„Held alltaf í vonina“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. september 2020 10:30 Alexandra Eir hefur náð góðum tökum á golfinu með því að nota aðeins vinstri höndina. Hún er aðeins 22 ára en hefur þrátt fyrir ungan aldur unnið yfir 80 medalíur og 25 bikara. Alexandra Eir Grétarsdóttir ætlaði sér alltaf að verða atvinnukonu í golfi og hefur ekki kastað frá sér draumnum um að vinna fleiri keppnir þrátt fyrir að hafa veikst og geta nú aðeins notað annan handlegginn. Hún byrjaði að fara út á golfvöll með föður sínum sem barn og heillaðist strax af íþróttinni. Rætt var við Alexöndru í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Í kringum unglingsaldurinn var hún farin að fara á hverjum degi að æfa og leika golf. „Við byrjuðum þrjár saman vinkonurnar en síðan fóru þær tvær og ég endaði bara ein,“ segir Alexandra í viðtali við Sindra Sindrason. Óvissan erfiðust Árið 2015 byrjaði Alexandra að kenna til í úlnliðnum og byrjaði að eiga í erfileikum með að slá boltann. Hún veit í dag ekki enn hvað er í raun að angra hana. „Það komu í ljós álagsmeiðsli sem ollu því að ég fór í þrjár aðgerðir til þess að reyna leiðrétta það vesen. Það gekk ekki upp hjá mér að æfa svona mikið,“ segir Alexandra. Það sem Alexöndru finnst erfiðast í þessu er að það veit enginn hvort þetta muni lagast eða verða svona að eilífu. Eðlilega hefur þetta tekið á en Alexandra ætlaði sér enn stærri hluti í golfinu. Alexandra notar aðeins vinstri höndina og getur í dag nánast slegið jafn langt og hún gerði. „Það komu svona tvö, þrjú ár sem ég vissi ekkert hvað ég ætlaði að gera en svo fór ég í háskólanám,“ segir Alexandra sem lærir í dag sjúkraþjálfun. Hún var samt sem áður ekki tilbúin að gefa golfið upp á bátinn og hugsaði með sér, ég slæ bara með annarri. „Ef ég nota höndina í síendurteknum hreyfingum eins og að skrifa mikið þá bólgnar hún upp, verður ísköld og eitthvað svona vesen. Það er mikilvægt að njóta hvers augnabliks. Maður gerði það ekkert alltaf þegar maður var að keppa, maður á að njóta hvers skiptis sem þú ert að gera eitthvað sem þér finnst gaman.“ Hún viðurkennir samt sem áður að ferlið tók á. „Ég fór svolítið neðarlega andlega til að byrja með og það stóð yfir í eitt ár. Ég þurfti að leita mér aðstoðar hjá sálfræðingi. Ég reyni bara að taka því sem kemur hverju sinni og vona að það gangi upp einhvertímann.“ Við fólkið sem er í svipaðri stöðu og hún er í segir hún þetta: „Þú verður bara að horfa á heildina og það er ekkert alltaf allt sem gengur upp í lífinu og þú verður bara að reyna taka því hvernig sem það er. Ég held alltaf í vonina.“ Ísland í dag Golf Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Hún er aðeins 22 ára en hefur þrátt fyrir ungan aldur unnið yfir 80 medalíur og 25 bikara. Alexandra Eir Grétarsdóttir ætlaði sér alltaf að verða atvinnukonu í golfi og hefur ekki kastað frá sér draumnum um að vinna fleiri keppnir þrátt fyrir að hafa veikst og geta nú aðeins notað annan handlegginn. Hún byrjaði að fara út á golfvöll með föður sínum sem barn og heillaðist strax af íþróttinni. Rætt var við Alexöndru í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Í kringum unglingsaldurinn var hún farin að fara á hverjum degi að æfa og leika golf. „Við byrjuðum þrjár saman vinkonurnar en síðan fóru þær tvær og ég endaði bara ein,“ segir Alexandra í viðtali við Sindra Sindrason. Óvissan erfiðust Árið 2015 byrjaði Alexandra að kenna til í úlnliðnum og byrjaði að eiga í erfileikum með að slá boltann. Hún veit í dag ekki enn hvað er í raun að angra hana. „Það komu í ljós álagsmeiðsli sem ollu því að ég fór í þrjár aðgerðir til þess að reyna leiðrétta það vesen. Það gekk ekki upp hjá mér að æfa svona mikið,“ segir Alexandra. Það sem Alexöndru finnst erfiðast í þessu er að það veit enginn hvort þetta muni lagast eða verða svona að eilífu. Eðlilega hefur þetta tekið á en Alexandra ætlaði sér enn stærri hluti í golfinu. Alexandra notar aðeins vinstri höndina og getur í dag nánast slegið jafn langt og hún gerði. „Það komu svona tvö, þrjú ár sem ég vissi ekkert hvað ég ætlaði að gera en svo fór ég í háskólanám,“ segir Alexandra sem lærir í dag sjúkraþjálfun. Hún var samt sem áður ekki tilbúin að gefa golfið upp á bátinn og hugsaði með sér, ég slæ bara með annarri. „Ef ég nota höndina í síendurteknum hreyfingum eins og að skrifa mikið þá bólgnar hún upp, verður ísköld og eitthvað svona vesen. Það er mikilvægt að njóta hvers augnabliks. Maður gerði það ekkert alltaf þegar maður var að keppa, maður á að njóta hvers skiptis sem þú ert að gera eitthvað sem þér finnst gaman.“ Hún viðurkennir samt sem áður að ferlið tók á. „Ég fór svolítið neðarlega andlega til að byrja með og það stóð yfir í eitt ár. Ég þurfti að leita mér aðstoðar hjá sálfræðingi. Ég reyni bara að taka því sem kemur hverju sinni og vona að það gangi upp einhvertímann.“ Við fólkið sem er í svipaðri stöðu og hún er í segir hún þetta: „Þú verður bara að horfa á heildina og það er ekkert alltaf allt sem gengur upp í lífinu og þú verður bara að reyna taka því hvernig sem það er. Ég held alltaf í vonina.“
Ísland í dag Golf Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira