Aldraður sjómaður lagði VÍS í héraðsdómi Árni Sæberg skrifar 6. júlí 2021 18:38 Héraðsdómur Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Vátryggingarfélag Íslands hefur verið dæmt til að greiða 71 árs sjómanni bætur úr slysatryggingu sjómanna, sem KG Fiskverkun ehf. var með hjá tryggingarfélaginu. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í málinu þann 29. júní en hann birtist á heimasíðu dómsins í dag. Sjómaðurinn fór fram á bætur vegna slyss sem hann varð fyrir í janúar 2018 þegar hann datt aftur fyrir sig í tröppum á leið niður í vélarrúm skipsins Tjaldur SH-270 til að rétta það af, en hann var yfirvélstjóri skipsins. Sjómaðurinn hlaut ýmis meiðsli, meðal annars brot í hálshrygg og opið sár á hársverði. VÍS taldi að ekki væri um slys að ræða VÍS neitaði að borga út bætur vegna slyssins þar sem félagið taldi atvikið ekki uppfylla hugtakslýsingu orðsins slys. Félagið taldi að áverkar mannsins hafi orsakast af kvilla innan líkama sjómannsins, nánar tiltekið yfirliðs vegna hjartakvilla. Til þess að óhapp teljist slys samkvæmt skilmálum VÍS og reglum vátryggingarréttar þarf það að orsakast af skyndilegum utanaðkomandi atburði. Ljóst er að yfirlið vegna hjartakvilla er ekki utanaðkomandi viðburður. Fram kom í skýrslu læknis að líklega hefði liðið yfir sjómanninn vegna hjartakvilla áður en hann datt niður stigann. Hins vegar kom ekkert slíkt fram í matsgerð sem sjómaðurinn óskaði eftir. Sjómaðurinn taldi að skilgreining VÍS á hugtakinu slys sé ólögmæt hlutlæg ábyrgðartakmörkun. Héraðsdómur féllst ekki á þá túlkun sjómannsins enda er skilgreiningin í takt við meginreglur vátryggingarréttar. VÍS vísar einnig til þess að jafnvel þó talið yrði að höfuðhöggið eitt og sér teldist til slyss þá greiðist ekki bætur úr slysatryggingunni, samkvæmt skilmálum þar sem fram komi að bætur greiðist því aðeins að slys sé bein og eina orsök þess að vátryggður deyr eða missir starfsorku sína að nokkru eða öllu leyti. Héraðsdómur segir sönnunarbyrðina hvíla alfarið á VÍS Í niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur segir að atvik að baki því að sjómaðurinn féll séu óljós. Engin vitni voru að fallinu og skipverjar hafa ekki borið fyrir dómi um ástand sjómannsins áður en hann fór í vélarrúmið til að rétta af skipið. Dómurinn segir að ráðið verði af dómaframkvæmd að líkamstjón sem verður rakið til falls á gólf eða annan hlut uppfylli að jafnaði það skilyrði að vera valdið af utanaðkomandi atburði. Sé afturá móti sýnt fram á að fallið hafi orðið vegna sjúkdóms eða innra ástands í líkama þess sem féll telst skilyrðið ekki uppfyllt, svo sem ef fall verður vegna aðsvifs eða svimakasts. Að virtum atvikum telur dómurinn að það falli í hlut VÍS að sýna fram á að fall sjómannsins sé að rekja til sjúkdóms eða annars innra ástands í líkama hans. Þar sem VÍS tókst ekki að sanna að falla sjómannsins hafi orsakast af innri kvilla var það dæmt til að greiða sjómanninum út bætur úr sjúkratryggingu sjómanna. Þá var félaginu einnig gert að greiða 1,3 milljónir króna í málskostnað sem renna í ríkissjóð enda naut sjómaðurinn gjafsóknar í málinu. Dómsmál Tryggingar Sjávarútvegur Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í málinu þann 29. júní en hann birtist á heimasíðu dómsins í dag. Sjómaðurinn fór fram á bætur vegna slyss sem hann varð fyrir í janúar 2018 þegar hann datt aftur fyrir sig í tröppum á leið niður í vélarrúm skipsins Tjaldur SH-270 til að rétta það af, en hann var yfirvélstjóri skipsins. Sjómaðurinn hlaut ýmis meiðsli, meðal annars brot í hálshrygg og opið sár á hársverði. VÍS taldi að ekki væri um slys að ræða VÍS neitaði að borga út bætur vegna slyssins þar sem félagið taldi atvikið ekki uppfylla hugtakslýsingu orðsins slys. Félagið taldi að áverkar mannsins hafi orsakast af kvilla innan líkama sjómannsins, nánar tiltekið yfirliðs vegna hjartakvilla. Til þess að óhapp teljist slys samkvæmt skilmálum VÍS og reglum vátryggingarréttar þarf það að orsakast af skyndilegum utanaðkomandi atburði. Ljóst er að yfirlið vegna hjartakvilla er ekki utanaðkomandi viðburður. Fram kom í skýrslu læknis að líklega hefði liðið yfir sjómanninn vegna hjartakvilla áður en hann datt niður stigann. Hins vegar kom ekkert slíkt fram í matsgerð sem sjómaðurinn óskaði eftir. Sjómaðurinn taldi að skilgreining VÍS á hugtakinu slys sé ólögmæt hlutlæg ábyrgðartakmörkun. Héraðsdómur féllst ekki á þá túlkun sjómannsins enda er skilgreiningin í takt við meginreglur vátryggingarréttar. VÍS vísar einnig til þess að jafnvel þó talið yrði að höfuðhöggið eitt og sér teldist til slyss þá greiðist ekki bætur úr slysatryggingunni, samkvæmt skilmálum þar sem fram komi að bætur greiðist því aðeins að slys sé bein og eina orsök þess að vátryggður deyr eða missir starfsorku sína að nokkru eða öllu leyti. Héraðsdómur segir sönnunarbyrðina hvíla alfarið á VÍS Í niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur segir að atvik að baki því að sjómaðurinn féll séu óljós. Engin vitni voru að fallinu og skipverjar hafa ekki borið fyrir dómi um ástand sjómannsins áður en hann fór í vélarrúmið til að rétta af skipið. Dómurinn segir að ráðið verði af dómaframkvæmd að líkamstjón sem verður rakið til falls á gólf eða annan hlut uppfylli að jafnaði það skilyrði að vera valdið af utanaðkomandi atburði. Sé afturá móti sýnt fram á að fallið hafi orðið vegna sjúkdóms eða innra ástands í líkama þess sem féll telst skilyrðið ekki uppfyllt, svo sem ef fall verður vegna aðsvifs eða svimakasts. Að virtum atvikum telur dómurinn að það falli í hlut VÍS að sýna fram á að fall sjómannsins sé að rekja til sjúkdóms eða annars innra ástands í líkama hans. Þar sem VÍS tókst ekki að sanna að falla sjómannsins hafi orsakast af innri kvilla var það dæmt til að greiða sjómanninum út bætur úr sjúkratryggingu sjómanna. Þá var félaginu einnig gert að greiða 1,3 milljónir króna í málskostnað sem renna í ríkissjóð enda naut sjómaðurinn gjafsóknar í málinu.
Dómsmál Tryggingar Sjávarútvegur Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira