Háseti rekinn fyrir Instagram-færslu og fær ekki bætur Árni Sæberg skrifar 30. júní 2021 14:16 Myndskeiðið sem varð hásetanum að falli var tekið á varðskipinu Þór. Vísir/Vilhelm Háseti sem sagt var upp störfum hjá Landhelgisgæslunni fór fram á rúmlega sex milljónir króna í bætur vegna uppsagnar sem hann taldi ólögmæta. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið af öllum kröfum mannsins í gær. Hásetinn taldi að áminning sem hann fékk árið 2018 vegna ítrekaðra brota í starfi hafi ekki átt rétt á sér. Honum var gefið að sök að hafa mætt ölvaður og of seint á brúarvakt í varðskipinu Tý um mitt ár 2017 og að hafa sýnt yfirmanni ógnandi og ofbeldisfulla hegðun á árshátíð Landhelgisgæslunnar í byrjun árs 2018. Héraðsdómur féllst á það með hásetanum að ekki hafi mátt veita honum áminningu vegna atviksins þegar hann var sakaður um að mæta fullur á vakt enda var ekki sannað að hann hafi verið ölvaður. Hins vegar segir í dómi héraðsdóms að hásetinn hafi unnið sér inn fyrir áminningu á árshátíðinni með því að ógna yfirmanni sínum. Litið var til þess að hásetinn gekkst við hegðuninni í bréfi sem hann ritaði Landhelgisgæslunni til að andmæla áminningunni. Rekinn fyrir Instagram-færslu Þegar hásetanum var tilkynnt um fyrirhugaða uppsögn með bréfi í febrúar 2019 var honum gefið að sök að hafa tekið efni af öryggismyndavélum Landhelgisgæslunnar og birt opinberlega á Instagram-reikningi sínum í janúar 2019. Hásetinn bar fyrir sig að ekki mætti segja honum upp fyrir það enda sé það ekki sambærilegt brot og þau sem hann fékk áminningu fyrir. Þá vísar hásetinn til þess að umrætt myndskeið sé nokkurra ára gamalt og tekið af öryggismyndavélum löngu áður en það birtist hjá honum. Aðrir starfsmenn hafi birt myndskeiðið á samfélagsmiðlum án þess að fundið hefði verið að því. Ríkið vísar til þess að þessari birtingu myndskeiðsins sé bersýnilega ætlað að kasta rýrð á störf Landhelgisgæslunnar. Sú hegðun stefnanda að birta myndbandið hafi verið ósæmileg, óhæfileg og ósamrýmanleg starfi hans hjá Landhelgisgæslunni. Héraðsdómur telur að hásetinn hafi brotið gegn reglum Landhelgisgæslunnar með birtingu myndskeiðsins. Þar sem honum hafði áður verið veitt réttmæt áminning væri birtingin brottrekstrarsök. Dómsmál Landhelgisgæslan Samfélagsmiðlar Vinnumarkaður Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Hásetinn taldi að áminning sem hann fékk árið 2018 vegna ítrekaðra brota í starfi hafi ekki átt rétt á sér. Honum var gefið að sök að hafa mætt ölvaður og of seint á brúarvakt í varðskipinu Tý um mitt ár 2017 og að hafa sýnt yfirmanni ógnandi og ofbeldisfulla hegðun á árshátíð Landhelgisgæslunnar í byrjun árs 2018. Héraðsdómur féllst á það með hásetanum að ekki hafi mátt veita honum áminningu vegna atviksins þegar hann var sakaður um að mæta fullur á vakt enda var ekki sannað að hann hafi verið ölvaður. Hins vegar segir í dómi héraðsdóms að hásetinn hafi unnið sér inn fyrir áminningu á árshátíðinni með því að ógna yfirmanni sínum. Litið var til þess að hásetinn gekkst við hegðuninni í bréfi sem hann ritaði Landhelgisgæslunni til að andmæla áminningunni. Rekinn fyrir Instagram-færslu Þegar hásetanum var tilkynnt um fyrirhugaða uppsögn með bréfi í febrúar 2019 var honum gefið að sök að hafa tekið efni af öryggismyndavélum Landhelgisgæslunnar og birt opinberlega á Instagram-reikningi sínum í janúar 2019. Hásetinn bar fyrir sig að ekki mætti segja honum upp fyrir það enda sé það ekki sambærilegt brot og þau sem hann fékk áminningu fyrir. Þá vísar hásetinn til þess að umrætt myndskeið sé nokkurra ára gamalt og tekið af öryggismyndavélum löngu áður en það birtist hjá honum. Aðrir starfsmenn hafi birt myndskeiðið á samfélagsmiðlum án þess að fundið hefði verið að því. Ríkið vísar til þess að þessari birtingu myndskeiðsins sé bersýnilega ætlað að kasta rýrð á störf Landhelgisgæslunnar. Sú hegðun stefnanda að birta myndbandið hafi verið ósæmileg, óhæfileg og ósamrýmanleg starfi hans hjá Landhelgisgæslunni. Héraðsdómur telur að hásetinn hafi brotið gegn reglum Landhelgisgæslunnar með birtingu myndskeiðsins. Þar sem honum hafði áður verið veitt réttmæt áminning væri birtingin brottrekstrarsök.
Dómsmál Landhelgisgæslan Samfélagsmiðlar Vinnumarkaður Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira