Mannréttindadómstóllinn tekur mál Nöru fyrir Árni Sæberg skrifar 21. júlí 2021 08:26 Nara Walker ásamt mótmælendum við fangelsið að Hólmsheiði rétt áður en hún hóf afplánun i febrúar. Mynd/Stöð 2 Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka mál Nöru Walker gegn Íslenska ríkinu til efnismeðferðar. Nara kærði ríkið í kjölfar þess að hún var sakfelld fyrir að bíta hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns. Nara Walker, áströlsk kona sem hlaut fangelsisdóm fyrir líkamsárás fær að leita réttar síns fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg. Fréttablaðið greindi frá þessu í morgun. Nara hlaut árið 2018 átján mánaða fangelsisdóm fyrir líkamsárás en hún hefur alltaf haldið því fram að hún hafi bitið tungu fyrrverandi eiginmanns síns í sjálfsvörn. Hún sé að auki fórnarlamb áralangs heimilisofbeldis af hálfu eiginmanns síns. Hún hafi haft ríka ástæðu til að ætla að hún væri í hættu stödd. Nara hlaut einnig dóm fyrir líkamsárás gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili þeirra hjóna sama kvöld og Nara beit eiginmann sinn. Hún afplánaði þriggja mánaða fangelsisvist en fimmtán mánuðir voru skilorðsbundnir. Segir brotið gegn banni við ómannúðlegri meðferð Kæra Nöru til MDE er í tveimur liðum, sá fyrri vegna dómsins sem hún hlaut fyrir líkamsárás og sá seinni vegna meðferðar lögreglu vegna kæru hennar gagnvart eiginmanninum fyrrverandi. Hún kærði manninn fyrir ítrekað heimilisofbeldi en lögregla felldi niður rannsókn málsins. Nara segir að með því að hafa ekki tekið sönnunargögn um heimilisofbeldi til greina við rannsókn líkamsárásarinnar, hafi ríkið brotið gegn ákvæðum mannréttindasáttmálans um bann við pyntingum og ómannúðlegri meðferð og um friðhelgi einkalífs. Hún segir einnig að jafnræðisregla sáttmálans hafi verið brotin þar sem hún hafi fengið slakari meðferð sökum kynferðis og þjóðernis. Málið vakti hörð viðbrögð á sínum tíma Nara Walker hlaut gríðarlegan stuðning þegar hún var dæmd í fangelsi. Rúmlega 41 þúsund manns skrifuðu undir undirskriftalista henni til stuðnings og biðlað var til forseta Íslands að náða hana. Þegar hún hóf afplánun á Hólmsheiði söfnuðust stuðningsmenn hennar saman til að mótmæla því að Nara hefði verið dæmd til fangelsisvistar. Skipuleggjendur mótmælanna sögðu mál Nöru endurspegla slæma stöðu þolenda ofbeldis í réttarkerfinu. Mannréttindadómstóll Evrópu Dómsmál Tengdar fréttir Laus af Hólmsheiði og berst fyrir veru sinni á Íslandi Nara Walker, áströlsk kona sem hlaut átján mánaða dóm fyrir að bíta hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, er laus úr fangelsi. 22. maí 2019 23:55 Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. 20. febrúar 2019 19:30 Hafnar „þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi“ í orðsendingu úr fangelsinu Nara Walker, áströlsk kona sem afplánar nú dóm á Íslandi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hefur sent frá sér orðsendingu í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna sem ber upp í dag. 8. mars 2019 07:50 Nara kærir ríkið til MDE Nara Walker, sem sakfelld var fyrir að bíta hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns, hefur kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu. 11. júní 2019 06:45 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Nara Walker, áströlsk kona sem hlaut fangelsisdóm fyrir líkamsárás fær að leita réttar síns fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg. Fréttablaðið greindi frá þessu í morgun. Nara hlaut árið 2018 átján mánaða fangelsisdóm fyrir líkamsárás en hún hefur alltaf haldið því fram að hún hafi bitið tungu fyrrverandi eiginmanns síns í sjálfsvörn. Hún sé að auki fórnarlamb áralangs heimilisofbeldis af hálfu eiginmanns síns. Hún hafi haft ríka ástæðu til að ætla að hún væri í hættu stödd. Nara hlaut einnig dóm fyrir líkamsárás gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili þeirra hjóna sama kvöld og Nara beit eiginmann sinn. Hún afplánaði þriggja mánaða fangelsisvist en fimmtán mánuðir voru skilorðsbundnir. Segir brotið gegn banni við ómannúðlegri meðferð Kæra Nöru til MDE er í tveimur liðum, sá fyrri vegna dómsins sem hún hlaut fyrir líkamsárás og sá seinni vegna meðferðar lögreglu vegna kæru hennar gagnvart eiginmanninum fyrrverandi. Hún kærði manninn fyrir ítrekað heimilisofbeldi en lögregla felldi niður rannsókn málsins. Nara segir að með því að hafa ekki tekið sönnunargögn um heimilisofbeldi til greina við rannsókn líkamsárásarinnar, hafi ríkið brotið gegn ákvæðum mannréttindasáttmálans um bann við pyntingum og ómannúðlegri meðferð og um friðhelgi einkalífs. Hún segir einnig að jafnræðisregla sáttmálans hafi verið brotin þar sem hún hafi fengið slakari meðferð sökum kynferðis og þjóðernis. Málið vakti hörð viðbrögð á sínum tíma Nara Walker hlaut gríðarlegan stuðning þegar hún var dæmd í fangelsi. Rúmlega 41 þúsund manns skrifuðu undir undirskriftalista henni til stuðnings og biðlað var til forseta Íslands að náða hana. Þegar hún hóf afplánun á Hólmsheiði söfnuðust stuðningsmenn hennar saman til að mótmæla því að Nara hefði verið dæmd til fangelsisvistar. Skipuleggjendur mótmælanna sögðu mál Nöru endurspegla slæma stöðu þolenda ofbeldis í réttarkerfinu.
Mannréttindadómstóll Evrópu Dómsmál Tengdar fréttir Laus af Hólmsheiði og berst fyrir veru sinni á Íslandi Nara Walker, áströlsk kona sem hlaut átján mánaða dóm fyrir að bíta hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, er laus úr fangelsi. 22. maí 2019 23:55 Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. 20. febrúar 2019 19:30 Hafnar „þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi“ í orðsendingu úr fangelsinu Nara Walker, áströlsk kona sem afplánar nú dóm á Íslandi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hefur sent frá sér orðsendingu í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna sem ber upp í dag. 8. mars 2019 07:50 Nara kærir ríkið til MDE Nara Walker, sem sakfelld var fyrir að bíta hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns, hefur kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu. 11. júní 2019 06:45 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Laus af Hólmsheiði og berst fyrir veru sinni á Íslandi Nara Walker, áströlsk kona sem hlaut átján mánaða dóm fyrir að bíta hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, er laus úr fangelsi. 22. maí 2019 23:55
Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. 20. febrúar 2019 19:30
Hafnar „þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi“ í orðsendingu úr fangelsinu Nara Walker, áströlsk kona sem afplánar nú dóm á Íslandi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hefur sent frá sér orðsendingu í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna sem ber upp í dag. 8. mars 2019 07:50
Nara kærir ríkið til MDE Nara Walker, sem sakfelld var fyrir að bíta hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns, hefur kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu. 11. júní 2019 06:45