Guðrún Brá upp um heil 46 sæti á heimslistanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2020 12:15 Guðrún Brá Björgvinsdóttir vann Íslandsmeistaratitilnn í höggleik þriðja árið í röð á dögunum. Mynd/GSÍmyndir/SETH Keiliskonan Guðrún Brá Björgvinsdóttir hoppar upp um 46 sæti nýjum á heimslista atvinnukylfinga í kvennaflokki sem var uppfærður í byrjun vikunnar. Guðrún Brá endaði í fjórtánda sæti á LET Access mótaröðinni um síðastliðna helgi. Mótaröðin er sú næst sterkasta hjá atvinnukonum í Evrópu. Guðrún Brá er í sæti númer 875 á heimslistanum í þessari viku. Besti árangur hennar frá upphafi er sæti númer 790. Guðrún Brá varð Íslandsmeistari í golfi þriðja árið í röð í síðasta mánuði og fylgdi því nú eftir með góðum árangri á Flumserberg Ladies Open mótinu í Sviss. Guðrún Brá tryggði sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á lokaúrtökumóti LET sem fram fór á La Manga golfsvæðinu á Spáni í byrjun ársins. Kóróunveiran sá til þess að hún hefur lítið keppt til þessa en hún er að bæta úr því þessar vikurnar. Þrír íslenskir kylfingar eru á heimslista atvinnukylfinga í kvennaflokki. Guðrún Brá fór upp um 46 sæti á heimslista atvinnukylfinga - Golfsamband Íslands https://t.co/yTIA5aT5vu— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) September 9, 2020 Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er í 569. sæti á þessum lista þrátt fyrir að hún hafi ekkert keppt að undanförnu vegna meiðsla. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er síðan í sæti númer 846. Valdís Þóra fellur niður um fjögur sæti og Ólafía Þórunn fór niður um fimm sæti að þessu sinni. Meiðslin hafa svo sannarlega sett sitt strik í reikninginn hjá Valdísi Þóru sem var í 535 sæti í mars. Ólafía Þórunn var komin niður í 915. sæti á listanum sem kom út 24. ágúst en hafði hækkað sig um 74 sæti á listanum sem var gefinn út í lok ágúst. Hún tók þetta stökk eftir að hafa náð tuttugasta sætinu á opna tékkneska meistaramótinu Guðrún Brá var í 921. sæti á listanum sem var gefinn út 31. ágúst en nálgast nú Ólafíu Þórunni verulega. Nú munar á þeim 29 sætum. Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir eru báðar á meðal keppenda á atvinnumóti sem fram fer á Golfpark Holzhausern í Sviss og hófst í dag. Jin Young Ko frá Suður-Kóreu er efst á heimslistanum og í öðru sæti er síðan hin bandaríska Danielle Kang. Golf Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Keiliskonan Guðrún Brá Björgvinsdóttir hoppar upp um 46 sæti nýjum á heimslista atvinnukylfinga í kvennaflokki sem var uppfærður í byrjun vikunnar. Guðrún Brá endaði í fjórtánda sæti á LET Access mótaröðinni um síðastliðna helgi. Mótaröðin er sú næst sterkasta hjá atvinnukonum í Evrópu. Guðrún Brá er í sæti númer 875 á heimslistanum í þessari viku. Besti árangur hennar frá upphafi er sæti númer 790. Guðrún Brá varð Íslandsmeistari í golfi þriðja árið í röð í síðasta mánuði og fylgdi því nú eftir með góðum árangri á Flumserberg Ladies Open mótinu í Sviss. Guðrún Brá tryggði sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á lokaúrtökumóti LET sem fram fór á La Manga golfsvæðinu á Spáni í byrjun ársins. Kóróunveiran sá til þess að hún hefur lítið keppt til þessa en hún er að bæta úr því þessar vikurnar. Þrír íslenskir kylfingar eru á heimslista atvinnukylfinga í kvennaflokki. Guðrún Brá fór upp um 46 sæti á heimslista atvinnukylfinga - Golfsamband Íslands https://t.co/yTIA5aT5vu— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) September 9, 2020 Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er í 569. sæti á þessum lista þrátt fyrir að hún hafi ekkert keppt að undanförnu vegna meiðsla. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er síðan í sæti númer 846. Valdís Þóra fellur niður um fjögur sæti og Ólafía Þórunn fór niður um fimm sæti að þessu sinni. Meiðslin hafa svo sannarlega sett sitt strik í reikninginn hjá Valdísi Þóru sem var í 535 sæti í mars. Ólafía Þórunn var komin niður í 915. sæti á listanum sem kom út 24. ágúst en hafði hækkað sig um 74 sæti á listanum sem var gefinn út í lok ágúst. Hún tók þetta stökk eftir að hafa náð tuttugasta sætinu á opna tékkneska meistaramótinu Guðrún Brá var í 921. sæti á listanum sem var gefinn út 31. ágúst en nálgast nú Ólafíu Þórunni verulega. Nú munar á þeim 29 sætum. Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir eru báðar á meðal keppenda á atvinnumóti sem fram fer á Golfpark Holzhausern í Sviss og hófst í dag. Jin Young Ko frá Suður-Kóreu er efst á heimslistanum og í öðru sæti er síðan hin bandaríska Danielle Kang.
Golf Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira