Tekinn með 27 kíló af grasi og 53 lítra af gambra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2021 13:45 Gæsluvarðhald sem Grynig sætti á meðan rannsókn málsins stóð dregst frá fangelsisvistinni. Vísir/Vilhelm Karlmaður nokkur hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Maðurinn var tekinn með mikið magn maríjúana, kannabisstangla, plöntur og tæpt kíló af amfetamíni. Þá bruggaði maðurinn sömuleiðis gambra. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness á föstudaginn. Karlmaðurinn, Dawid Grynig, var ásamt sambýliskonu sinni ákærður fyrir að hafa fimmtudaginn 8. apríl síðastliðinn í Hafnarfirði haft í vörslum sínum í sölu og dreifingarskyni rúmlega 27 kíló af maríjúana. Sömuleiðis 114 grömm af hassi, 8,7 kíló af kannabisstönglum, fimmtíu kannabisplöntur og tæplega 900 grömm af amfetamíni. Þá voru þau ákærð fyrir að hafa ræktað fyrrnefndar plöntur. Grynig játaði sök og lagði á það áherslu að hann hefði verið einn að verki. Var hann sömuleiðis ákærður fyrir að hafa á sama tíma verið tekinn með 53 lítra af gambra með 14 prósent áfengisstyrkleika, brot sem hann játaði. Lögreglan krafðist upptöku á fyrrnefndum efnum en einnig búnaði til framleiðslu. Þar má nefna 39 vatnsdælur, 18 ljós, þrjá tímarofa, tvo hitamæla, loftsíu, tvær mulningskvarnir, Samsung Galaxy S8 síma, Samsung Galaxy S20 síma, Nokia síma og 870 þúsund krónur í reiðufé. Var Grynig dæmdur í tveggja ára fangelsi og var litið til þess að ræktun hans var skipulögð og nokkuð umfangsmikil. Til málsbóta var horft til játningar hans. Þótti ekki við hæfi að skilorðsbinda refsingu að neinu leyti og vísaði dómurinn til þess hve mikið magn fíkniefnanna var. Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness á föstudaginn. Karlmaðurinn, Dawid Grynig, var ásamt sambýliskonu sinni ákærður fyrir að hafa fimmtudaginn 8. apríl síðastliðinn í Hafnarfirði haft í vörslum sínum í sölu og dreifingarskyni rúmlega 27 kíló af maríjúana. Sömuleiðis 114 grömm af hassi, 8,7 kíló af kannabisstönglum, fimmtíu kannabisplöntur og tæplega 900 grömm af amfetamíni. Þá voru þau ákærð fyrir að hafa ræktað fyrrnefndar plöntur. Grynig játaði sök og lagði á það áherslu að hann hefði verið einn að verki. Var hann sömuleiðis ákærður fyrir að hafa á sama tíma verið tekinn með 53 lítra af gambra með 14 prósent áfengisstyrkleika, brot sem hann játaði. Lögreglan krafðist upptöku á fyrrnefndum efnum en einnig búnaði til framleiðslu. Þar má nefna 39 vatnsdælur, 18 ljós, þrjá tímarofa, tvo hitamæla, loftsíu, tvær mulningskvarnir, Samsung Galaxy S8 síma, Samsung Galaxy S20 síma, Nokia síma og 870 þúsund krónur í reiðufé. Var Grynig dæmdur í tveggja ára fangelsi og var litið til þess að ræktun hans var skipulögð og nokkuð umfangsmikil. Til málsbóta var horft til játningar hans. Þótti ekki við hæfi að skilorðsbinda refsingu að neinu leyti og vísaði dómurinn til þess hve mikið magn fíkniefnanna var.
Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira