Flöskur flugu fyrir leik á Anfield | Lögregluþjónn slasaðist í andliti Lögreglan í Liverpool hefur á mál borði sér til rannsóknar eftir nágrannaslag borgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í gær. Áhorfandi leiksins er sagður hafa kastað flösku og skorið þannig svöðusár í andlit lögregluþjóns sem var við störf á leiknum. Enski boltinn 22. október 2023 11:45
Rory Mcllroy barst boð um að kaupa Leeds en hafnaði því af ást sinni fyrir Manchester United Kylfingurinn Rory Mcllroy sagðist hafa fengið boð um að ganga í hóp fjárfesta enska félagins Leeds, en sem stuðningsmaður Manchester United hafi hann neyðst til að hafna því. Enski boltinn 22. október 2023 10:30
Vinícius hrósaði Sevilla fyrir að reka rasískan aðdáanda af velli Vinícius Júnior, leikmaður Real Madrid, hefur hrósað Sevilla fyrir skjót og góð viðbrögð við meintu kynþáttahatri sem hann varð fyrir í leik liðanna. Hann sagði þetta vera nítjánda skiptið sem hann verði slíkum fordómum og biðlar til spænskra yfirvalda að athafna sig í þeim málaflokki. Fótbolti 22. október 2023 09:30
Stríðinu á Gaza mótmælt á fótboltavöllum víða um Evrópu Stuðningsmenn Osasuna virtu að vettugi bann spænsku deildarinnar og mættu með palestínska fána á leik liðsins gegn Granada í gær. Shon Weissman, leikmaður Granada, er frá Ísrael og hefur látið ýmis ófögur orð falla á samfélagsmiðlum um fólk frá Palestínu. Fótbolti 21. október 2023 23:30
Ten Hag sagði sigurinn verðskuldaðan Erik ten Hag, stjóri Manchester United, sagði að sigur hans manna hefði verið verðskuldaður í dag en fyrri hálfleikur hefði alls ekki verið góður. Diogo Dalot tryggði United sigurinn með draumamarki. Fótbolti 21. október 2023 22:21
Algjört grísamark hjá Griezmann sem færist nær markameti Atletico Atletico Madrid vann sinn fimmta deildarleik í dag þegar liðið lagði Celta Vigo örugglega á útivelli 0-3. Antoine Griezmann skoraði öll þrjú mörk liðsins en annað mark hans var sannkallað grísamark. Fótbolti 21. október 2023 21:51
Draumamark Diogo Dalot tryggði Manchester United sigur Manchester United vann tæpan sigur á nýliðum Sheffield United á Brammall Lane í kvöld þar sem Diogo Dalot bjargaði sigrinum með glæsilegu marki á 77. mínútu. Enski boltinn 21. október 2023 21:00
Arteta þögull sem gröfin um dómgæslu dagsins Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var ekki á eitt sáttur við dómgæsluna í leik Arsenal og Chelsa í dag en heimamenn í Chelsea komust yfir með marki úr víti. Fótbolti 21. október 2023 19:48
Arsenal enn taplausir eftir endurkomujafntefli Arsenal björguðu stigi með frábærri endurkomu á Stamford Bridge í dag en Chelsea komust í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks. Enski boltinn 21. október 2023 18:45
Fullyrðir að Ólafur Ingi sé að taka við KR Fótboltagúrúinn Hjörvar Hafliðason, einnig þekktur sem Dr. Football, greindi frá því á Twitter í dag Ólafur Ingi Skúlason verði næsti þjálfari KR. Í sömu færslu segir hann að Rúnar Kristinsson, fyrrum þjálfari KR, sé að taka við Fram. Fótbolti 21. október 2023 17:15
Enn vermir landsliðsmarkvörður Íslands bekkinn hjá Cardiff Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður Íslands í knattspyrnu bíður enn eftir að fá að sanna sig hjá enska B-deildarliðinu Cardiff þar sem hann er á láni frá Arsenal. Rúnar hefur aðeins leikið einn fyrir liðið hingað til. Fótbolti 21. október 2023 16:40
Rauð spjöld og dramatík á lokamínútunum í leikjum dagsins í enska boltanum Það var þéttur leikdagur í ensku úrvalsdeildinni í dag en fimm leikir fóru fram núna síðdegis. Newcastle gekk auðveldlega frá Palace, Wolves vann hádramatískan sigur gegn Bournemouth með marki á lokamínútunum, Chris Wood tryggði Forest sigur og Brentford unnu gegn tíu Burnley mönnum. Enski boltinn 21. október 2023 16:06
City bar sigurorðið manni færri Manchester City komst aftur á sigurbraut eftir tap í síðustu tveimur deildarleikjum. Manuel Akanji var rekinn af velli undir lok leiks, en það gerði ekki til og Englandsmeistararnir hirtu öll stigin þrjú. Enski boltinn 21. október 2023 16:00
Leverkusen læðist á toppinn Fimm knattspyrnuleikir fóru fram síðdegis í þýsku úrvalsdeildinni og sviptingar urðu á toppi deildarinnar. Leverkusen náði sigri gegn Wolfsburg og fer upp í efsta sætið, Stuttgart vann öruggan sigur gegn Union Berlin og kemur sér í annað sætið. Fótbolti 21. október 2023 15:28
