Ekki nóg að nágranni sé leiðinlegur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. júlí 2021 20:01 Ung kona þarf ekki að greiða lokagreiðslu af íbúð sem hún keypti þar sem hún var metin gölluð í Hæstarétti vegna nágrannaerja. Lögmaður hjá Húseigendafélaginu segir dóminn fordæmisgefandi og á von á að fjölmargir hafi samband vegna samskonar mála. Í málinu neitaði kaupandi fasteignar að greiða eftirstöðvar kaupverðs þar sem hún taldi íbúðina haldna galla vegna nágrannaerja í húsinu en þetta er í fyrsta sinn sem Hæstiréttur dæmir fasteign gallaða vegna nágranna. Segir dóminn stórmerkilegan Nágranninn er sagður hafa hegðað sér óvenjulega, svo sem með því að færa til blómapotta í sameign og hrópa ókvæðisorðum að öðrum íbúum hússins. Þá hafði lögregla þurft að hafa afskipti af nágrannanum þegar hann veittist að seljanda og sló hann. „Þetta er stórmerkilegur dómur vegna þess að hann hefur enga hliðstæðu hér á landi. Þarna er verið að meta eistaklinginn til fjárs en ekki eiginleika eignarinnar. Mygla, raki eða eitthvað því um líkt,“ sagði Tinna Andrésdóttir, lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu. Upplýsa skal um verulegt ónæði Dómurinn fær eflaust marga til að hugsa hvar mörkin liggja? „Það er kannski ekki nóg að hann sé þannig leiðinlegur að hann heilsi þér ekki á morgnanna en ef hann er þannig að hann er farinn að valda þér verulegu ónæði og það er óeðlilegt og komið út fyrir eðlileg mörk þá á að upplýsa um það,“ sagði Tinna. Á von á fleiri sambærilegum málum Hún segir dóminn undirstrika mikilvægi upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum. „Seljandi á að upplýsa um allt sem skiptir máli við kaupin og myndi skipta kaupanda máli og það er svo kaupanda að meta það hvort þessar upplýsingar skipti hann máli,“ sagði Tinna. Seljandinn hafði tilkynnt að nágranninn hafi átt við geðræn vandamál að stríða en leyndi öðrum upplýsingum um samskipti þeirra. „Og leynir þeim upplýsingum að nágranninn hafi hlotið dóm fyrir líkamsárás gegn seljanda og eignaspjöll,“ sagði Tinna sem segir dóminn hafa fordæmisgildi. „Og við eigum von á því að fá fullt af svona málum inn á borð til okkar.“ Dómsmál Húsnæðismál Nágrannadeilur Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Í málinu neitaði kaupandi fasteignar að greiða eftirstöðvar kaupverðs þar sem hún taldi íbúðina haldna galla vegna nágrannaerja í húsinu en þetta er í fyrsta sinn sem Hæstiréttur dæmir fasteign gallaða vegna nágranna. Segir dóminn stórmerkilegan Nágranninn er sagður hafa hegðað sér óvenjulega, svo sem með því að færa til blómapotta í sameign og hrópa ókvæðisorðum að öðrum íbúum hússins. Þá hafði lögregla þurft að hafa afskipti af nágrannanum þegar hann veittist að seljanda og sló hann. „Þetta er stórmerkilegur dómur vegna þess að hann hefur enga hliðstæðu hér á landi. Þarna er verið að meta eistaklinginn til fjárs en ekki eiginleika eignarinnar. Mygla, raki eða eitthvað því um líkt,“ sagði Tinna Andrésdóttir, lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu. Upplýsa skal um verulegt ónæði Dómurinn fær eflaust marga til að hugsa hvar mörkin liggja? „Það er kannski ekki nóg að hann sé þannig leiðinlegur að hann heilsi þér ekki á morgnanna en ef hann er þannig að hann er farinn að valda þér verulegu ónæði og það er óeðlilegt og komið út fyrir eðlileg mörk þá á að upplýsa um það,“ sagði Tinna. Á von á fleiri sambærilegum málum Hún segir dóminn undirstrika mikilvægi upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum. „Seljandi á að upplýsa um allt sem skiptir máli við kaupin og myndi skipta kaupanda máli og það er svo kaupanda að meta það hvort þessar upplýsingar skipti hann máli,“ sagði Tinna. Seljandinn hafði tilkynnt að nágranninn hafi átt við geðræn vandamál að stríða en leyndi öðrum upplýsingum um samskipti þeirra. „Og leynir þeim upplýsingum að nágranninn hafi hlotið dóm fyrir líkamsárás gegn seljanda og eignaspjöll,“ sagði Tinna sem segir dóminn hafa fordæmisgildi. „Og við eigum von á því að fá fullt af svona málum inn á borð til okkar.“
Dómsmál Húsnæðismál Nágrannadeilur Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira