Bonhoeffer, Fangelsisbréfin, þýðing Gunnar Kristjánsson, Hið íslenska Bókmenntafélag, Reykjavík 2015, s.323. [2] Bonhoeffer notar hugtakið heimsnánd um það sem hann er að meina og felst í því að lifa ekki framar sjálfum sér - hafna því að verða eitthvað sjálfur en eiga líf í Jesú nafni. „Þá tekur maður ekki lengur eigin þjáningu nærri sér, heldur þjáningu Guðs í heiminum. Þá vakir maður með Kristi í Getsemane…“ Sama s. 311. [3] Matteusarguðspjall 7,16
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun