Benfica staðfestir að Núñez sé á leið til Liverpool Portúgalska knattspyrnuliðið Benfica hefur nú staðfest að úrúgvæski framherjinn Darwin Núñez sé á leið til Liverpool. Mun enska félagið greiða 64 milljónir punda fyrir leikmanninn en kaupverðið gæti á endanum numið 85 milljónum punda. Enski boltinn 13. júní 2022 08:30
Spáir því að Man City sé að fá tvær stórstjörnur Emi Martinez, markvörður Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta sem og Argentínu, hefur mikla trú á samlanda sínum Julián Alvarez. Sá mun ganga í raðir Englandsmeistara Manchester City. Enski boltinn 13. júní 2022 07:10
Bowen á óskalistanum hjá Arteta Arsenal hefur samkvæmt enskum fjölmiðlum kannað hvort möguleiki sé á kaupum á enska landsliðsframherjanum Jarrod Bowen, sem lék frábærlega með West Ham United á síðustu leiktíð. Fótbolti 12. júní 2022 22:31
Fullyrðir að Liverpool hafi náð samkomulagi við Nunez Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano fullyrðir að Liverpool hafi náð samkomulagi við úrúgvæska framherjann Darwin Nunez. Enski boltinn 12. júní 2022 14:01
Man.Utd fylgist grannt með stöðu mála hjá Lewandowski Forráðamenn Manchester United eru startholunum að gera tilboð í Robert Lewandowski takist Börsungum ekki að klófesta pólska framherjann. Fótbolti 12. júní 2022 07:01
Segja að Barcelona hafi hafnað tilboði United í De Jong Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United hafa átt í samtali við Barcelona um möguleg kaup félagsins á miðjumanninum Frenkie de Jong. Enski boltinn 11. júní 2022 11:01
Gylfi Þór ekki lengur leikmaður Everton Samningur Gylfa Þórs Sigurðssonar við enska knattspyrnufélagið Everton er runninn út. Hann hefur ekki spilað fyrir liðið síðan á þar síðustu leiktíð en leikmaðurinn var handtekinn síðasta sumar vegna meints brots gegn ólögráða stúlku. Enski boltinn 10. júní 2022 14:15
Stefndu á að þrefalda áhorfið en tókst að fjórfalda það á einu ári Áhorf á úrvalsdeild kvenna í fótbolta á Englandi fjórfaldaðist á tímabilinu sem var að líða. Er deildin gerði nýjan sjónvarpssamning á síðasta ári var stefnt að því að þrefalda áhorf en það virðist ganga framar vonum. Enski boltinn 10. júní 2022 14:00
Chelsea fær Evrópumeistara Kadeisha Buchanan hefur skrifað undir þriggja ára samning við Englandsmeistara Chelsea. Hún kemur frá Frakklands- og Evrópumeisturum Lyon. Enski boltinn 10. júní 2022 12:30
Salah og Kerr best | Son ekki í liði ársins Leikmannasamtök Englands, PFA, völdu Mohamed Salah, leikmann Liverpool, og Sam Kerr, leikmann Chelsea, sem bestu leikmenn tímabilsins 2021/2022 á Englandi. Manchester City átti bestu ungu leikmennina og þá vakti athygli að Son Heung-Min var ekki í liði ársins. Enski boltinn 10. júní 2022 10:30
Salah og Kerr þóttu standa upp úr Samtök atvinnufóboltafólks, PFA, kunngjörðu í kvöld hvaða leikmenn urðu hlutskarpastir í kosningu um leikmann ársins á nýloknu keppnistímabili í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla og kvenna. Fótbolti 9. júní 2022 20:14
Chelsea búið að sækja fyrsta leikmanninn eftir breytingu á eignarhaldi félagsins Ève Périsset varð fyrsti leikmaðurinn til að semja við Chelsea eftir að salan á félaginu gekk í gegn. Kemur hún á frjálsri sölu frá Bordeaux í Frakklandi. Enski boltinn 9. júní 2022 17:01
Biðst afsökunar á að hafa beitt táragasi á stuðningsmenn Liverpool Lögreglustjóri Parísar hefur beðist afsökunar á að táragasi hafi verið beitt á stuðningsfólk Liverpool fyrir leik liðsins gegn Real Madríd í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leiknum lauk með 1-0 sigri Real. Fótbolti 9. júní 2022 14:31
Liverpool nær samkomulagi við Núñez Liverpool hefur samið við úrúgvæska framherjann Darwin Núñez um kaup og kjör og aðeins samkomulag um kaupverð stendur í vegi fyrir vistaskiptum hans frá Benfica í Portúgal til ensku bikarmeistaranna. Fótbolti 9. júní 2022 13:51
Segja Man Utd búið að bjóða í De Jong Spænski fjölmiðillinn Marca fullyrðir að Manchester United sé búið að bjóða í Frenkie de Jong, hollenskan miðjumann Barcelona. Talið er að tilboðið hljómi upp á 80 milljónir evra ef allar bónusgreiðslur eru teknar með. Enski boltinn 9. júní 2022 13:31
