Guðrún Brá spilaði betur en Ólafía Þórunn í Sviss Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2020 15:22 Guðrún Brá Björgvinsdóttir sést hér á Íslandsmótinu á dögunum sem hún vann eftir góðan lokahring. Mynd/GSÍmyndir/SETH Keiliskonan Guðrún Brá Björgvinsdóttir og GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafa lokið fyrsta hringnum á VP Bank Swiss Ladies Open mótinu á evrópsku mótaröðinni. Mótið fer fram í Golfpark Holzhäusern við Zugervatn í Sviss. Guðrún Brá Björgvinsdóttir er í 55. sæti eftir að hafa klárað á 73 höggum eða einu höggi yfir pari. Guðrún Brá er þó bara þremur höggum frá þriðja sætinu en efst er Svisslendingurinn Kim Metraux á sex höggum undir pari. Guðrún Brá lék fyrri níu holurnar á tveimur höggum yfir pari eftir tvo skolla en byrjaði síðan seinni níu á tveimur fuglum eða á þeirri tíundu og þeirri elleftu. Það voru einu fuglar dagsins hjá Guðrúnu sem tapaði höggi á tólftu en paraði síðan sex síðustu holur hringsins. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 70. sæti eftir að hafa klárað á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Ólafía Þórunn fékk fleiri fugla en Guðrún Brá eða þrjá á móti tveimur en Ólafía fékk aftur á móti tvo fleiri skolla en Guðrún. Ólafía Þórunn fékk alls fimm skolla á hringnum þar af á þremur holum í röð á fyrri níu. Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Keiliskonan Guðrún Brá Björgvinsdóttir og GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafa lokið fyrsta hringnum á VP Bank Swiss Ladies Open mótinu á evrópsku mótaröðinni. Mótið fer fram í Golfpark Holzhäusern við Zugervatn í Sviss. Guðrún Brá Björgvinsdóttir er í 55. sæti eftir að hafa klárað á 73 höggum eða einu höggi yfir pari. Guðrún Brá er þó bara þremur höggum frá þriðja sætinu en efst er Svisslendingurinn Kim Metraux á sex höggum undir pari. Guðrún Brá lék fyrri níu holurnar á tveimur höggum yfir pari eftir tvo skolla en byrjaði síðan seinni níu á tveimur fuglum eða á þeirri tíundu og þeirri elleftu. Það voru einu fuglar dagsins hjá Guðrúnu sem tapaði höggi á tólftu en paraði síðan sex síðustu holur hringsins. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 70. sæti eftir að hafa klárað á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Ólafía Þórunn fékk fleiri fugla en Guðrún Brá eða þrjá á móti tveimur en Ólafía fékk aftur á móti tvo fleiri skolla en Guðrún. Ólafía Þórunn fékk alls fimm skolla á hringnum þar af á þremur holum í röð á fyrri níu.
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira