Grunaður um manndráp en komst úr landi á nýju vegabréfi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. júlí 2021 11:51 Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/ArnarHalldórs Til stendur að gefa út evrópska handtökuskipun vegna rúmensks karlmanns sem flúði land á dögunum þrátt fyrir að vera í farbanni grunaður um manndráp. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögreglu vita hvar maðurinn er niðurkominn en talið er að hann hafi orðið sér út um nýtt vegabréf og þannig komist út landi. Daníel Eiríksson fannst illa leikinn fyrir utan heimili sitt í Kópavogi þann 2. apríl síðastliðinn. Upphaflega voru þrír rúmenskir karlmenn handteknir en tveimur var sleppt í framhaldinu. Daníel hlaut talsverða höfuðáverka en grunur leikur á að bíl hafi verið ekið á hann, eða að hann hafi dregist eftir bifreiðinni. Daginn eftir var Daníel úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. Rúmenskur karlmaður sem grunaður er um að hafa orðið Daníeli að bana flúði land á dögunum þrátt fyrir að hafa verið í farbanni til 1. september. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir hann hafi orðið sér úti um nýtt vegabréf. „Það virðist sem svo að hann hafa orðið sér úti um nýtt vegabréf en þegar hann var settur í þetta farbann þá var lagt hald á hans vegabréf. Farbann er ekkert öruggt úrræði og það er svo sem okkar reynsla að menn hafa alveg geta farið úr landi þó þeir sæti farbanni ef einbeittur vilji er fyrir hendi til að koma sér út land,“ segir Margeir. Það sé afar slæmt. „Því þetta eru þau úrræði sem við höfum og ef menn geta farið svona auðveldlega framhjá því þá er það mjög slæmt,“ segir Margeir. Það sé verið að rannsaka hvernig maður sem er í farbanni hafi komist í gegnum flugvöllinn. Vitið þið hvert hann fór? „Já við erum nú með upplýsingar um það og eru í samskiptum við hann í gegnum verjanda hans,“ segir Margeir. Maðurinn hafi flogið til London og þaðan til heimalandsins. Margeir segir að málið sé nú skoðað í samstarfi við lögreglustjórann á Suðurnesjum. „Svo erum við bara að verða okkur út um evrópska handtökutilskipun til að gefa hana út,“ segir Margeir. Þannig þú ert bjartsýnn á að þið náið manninum aftur til landsins? „Já, við gerum okkar besta. Við leggjum okkur alla fram við það,“ segir Margeir. Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Dómsmál Mannslát í Vindakór Tengdar fréttir Samskiptagögn úr síma hins látna leiddu til handtöku mannanna Símasamskipti sem lögregla fann í síma mannsins sem lést í Kórahverfi í Kópavogi um helgina leiddu til þess að þrír Rúmenar voru handteknir vegna málsins. Tveimur þeirra hefur nú verið sleppt en sá þriðji sætir gæsluvarðhaldi. Meðal þess sem lögregla rannsakar nú er hvort einhver vitni hafi orðið að atvikinu. 4. apríl 2021 19:58 Minnist bróður síns sem féll frá um helgina: „Hjartað þitt var úr gulli og þú barðist fyrir lífinu þínu“ Maðurinn sem lést af áverkum sem hann hlaut fyrir utan heimili sitt í Kórahverfi í Kópavogi á föstudaginn langa hét Daníel Eiríksson. Daníel var fæddur árið 1990 en einn maður situr í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarhagsmuna vegna andlátsins. 4. apríl 2021 20:57 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira
Daníel Eiríksson fannst illa leikinn fyrir utan heimili sitt í Kópavogi þann 2. apríl síðastliðinn. Upphaflega voru þrír rúmenskir karlmenn handteknir en tveimur var sleppt í framhaldinu. Daníel hlaut talsverða höfuðáverka en grunur leikur á að bíl hafi verið ekið á hann, eða að hann hafi dregist eftir bifreiðinni. Daginn eftir var Daníel úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. Rúmenskur karlmaður sem grunaður er um að hafa orðið Daníeli að bana flúði land á dögunum þrátt fyrir að hafa verið í farbanni til 1. september. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir hann hafi orðið sér úti um nýtt vegabréf. „Það virðist sem svo að hann hafa orðið sér úti um nýtt vegabréf en þegar hann var settur í þetta farbann þá var lagt hald á hans vegabréf. Farbann er ekkert öruggt úrræði og það er svo sem okkar reynsla að menn hafa alveg geta farið úr landi þó þeir sæti farbanni ef einbeittur vilji er fyrir hendi til að koma sér út land,“ segir Margeir. Það sé afar slæmt. „Því þetta eru þau úrræði sem við höfum og ef menn geta farið svona auðveldlega framhjá því þá er það mjög slæmt,“ segir Margeir. Það sé verið að rannsaka hvernig maður sem er í farbanni hafi komist í gegnum flugvöllinn. Vitið þið hvert hann fór? „Já við erum nú með upplýsingar um það og eru í samskiptum við hann í gegnum verjanda hans,“ segir Margeir. Maðurinn hafi flogið til London og þaðan til heimalandsins. Margeir segir að málið sé nú skoðað í samstarfi við lögreglustjórann á Suðurnesjum. „Svo erum við bara að verða okkur út um evrópska handtökutilskipun til að gefa hana út,“ segir Margeir. Þannig þú ert bjartsýnn á að þið náið manninum aftur til landsins? „Já, við gerum okkar besta. Við leggjum okkur alla fram við það,“ segir Margeir.
Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Dómsmál Mannslát í Vindakór Tengdar fréttir Samskiptagögn úr síma hins látna leiddu til handtöku mannanna Símasamskipti sem lögregla fann í síma mannsins sem lést í Kórahverfi í Kópavogi um helgina leiddu til þess að þrír Rúmenar voru handteknir vegna málsins. Tveimur þeirra hefur nú verið sleppt en sá þriðji sætir gæsluvarðhaldi. Meðal þess sem lögregla rannsakar nú er hvort einhver vitni hafi orðið að atvikinu. 4. apríl 2021 19:58 Minnist bróður síns sem féll frá um helgina: „Hjartað þitt var úr gulli og þú barðist fyrir lífinu þínu“ Maðurinn sem lést af áverkum sem hann hlaut fyrir utan heimili sitt í Kórahverfi í Kópavogi á föstudaginn langa hét Daníel Eiríksson. Daníel var fæddur árið 1990 en einn maður situr í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarhagsmuna vegna andlátsins. 4. apríl 2021 20:57 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira
Samskiptagögn úr síma hins látna leiddu til handtöku mannanna Símasamskipti sem lögregla fann í síma mannsins sem lést í Kórahverfi í Kópavogi um helgina leiddu til þess að þrír Rúmenar voru handteknir vegna málsins. Tveimur þeirra hefur nú verið sleppt en sá þriðji sætir gæsluvarðhaldi. Meðal þess sem lögregla rannsakar nú er hvort einhver vitni hafi orðið að atvikinu. 4. apríl 2021 19:58
Minnist bróður síns sem féll frá um helgina: „Hjartað þitt var úr gulli og þú barðist fyrir lífinu þínu“ Maðurinn sem lést af áverkum sem hann hlaut fyrir utan heimili sitt í Kórahverfi í Kópavogi á föstudaginn langa hét Daníel Eiríksson. Daníel var fæddur árið 1990 en einn maður situr í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarhagsmuna vegna andlátsins. 4. apríl 2021 20:57