Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Vill skiptastjóra WOW úr starfi

Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, hefur gert kröfu til Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sveini Andra Sveinssyni verði vikið frá störfum sem skiptastjóra þrotabús flugfélagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sáttamiðlun notuð í of litlum mæli hér á landi

Dagný Rut Haraldsdóttir sáttamiðlari segir sáttamiðlun ódýrari kost en að mál veltist um í dómskerfinu. Úrræðið mætti nýta í mun fleiri málum. Á málþingi um sáttamiðlun í dag verður meðal annars fjallað um reynslu Skota.

Innlent
Fréttamynd

Telur dóm Landsréttar brot á jafnræðisreglu

Landsréttur breytti dómi fyrir kennitölusvindl úr skilorði í fjögurra mánaða fangelsi. Verjandi segir dóminn í hróplegu ósamræmi við sambærileg mál og telur markmið með áfrýjun að bera í bætifláka fyrir óhóflegt gæsluvarðhal

Innlent
Fréttamynd

Héraðsdómur hafnaði miskabótakröfu Annþórs

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag 64 milljón króna miskabótakröfu sem Annþór Kristján Karlsson krafðist þess að fá greidda úr ríkissjóði. Annþór taldi sig eiga rétt á bótunum vegna eins og hálfs árs vistar á öryggisgangi á Litla hrauni.

Innlent
Fréttamynd

Flugmannsdóttir stefnir líka Arngrími

Lögmaður dóttur Grants Wagstaff sem fórst í flugslysi í Barkárdal sumarið 2015 segir andlát hans mega rekja til stórfellds gáleysis flugmannsins Arngríms Jóhannssonar. Krefst dóttirin 12 milljóna króna miskabóta frá Arngrími og tryggingafélagi hans, Sjóvá.

Innlent
Fréttamynd

Dómur mildaður yfir Sigurði í Skáksambandsmálinu

Landsréttur mildaði í dag refsingu Sigurðar Ragnars Kristinssonar vegna aðildar hans að Skáksambandsmálinu svokallaða. Sigurður var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar en Landsréttur stytti refsinguna í þrjú og hálft ár.

Innlent