Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

McIlroy í 2.sæti eftir fyrsta hring á Arnold Palmer

Hinn Norður-írski Rory McIlroy, sem er efstur á heimslistanum í golfi, er einu höggi á eftir efsta manni á Arnold Palmer Invitational golfmótinu. Mótið sem fer fram á Bay Hill hófst í gær og lýkur á sunnudaginn.

Golf
Fréttamynd

Í beinni í dag: El Clásico og Aston Villa á Wembley

Það er nóg um að vera á sport rásum Stöðvar 2 í dag þó svo að nokkrum leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni hafi verið frestað en alls sýnum við 12 viðburði í beinni útsendingu. Þar ber helst að nefna El Clásico í spænsku úrvalsdeildinni sem og úrslitaleik enska Deildarbikarsins þar sem Manchester City og Aston Villa mætast. Þá fer Domino´s deild karla aftur af stað eftir langt hlé.

Sport
Fréttamynd

Sportpakkinn: Reed nýtti sér skelfingardag Thomas

"Þetta er frábær tilfinning og ég get ekki beðið eftir að komast heim og fagna titlinum með börnunum og eiginkonu minni,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed eftir að hafa unnið sigur á mexíkóska meistaramótinu á PGA-mótaröðinni í golfi.

Golf
Fréttamynd

Tiger fimm höggum á eftir efsta manni

Genesis-boðsmótið í golfi hófst í gær en þar eru mættir til leiks flestir bestu kylfingar heims. Tiger Woods byrjaði með látum en náði ekki alveg að fylgja því eftir.

Golf