Háttsettur maður innan ensku úrvalsdeildarinnar ásakaður um að nauðga táningsstelpu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júlí 2023 14:15 Um er að ræða tvö atvik, annað sem gerðist á tíunda áratug síðustu aldar. Getty Images Lögreglan í Bretlandi yfirheyrði nýverið háttsettan mann innan ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu vegna ásakana um að hann hefði nauðgað stelpu sem var þá aðeins 15 ára gömul. Þetta kemur fram í frétt í frétt Daniel Taylor á The Athletic en þar segir að sami maður sé þegar undir rannsókn vegna máls frá tíunda áratug síðustu aldar. Það mál komst í fréttirnar fyrr í sumar og greindi Vísir frá. Þá var talið að um knattspyrnustjóra innan ensku úrvalsdeildarinnar væri að ræða en nú hefur komið í ljós að um háttsettan aðila er að ræða sem starfar fyrir félag í deildinni eða þá deildina sjálfa. Fyrra málið er nýlegra og mætti maðurinn sjálfviljugur til lögreglu ásamt lögfræðingi sínum til að gefa vitnisburð þann 12. júní síðastliðinn. Hann var yfirheyrður en ekki handtekinn. Aldur þeirrar konu hefur ekki verið gefinn upp og kemur hvergi fram í yfirlýsingu frá lögreglunni í Lundúnum. The Athletic hefur margoft spurst fyrir og aðeins fengið þær upplýsingar að konan hafi verið táningur þegar atvikið átti sér stað. Síðara málið snýr að atviki sem átti sér stað á heimili mannsins á tíunda áratug síðustu aldar, þegar konan var aðeins 15 ára gömul. Vegna lagalegra ákvæða er ekkert hægt að aðhafast í málinu þar sem það er fyrnt. Maðurinn var því ekki handtekinn. New details: leading figure in English football Two historical rape allegations Both teenagers, one aged 15 One case ongoing Suspect interviewed by police Second complaint, in law, 'too late' Alleged offender working as normal https://t.co/YJe2a2mmfg— Daniel Taylor (@DTathletic) July 24, 2023 The Athletic greinir frá því að það viti hver maðurinn er en vegna regluverks Bretlandseyja má fjölmiðillinn ekki greina frá því hver hann er. Vitað er að maðurinn er enn í starfi innan ensku úrvalsdeildarinnar. Aldur fyrri konunnar skiptir máli þar sem enska knattspyrnusambandið gæti þá ákvarðað að hann sé möguleg ógn við börn á ákveðnum aldri og þar af gæti sambandið vikið honum úr starfi. Talsmaður sambandsins sagði í viðtali við The Athletic að sambandið rannsaki öll mál er varða mögulega ógn við velferð barna sem og fullorðinna. Sömuleiðis sé sambandið með hin ýmsu regluverk til að tryggja öryggi fólks. Að því sögðu þá neitar sambandið að tjá sig um einstaka mál. Fótbolti Enski boltinn Kynferðisofbeldi Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt í frétt Daniel Taylor á The Athletic en þar segir að sami maður sé þegar undir rannsókn vegna máls frá tíunda áratug síðustu aldar. Það mál komst í fréttirnar fyrr í sumar og greindi Vísir frá. Þá var talið að um knattspyrnustjóra innan ensku úrvalsdeildarinnar væri að ræða en nú hefur komið í ljós að um háttsettan aðila er að ræða sem starfar fyrir félag í deildinni eða þá deildina sjálfa. Fyrra málið er nýlegra og mætti maðurinn sjálfviljugur til lögreglu ásamt lögfræðingi sínum til að gefa vitnisburð þann 12. júní síðastliðinn. Hann var yfirheyrður en ekki handtekinn. Aldur þeirrar konu hefur ekki verið gefinn upp og kemur hvergi fram í yfirlýsingu frá lögreglunni í Lundúnum. The Athletic hefur margoft spurst fyrir og aðeins fengið þær upplýsingar að konan hafi verið táningur þegar atvikið átti sér stað. Síðara málið snýr að atviki sem átti sér stað á heimili mannsins á tíunda áratug síðustu aldar, þegar konan var aðeins 15 ára gömul. Vegna lagalegra ákvæða er ekkert hægt að aðhafast í málinu þar sem það er fyrnt. Maðurinn var því ekki handtekinn. New details: leading figure in English football Two historical rape allegations Both teenagers, one aged 15 One case ongoing Suspect interviewed by police Second complaint, in law, 'too late' Alleged offender working as normal https://t.co/YJe2a2mmfg— Daniel Taylor (@DTathletic) July 24, 2023 The Athletic greinir frá því að það viti hver maðurinn er en vegna regluverks Bretlandseyja má fjölmiðillinn ekki greina frá því hver hann er. Vitað er að maðurinn er enn í starfi innan ensku úrvalsdeildarinnar. Aldur fyrri konunnar skiptir máli þar sem enska knattspyrnusambandið gæti þá ákvarðað að hann sé möguleg ógn við börn á ákveðnum aldri og þar af gæti sambandið vikið honum úr starfi. Talsmaður sambandsins sagði í viðtali við The Athletic að sambandið rannsaki öll mál er varða mögulega ógn við velferð barna sem og fullorðinna. Sömuleiðis sé sambandið með hin ýmsu regluverk til að tryggja öryggi fólks. Að því sögðu þá neitar sambandið að tjá sig um einstaka mál.
Fótbolti Enski boltinn Kynferðisofbeldi Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum Sjá meira