Fjalla um mál Gylfa Þórs: Segja fartölvuna hafa verið tekna af honum Á vef The Athletic er fjallað um ónefndan knattspyrnumann ensku úrvalsdeildarinnar sem er undir rannsókn vegna brots gegn ólögráða stúlku. Leikmaðurinn sem um er ræðir er Gylfi Þór Sigurðsson. Fótbolti 9. júní 2022 09:08
Van Gaal varar leikmann Ajax við því að fara til Man Utd Louis van Gaal, þjálfari hollenska landsliðsins og fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United hefur varað Jurrien Timber, leikman Ajax, við því að fara til enska liðsins. Enski boltinn 9. júní 2022 08:31
Cancelo bjargaði einhverfu barni Portúgalski bakvörðurinn í liði Manchester City, Joao Cancelo, bjargaði 10 ára einhverfum strák frá því verða undir hóp stuðningsmanna á Etihad vellinum. Enski boltinn 8. júní 2022 23:31
Verður dýrasti leikmaður í sögu Liverpool Darwin Núñez, leikmaður Benfica, er ansi eftirsóttur en Liverpool, Manchester United og Newcastle eru öll sögð komin í kaupstríð um undirskrift úrúgvæska framherjans. Fótbolti 8. júní 2022 18:00
Liverpool hafnar „hlægilegu“ öðru tilboði Bayern Liverpool hefur hafnað öðru tilboði Þýskalandsmeistara Bayern München í Senegalann Sadio Mané. Enska liðið vill fá töluvert meira fyrir leikmanninn og greina breskir fjölmiðlar frá því að forráðamönnum Liverpool hafi þótt tilboðið „hlægilegt“. Fótbolti 8. júní 2022 14:30
Í fjögurra ára bann fyrir höggið eftir sigur City Stuðningsmaður Manchester City, sem fagnaði Englandsmeistaratitlinum í maí með því að veitast að Robin Olsen, markverði Aston Villa, var sektaður og úrskurðaður í fjögurra ára bann frá fótboltaleikjum. Enski boltinn 8. júní 2022 12:30
Meistararnir með augastað á Bukayo Saka Orðrómar þess efnis að Englandsmeistarar Manchester City ætli sér að festa kaup á enska vængmanninum Bukayo Saka verða hærri og hærri með hverjum deginum. Enski boltinn 7. júní 2022 14:31
Kynþáttahatrið sé nú enn eitt atriðið sem þurfi að komast yfir Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að kynþáttahatur í garð hörunddökkra leikmanna liðsins eftir tapið í vítaspyrnukeppni fyrir Ítalíu í úrslitum Evrópumótsins síðasta sumar gæti haft áhrif á val á spyrnumönnum. Enski boltinn 7. júní 2022 13:30
Southampton og Man United í sérflokki þegar kom að því að spila táningum Á síðustu leiktíð var Southampton eina félag ensku úrvalsdeildarinnar sem spilaði leikmönnum yngri en tvítugt í samtals meira en 2000 mínútur. Á sama tíma fengu engir leikmenn undir tvítugt tækifæri hjá Chelsea, Burnley, Leicester City og Newcastle United. Enski boltinn 7. júní 2022 08:30
Áhorfendamet slegið í ensku úrvalsdeildinni 73 ára gamalt áhorfendamet var slegið á tímabilinu sem leið á Englandi en aldrei hafa jafn margir mætt á vellina þar í landi. Enski boltinn 6. júní 2022 20:00
Man City og Liverpool berjast um miðjumann Leeds Það virðist sem tvö bestu lið Englands séu á höttunum á eftir enska landsliðsmanninum Kalvin Phillips sem leikur með Leeds United. Enski boltinn 6. júní 2022 16:31
Völlurinn í tætlum eftir innbrot Plymouth Argyle lenti í miður skemmtilegu atviki um helgina en brotist var inn á leikvang þess og gras vallarins tætt sundur og saman. Enski boltinn 6. júní 2022 08:30
Ótrúleg eyðsla Roman: Chelsea, dæmalausar veislur og teiti með rússnesku ríkisstjórninni Roman Abaramovich, fyrrverandi eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea, er einstaklega auðugur maður. Honum leiðist ekki að eyða peningum sínum og spurning er hvað hann geri fyrst henn getur ekki dælt peningum í Chelsea lengur. Mögulega býður hann til veislu. Fótbolti 6. júní 2022 07:31
Man Utd að blanda sér í baráttuna um Eriksen Christian Eriksen er einn af eftirsóttari leikmönnum Evrópu í sumar en hann er laus allra mála hjá Brentford. Fótbolti 5. júní 2022 13:24
Robin Olsen til Aston Villa Aston Villa hefur tryggt sér þjónustu sænska landsliðsmarkvarðarins Robin Olson en hann kemur til liðsins frá Roma. Hann var á láni hjá liðinu frá áramótum. Fótbolti 4. júní 2022 14:15