Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2024 11:33 Erik ten Hag vann titil bæði tímabil sín hjá Manchester United, deildabikar og bikar, en gengið í ensku úrvalsdeildinni og Evrópukeppni var langt undir væntingum. Getty/Eddie Keogh Erik ten Hag var rekinn sem knattspyrnustjóri Manchester United á mánudagsmorgun. Hann fær veglegan starfslokasamning en er engu að síður í öngum sínum. Portúgalinn Ruben Amorim verður brátt kynntur sem nýr stjóri United og stýra liðinu í fyrsta sinn þegar það mætir Ipswich 24. nóvember, eftir landsleikjahléið, samkvæmt Fabrizio Romano og fleiri virtum blaðamönnum. Ruud van Nistelrooy, sem var aðstoðarmaður Ten Hag, stýrir United í leikjunum þremur fram að því eftir að hafa stýrt liðinu í 5-2 sigri gegn Leicester í deildabikarleik á miðvikudag. Ten Hag, sem tók við United sumarið 2022 eftir að hafa stýrt Ajax í fjögur ár, er hins vegar orðinn atvinnulaus og þessi 54 ára Hollendingur er sagður niðurbrotinn maður. Það fullyrðir að minnsta kosti Hans Kraay Jr., fyrrverandi liðsfélagi Ten Hag og fjölmiðlamaður. „Mér skilst að hann fái sautján milljónir evra [rúmlega 2,5 milljarða króna] og þá heldur fólk að hann hafi hoppað hæð sína af gleði í Manchester. Nei, hann er gjörsamlega, algjörlega í öngum sínum. Hann er alveg niðurbrotinn,“ sagði Kraay Jr. samkvæmt hollenska miðlinum Soccernews. „Á svona augnabliki þá er maður ekkert að hugsa um peninga,“ bætti hann við. Flaug strax heim til Hollands Daily Mail segir að Ten Hag hafi flogið með einkavél frá Manchester heim til Hollands, eftir brottreksturinn, og að foreldrar hans hafi heimsótt hann til Oldenzaal. Nistelrooy kvaðst fyrr í vikunni hafa verið í sambandi við Ten Hag: „Ég hitti hann á mánudaginn og talaði við hann fyrir leikinn,“ sagði Nistelrooy þegar hann ræddi við fjölmiðla í kringum leikinn við Leicester á miðvikudag. Nistelrooy sagði líkt og Krayy Jr. að Ten Hag væri afar svekktur enda væri honum annt um félagið. Næsti leikur United er við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Enski boltinn Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Portúgalinn Ruben Amorim verður brátt kynntur sem nýr stjóri United og stýra liðinu í fyrsta sinn þegar það mætir Ipswich 24. nóvember, eftir landsleikjahléið, samkvæmt Fabrizio Romano og fleiri virtum blaðamönnum. Ruud van Nistelrooy, sem var aðstoðarmaður Ten Hag, stýrir United í leikjunum þremur fram að því eftir að hafa stýrt liðinu í 5-2 sigri gegn Leicester í deildabikarleik á miðvikudag. Ten Hag, sem tók við United sumarið 2022 eftir að hafa stýrt Ajax í fjögur ár, er hins vegar orðinn atvinnulaus og þessi 54 ára Hollendingur er sagður niðurbrotinn maður. Það fullyrðir að minnsta kosti Hans Kraay Jr., fyrrverandi liðsfélagi Ten Hag og fjölmiðlamaður. „Mér skilst að hann fái sautján milljónir evra [rúmlega 2,5 milljarða króna] og þá heldur fólk að hann hafi hoppað hæð sína af gleði í Manchester. Nei, hann er gjörsamlega, algjörlega í öngum sínum. Hann er alveg niðurbrotinn,“ sagði Kraay Jr. samkvæmt hollenska miðlinum Soccernews. „Á svona augnabliki þá er maður ekkert að hugsa um peninga,“ bætti hann við. Flaug strax heim til Hollands Daily Mail segir að Ten Hag hafi flogið með einkavél frá Manchester heim til Hollands, eftir brottreksturinn, og að foreldrar hans hafi heimsótt hann til Oldenzaal. Nistelrooy kvaðst fyrr í vikunni hafa verið í sambandi við Ten Hag: „Ég hitti hann á mánudaginn og talaði við hann fyrir leikinn,“ sagði Nistelrooy þegar hann ræddi við fjölmiðla í kringum leikinn við Leicester á miðvikudag. Nistelrooy sagði líkt og Krayy Jr. að Ten Hag væri afar svekktur enda væri honum annt um félagið. Næsti leikur United er við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.
Enski boltinn Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira