Dánarvottorð eiginmanns og stjúpdætra talin fölsuð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. júlí 2021 09:28 Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Vísir/Vilhelm Víetnömsk kona sem fullyrðir að eiginmaður og tvær stjúpdætur hennar hafi látist í hörmulegu slysi í Víetnam árið 2010 fær ekki dánarbætur frá tveimur íslenskum tryggingafélögum. Dánarvottorð sem framvísað var vegna málsins eru talin fölsuð. Héraðsdómur telur ekki sannað að eiginmaðurinn og stjúpdæturnar hafi látist í umræddu slysi. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur en konan, sem búsett var hér á landi í nokkur ár, krafðist þess að fá greiddar hátt í 40 milljónir frá Vátryggingafélagi Íslands og Líftryggingafélagi Íslands vegna andláts eiginmanns hennar og tveggja stjúpdætra. Fjölskyldan var búsett hér á landi á árunum 2008 til 2010 en konan sagði að slysið þar sem eiginmaður hennar og tvær stjúpdætur létust hafi átt sér stað í orlofsferð til Víetnam í árið 2010, í skipbroti þann 2. október það ár. Konan framvísaði afritum af dánarvottorðum auk staðfestingar frá yfirmanni almannaöryggis í sveitarfélaginu þar sem slysið hafi átt sér stað að lík þeirra hafi fundist þremur dögum síðar. Niðurstaðan sé að þau hafi drukknað á sjó. Við meðferð málsins hjá héraðsdómi staðfestu nokkur vitni að lík þriggja einstaklinga hafi fundist umræddan dag, án þess þó að þau hafi borið kennsl á þá. Þrír einstaklingar fundust látnir Tryggingafélögin leituðu liðsinnis embættis Ríkislögreglustjóra til þess að öðlast staðfestingu á því sem konan hélt fram að hefði gerst. Athugun Interpol á málinu leiddi í ljós að þrír óþekktir einstaklingar hefðu látist í skipbroti þann 2. október en enginn sem bæri nöfn eiginmannsins eða stjúpdætra hennar væri skráður í dánarskrá sveitarfélagsins þar sem slysið átti sér stað. Konan sagði að fjölskyldumeðlimir hennar hefðu látist við strendur Víetnam er þau voru við veiðar. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Getty/Dukas Formaður og yfirmaður dómsmála í sveitarfélaginu Hoang Chau hafi staðfest að þeir hefðu ekki gefið út og undirritað umrædd dánarvottorð. Þá fylgdi svari Interpol sýnishorn forms sem notað hafði verið í Víetnam fyrir dánarvottorð frá 1. júlí 2010, en vottorðin sem konan hafði framvísað eru ekki á því formi. Ekki sannað að einstaklingarnir þrír hafi verið þeir sem konan hélt fram Í niðurstöðu héraðsdóms segir að lögreglurannsókn hafi leitt í ljós að þau vottorð hafi ekki verið gefin út af þeim yfirvöldum í Víetnam sem þau eru sögð stafa frá. Það var staðfest af Interpol í Víetnam þann 31. ágúst 2011 og síðar, þá eftir diplómatískum leiðum með nótu frá sendiráði Víetnam í Kína, staðfesti víetnamska ríkið með formlegum hætti 30. október 2020 að formaður alþýðunefndar sveitarfélagsins Hoang Chau, Nguyen Dinh Huong, sem sagður er útgefandi vottorðanna, undirritaði þau ekki. Þannig hafi dánarvottorð sem konan framvísaði í upphafi verið, að fenginni staðfestingu víetnamska ríkisins, verið talin fölsuð og önnur vottorð sem síðar var aflað reyndust ekki gefin út af þar til bærum yfirvöldum í Víetnam. Taldi héraðsdómur að konunni hefði ekki tekist að sýna fram á að sá vátryggingaratburður sem bótakröfur hennar byggðust á hefði gerst í raun og veru, það er að eiginmaður hennar og tvær stjúpdætur hefðu í raun og veru látist í umræddu slysi. Voru tryggingarfélögin því sýknuð af öllum kröfum konunnar. Víetnam Dómsmál Tryggingar Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur en konan, sem búsett var hér á landi í nokkur ár, krafðist þess að fá greiddar hátt í 40 milljónir frá Vátryggingafélagi Íslands og Líftryggingafélagi Íslands vegna andláts eiginmanns hennar og tveggja stjúpdætra. Fjölskyldan var búsett hér á landi á árunum 2008 til 2010 en konan sagði að slysið þar sem eiginmaður hennar og tvær stjúpdætur létust hafi átt sér stað í orlofsferð til Víetnam í árið 2010, í skipbroti þann 2. október það ár. Konan framvísaði afritum af dánarvottorðum auk staðfestingar frá yfirmanni almannaöryggis í sveitarfélaginu þar sem slysið hafi átt sér stað að lík þeirra hafi fundist þremur dögum síðar. Niðurstaðan sé að þau hafi drukknað á sjó. Við meðferð málsins hjá héraðsdómi staðfestu nokkur vitni að lík þriggja einstaklinga hafi fundist umræddan dag, án þess þó að þau hafi borið kennsl á þá. Þrír einstaklingar fundust látnir Tryggingafélögin leituðu liðsinnis embættis Ríkislögreglustjóra til þess að öðlast staðfestingu á því sem konan hélt fram að hefði gerst. Athugun Interpol á málinu leiddi í ljós að þrír óþekktir einstaklingar hefðu látist í skipbroti þann 2. október en enginn sem bæri nöfn eiginmannsins eða stjúpdætra hennar væri skráður í dánarskrá sveitarfélagsins þar sem slysið átti sér stað. Konan sagði að fjölskyldumeðlimir hennar hefðu látist við strendur Víetnam er þau voru við veiðar. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Getty/Dukas Formaður og yfirmaður dómsmála í sveitarfélaginu Hoang Chau hafi staðfest að þeir hefðu ekki gefið út og undirritað umrædd dánarvottorð. Þá fylgdi svari Interpol sýnishorn forms sem notað hafði verið í Víetnam fyrir dánarvottorð frá 1. júlí 2010, en vottorðin sem konan hafði framvísað eru ekki á því formi. Ekki sannað að einstaklingarnir þrír hafi verið þeir sem konan hélt fram Í niðurstöðu héraðsdóms segir að lögreglurannsókn hafi leitt í ljós að þau vottorð hafi ekki verið gefin út af þeim yfirvöldum í Víetnam sem þau eru sögð stafa frá. Það var staðfest af Interpol í Víetnam þann 31. ágúst 2011 og síðar, þá eftir diplómatískum leiðum með nótu frá sendiráði Víetnam í Kína, staðfesti víetnamska ríkið með formlegum hætti 30. október 2020 að formaður alþýðunefndar sveitarfélagsins Hoang Chau, Nguyen Dinh Huong, sem sagður er útgefandi vottorðanna, undirritaði þau ekki. Þannig hafi dánarvottorð sem konan framvísaði í upphafi verið, að fenginni staðfestingu víetnamska ríkisins, verið talin fölsuð og önnur vottorð sem síðar var aflað reyndust ekki gefin út af þar til bærum yfirvöldum í Víetnam. Taldi héraðsdómur að konunni hefði ekki tekist að sýna fram á að sá vátryggingaratburður sem bótakröfur hennar byggðust á hefði gerst í raun og veru, það er að eiginmaður hennar og tvær stjúpdætur hefðu í raun og veru látist í umræddu slysi. Voru tryggingarfélögin því sýknuð af öllum kröfum konunnar.
Víetnam Dómsmál Tryggingar Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira