Besti árangur Íslands frá upphafi á EM í golfi Anton Ingi Leifsson skrifar 13. september 2020 09:25 Heiðrún Anna Hlynsdóttir, Saga Traustadóttir, Andrea Bergsdóttir og Hulda Clara Gestsdóttir. mynd/gsí Íslenska kvennalandsliðið í golfi lenti í 8. sæti á Evrópumóti áhugakylfinga sem fór fram Svíþjóð, nánar tiltekið Upsala, fyrr í vikunni. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, Saga Traustadóttir, Andrea Bergsdóttir og Hulda Clara Gestsdóttir skipuðu lið Íslands. Gregor Brodie afreksstjóri GSÍ var svo liðsstjóri. Íslenska liðið endaði í 8. sæti í forkeppninni þar sem að liðið lék á 221 höggi samtals eða +5. Ísland lék því um sæti eitt til átta en kvennalandsliðið tapaði 3-0 gegn Spánverjum í leiknum um 7. sætið í dag í Svíþjóð. Ísland endaði því í 8. sæti sem er langbesti árangur Íslands frá upphafi en heimamenn stóðu uppi sem sigurvegarar. Karlalandsliðið keppti á sama móti en þeir léku hins vegar á Hilversumsche Golf Club í Hollandi. Mótinu lauk í dag með sigri Þjóðverja en Ísland endaði í 9. sæti. Þeir tryggðu sér með öruggum hætti keppnisrétt í A-deild á næsta EM. Kristófer Karl Karlsson, Hákon Örn Magnússon, Aron Snær Júlíusson og Dagbjartur Sigurbrandssson skipuðu lið Íslands. Ólafur Björn Loftsson, aðstoðarafreksstjóri GSÍ, er liðsstjóri. Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í golfi lenti í 8. sæti á Evrópumóti áhugakylfinga sem fór fram Svíþjóð, nánar tiltekið Upsala, fyrr í vikunni. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, Saga Traustadóttir, Andrea Bergsdóttir og Hulda Clara Gestsdóttir skipuðu lið Íslands. Gregor Brodie afreksstjóri GSÍ var svo liðsstjóri. Íslenska liðið endaði í 8. sæti í forkeppninni þar sem að liðið lék á 221 höggi samtals eða +5. Ísland lék því um sæti eitt til átta en kvennalandsliðið tapaði 3-0 gegn Spánverjum í leiknum um 7. sætið í dag í Svíþjóð. Ísland endaði því í 8. sæti sem er langbesti árangur Íslands frá upphafi en heimamenn stóðu uppi sem sigurvegarar. Karlalandsliðið keppti á sama móti en þeir léku hins vegar á Hilversumsche Golf Club í Hollandi. Mótinu lauk í dag með sigri Þjóðverja en Ísland endaði í 9. sæti. Þeir tryggðu sér með öruggum hætti keppnisrétt í A-deild á næsta EM. Kristófer Karl Karlsson, Hákon Örn Magnússon, Aron Snær Júlíusson og Dagbjartur Sigurbrandssson skipuðu lið Íslands. Ólafur Björn Loftsson, aðstoðarafreksstjóri GSÍ, er liðsstjóri.
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira