Veður gæti haft áhrif á brennuhald Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. janúar 2025 12:02 Brennan við Ægissíðu í Vesturbæ Reykjavíkur er alltaf vel sótt á þessum degi að sögn verkefnastjóra. Reykjavíkurborg Jólin verða kvödd með þrettándabrennum víða um land í kvöld, það er að segja ef veður leyfir. Útlit er fyrir norðanátt í dag og nokkuð vindasamt veður. Kveikt verður í brennum á Akranesi, í Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Mosfellsbæ og á tveimur stöðum í Reykjavík, Ægissíðunni í Vesturbæ og við Gufunesbæ í Grafarvogi - svo dæmi séu tekin. Hörður Heiðar Guðbjörnsson, verkefnastjóri hjá Vesturmiðstöð sér um brennuna á Ægissíðu. „Þetta verður svipað og undanfarin ár. Við breytum ekkert út af venjunni og byrjum við Melaskóla þar sem verður fjöldasöngur sem Sveinn, kennari í Melaskóli, stjórnar. Þeir sem tengja við skólann vita hver hann er. Hann hefur séð um þetta undanfarin ár og verið flottur í því.“ Og safnast fólk saman við skólann klukkan sex í kvöld. Í framhaldinu mun hópurinn ganga frá Melaskóla að Ægissíðunni í traustri fylgd lögreglu. „Klukkan hálf sjö þá kveikjum við í brennunni, það er að segja ef að veður leyfir. Það er pínu vindur úti akkúrat núna en miðað við veðurspár sem aldrei klikka á að lægja seinnipartinn og þá verður þetta ekkert vesen.“ Vindur gæti sett strik í reikninginn Útlit er fyrir norðanátt í dag og verður vindur víða á bilinu tíu til fimmtán metrar á sekúndu. Þar sem brennan við Ægissíðu stendur nálægt íbúabyggð má ekki kveikja í henni ef vindur fer yfir 10 metra á sekúndu. Hörður segir veðurspár gera ráð fyrir að veður lægi seinnipartinn. „Miðað við veðurspána og það sem ég sá áðan þá ætti þetta að líta mjög vel út þannig stefnan er bara á að kveikja í brennunni klukkan hálf sjö og vonandi klikka veðurguðirnir ekkert.“ Vel sótt Kyndlar verða til sölu hjá Melaskóla, jólasveinar mæta á svæðið og lýkur dagskránni með flugeldasýningu klukkan korter í sjö. „Þetta er bara mjög vel sótt. Og hefur verið í þessi ár, ég held að þetta sé þrettánda árið sem ég kem að þessu, þá hefur þetta verið frábær hefð og ótrúlega skemmtilegt og mikil stemning sem myndast alltaf í kringum þessa hátíð.“ Jól Reykjavík Mosfellsbær Eyjafjarðarsveit Akranes Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Kveikt verður í brennum á Akranesi, í Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Mosfellsbæ og á tveimur stöðum í Reykjavík, Ægissíðunni í Vesturbæ og við Gufunesbæ í Grafarvogi - svo dæmi séu tekin. Hörður Heiðar Guðbjörnsson, verkefnastjóri hjá Vesturmiðstöð sér um brennuna á Ægissíðu. „Þetta verður svipað og undanfarin ár. Við breytum ekkert út af venjunni og byrjum við Melaskóla þar sem verður fjöldasöngur sem Sveinn, kennari í Melaskóli, stjórnar. Þeir sem tengja við skólann vita hver hann er. Hann hefur séð um þetta undanfarin ár og verið flottur í því.“ Og safnast fólk saman við skólann klukkan sex í kvöld. Í framhaldinu mun hópurinn ganga frá Melaskóla að Ægissíðunni í traustri fylgd lögreglu. „Klukkan hálf sjö þá kveikjum við í brennunni, það er að segja ef að veður leyfir. Það er pínu vindur úti akkúrat núna en miðað við veðurspár sem aldrei klikka á að lægja seinnipartinn og þá verður þetta ekkert vesen.“ Vindur gæti sett strik í reikninginn Útlit er fyrir norðanátt í dag og verður vindur víða á bilinu tíu til fimmtán metrar á sekúndu. Þar sem brennan við Ægissíðu stendur nálægt íbúabyggð má ekki kveikja í henni ef vindur fer yfir 10 metra á sekúndu. Hörður segir veðurspár gera ráð fyrir að veður lægi seinnipartinn. „Miðað við veðurspána og það sem ég sá áðan þá ætti þetta að líta mjög vel út þannig stefnan er bara á að kveikja í brennunni klukkan hálf sjö og vonandi klikka veðurguðirnir ekkert.“ Vel sótt Kyndlar verða til sölu hjá Melaskóla, jólasveinar mæta á svæðið og lýkur dagskránni með flugeldasýningu klukkan korter í sjö. „Þetta er bara mjög vel sótt. Og hefur verið í þessi ár, ég held að þetta sé þrettánda árið sem ég kem að þessu, þá hefur þetta verið frábær hefð og ótrúlega skemmtilegt og mikil stemning sem myndast alltaf í kringum þessa hátíð.“
Jól Reykjavík Mosfellsbær Eyjafjarðarsveit Akranes Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira