Enski boltinn

Guar­diola á eftir að á­­kveða hver muni fá fyrir­­liða­bandið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola á hliðarlínunni hjá Manchester City í æfingaferðinni í Japan.
Pep Guardiola á hliðarlínunni hjá Manchester City í æfingaferðinni í Japan. Getty/Masashi Hara

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er að missa fyrirliða sinn og ekki í fyrsta sinn. Hann segist ekki vera búinn að ákveða það hver taki við fyrirliðabandinu.

Ilkay Gündogan var fyrirliði City liðsins á síðustu leiktíð og var þá sá fyrsti í sögu félagsins til að taka við öllum þremur stóru bikurunum. Liðið vann ensku deildina, enska bikarinn og Meistaradeildina.

Eftir tímabilið þá ákvað Gündogan að yfirgefa Manchester borg og semja frekar við Barcelona.

„Þegar við komum aftur til Manchester og við vitum hvernig leikmannahópurinn mun líta endanlega út þá munum við velja nýjan fyrirliða,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundi í æfingaferðinni í Japan.

„Ég vil tala við gömlu fyrirliðana og þeir munu hjálpa mér að komast að niðurstöðu,“ sagði Guardiola.

Þrír voru varafyrirliðar hjá Manchester City á síðustu leiktíð en það voru Kevin De Bruyne, Kyle Walker og Rúben Dias.

Fernandinho var fyrirliði City tímabilið á undan en hann ákvað að fara heim til Barcelona sumarið 2022 og semja við Athletico Paranaense.

Þetta verður því annað í röð sem Guardiola þarf að finna nýjan fyrirliða.

Fernandinho hafði tekið við fyrirliðastöðunni af David Silva þegar Silva hætti hjá City haustið 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×