Goðsögnin Bobby Charlton látinn Heimsmeistarinn og fótboltagoðsögnin Sir Bobby Charlton lést í morgun, laugardag, 86 ára gamall. Enski boltinn 21. október 2023 15:06
Diljá Zomers orðin markahæst í Belgíu Diljá Ýr Zomers, íslensk landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður OH Leuven í Belgíu er orðin markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar þar í landi eftir að hafa skorað tvö mörk í 8-1 sigri liðsins gegn Charleroi. Fótbolti 21. október 2023 13:49
Salah skoraði tvö gegn tíu bláklæddum í nágrannaslag Liverpool sigraði Everton, 2-0, í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Mohamed Salah skoraði bæði mörk Rauða hersins. Enski boltinn 21. október 2023 13:30
Rodri snúinn aftur | Bæði lið gera markvarðabreytingar Pep Guardiola og Roberto de Zerbi hafa tilkynnt byrjunarlið sín fyrir slag Manchester City gegn Brighton í 9. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 21. október 2023 13:18
Fjórar breytingar á Liverpool liðinu | Engar hjá Everton Byrjunarlið Liverpool og Everton hafa verið gerð opinber fyrir leik liðanna í 9. umferð ensku úrvalsdeildinnar. Jurgen Klopp gerir fjórar breytingar frá 2-2 jafnteflinu gegn Brighton í síðustu umferð, Sean Dyche gerir engar breytingar á Everton liðinu frá 3-0 sigrinum gegn Bournemouth í síðustu umferð. Enski boltinn 21. október 2023 11:03
Dusan Brkovic skrifaði undir eins árs samning við FH FH hefur tilkynnt um félagsskipti Dusan Brkovic frá KA. Miðvörðurinn skrifar undir eins árs samning við fimleikafélagið. Íslenski boltinn 21. október 2023 10:31
Gomez dæmdur í tveggja ára bann fyrir lyfjamisnotkun Argentínski landsliðsmaðurinn og leikmaður AC Monza í ítölsku úrvalsdeildinni, Papu Gómez, hefur verið dæmdur í tveggja ára bann frá knattspyrnuiðkun af FIFA vegna misnotkunar á astmalyfjum. Fótbolti 21. október 2023 10:01
Þarf að hugsa extra vel um mig og þá er þetta bærilegt Sævar Atli Magnússon ætlar að harka í gegnum meiðsli sín fram til áramóta en hann er að glíma við kviðslit. Hann nýtur sín vel í Íslendinganýlendunni í Lyngby í Danmörku. Fótbolti 21. október 2023 09:30
Nennir ekki að segjast vera hættur fyrr en það er staðfest Knattspyrnumaðurinn Óskar Örn Hauksson er mættur í þjálfarateymi Íslands- og bikarmeistara Víkings en er þó ekki viss um að skórnir séu farnir upp í hillu. Íslenski boltinn 21. október 2023 08:01
Félix má fara til Barcelona fyrir rúma tíu milljarða Atlético Madríd er tilbúið að selja portúgalska framherjann João Félix til Spánarmeistara Barcelona fyrir 70 til 80 milljónir evra eða rúmlega 10 milljarða íslenskra króna. Fótbolti 20. október 2023 22:45
Guðlaugur Victor skoraði í stóru tapi Belgíska knattspyrnufélagið Eupen tapaði 4-1 á útivelli gegn Royale Union í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá gestunum og skoraði eina mark þeirra. Fótbolti 20. október 2023 21:31
Freyja Karín framlengir í Laugardalnum Freyja Karín Þorvarðardóttir hefur framlengt samning sinn við Þrótt Reykjavík og mun því spila með liðinu í Bestu deild kvenna næstu tvö árin. Íslenski boltinn 20. október 2023 20:16
Andri Rúnar snýr heim Framherjinn Andri Rúnar Bjarnason mun spila með Vestra í Bestu deild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð. Þessu greindi félagið frá í kvöld. Íslenski boltinn 20. október 2023 18:56
Hans Viktor í KA Miðvörðurinn Hans Viktor Guðmundsson er genginn í raðir KA og mun spila með liðinu í Bestu deild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð. Samningur hans á Akureyri gildir til 2025. Íslenski boltinn 20. október 2023 17:21
Robertson undir hnífinn og verður lengi frá Skotinn Andrew Robertson, vinstri bakvörður Liverpool á Englandi, þarf að fara í aðgerð á öxl og verður frá í um þrjá mánuði. Þetta staðfesti Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool á blaðamannafundi í dag. Enski boltinn 20. október 2023 16:01
„Havertz hefur ekkert gert og er í vandræðum“ Arsenal gerði mistök með því að kaupa Kai Havertz frá Chelsea í sumar. Þetta segir fyrrverandi leikmaður Skyttanna. Enski boltinn 20. október 2023 14:30
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti