Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Bowen á óskalistanum hjá Arteta

    Arsenal hefur samkvæmt enskum fjölmiðlum kannað hvort möguleiki sé á kaupum á enska landsliðsframherjanum Jarrod Bowen, sem lék frábærlega með West Ham United á síðustu leiktíð. 

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Gylfi Þór ekki lengur leik­maður E­ver­ton

    Samningur Gylfa Þórs Sigurðssonar við enska knattspyrnufélagið Everton er runninn út. Hann hefur ekki spilað fyrir liðið síðan á þar síðustu leiktíð en leikmaðurinn var handtekinn síðasta sumar vegna meints brots gegn ólögráða stúlku.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Salah og Kerr best | Son ekki í liði ársins

    Leikmannasamtök Englands, PFA, völdu Mohamed Salah, leikmann Liverpool, og Sam Kerr, leikmann Chelsea, sem bestu leikmenn tímabilsins 2021/2022 á Englandi. Manchester City átti bestu ungu leikmennina og þá vakti athygli að Son Heung-Min var ekki í liði ársins.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Salah og Kerr þóttu standa upp úr

    Samtök atvinnufóboltafólks, PFA, kunngjörðu í kvöld hvaða leikmenn urðu hlutskarpastir í kosningu um leikmann ársins á nýloknu keppnistímabili í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla og kvenna. 

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Liverpool nær samkomulagi við Núñez

    Liverpool hefur samið við úrúgvæska framherjann Darwin Núñez um kaup og kjör og aðeins samkomulag um kaupverð stendur í vegi fyrir vistaskiptum hans frá Benfica í Portúgal til ensku bikarmeistaranna.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Segja Man Utd búið að bjóða í De Jong

    Spænski fjölmiðillinn Marca fullyrðir að Manchester United sé búið að bjóða í Frenkie de Jong, hollenskan miðjumann Barcelona. Talið er að tilboðið hljómi upp á 80 milljónir evra ef allar bónusgreiðslur eru teknar með.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Liverpool hafnar „hlægilegu“ öðru tilboði Bayern

    Liverpool hefur hafnað öðru tilboði Þýskalandsmeistara Bayern München í Senegalann Sadio Mané. Enska liðið vill fá töluvert meira fyrir leikmanninn og greina breskir fjölmiðlar frá því að forráðamönnum Liverpool hafi þótt tilboðið „hlægilegt“.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Robin Olsen til Aston Villa

    Aston Villa hefur tryggt sér þjónustu sænska landsliðsmarkvarðarins Robin Olson en hann kemur til liðsins frá Roma. Hann var á láni hjá liðinu frá áramótum.

    Fótbolti