Framherji til Stjörnunnar Stjarnan hefur fengið til sín liðsstyk fyrir átökin í Pepsi-deild kvenna í sumar. Megan Manthey, 24 ára bandarískur framherji, er gengin í raðir félagsins. Íslenski boltinn 6. maí 2013 16:22
Snýst ekki um kynjamisrétti "Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og þýðir að gerða eru meiri kröfur til dómaranna af þeim sökum," segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. Íslenski boltinn 6. maí 2013 11:22
Dómarar í karladeildinni með 150% hærri laun Dómarar í Pepsi-deild karla fá 39.450 krónur í laun fyrir að dæma leiki innanbæjar. Launin eru mun hærri en kollegar þeirra kvennamegin fá. Íslenski boltinn 5. maí 2013 14:49
Ætla að halda meistaratitlinum fyrir norðan Þór/KA er meistari meistaranna eftir sigur á Stjörnunni norðan heiða í gær og ætlar sér mikið í sumar. Íslenski boltinn 2. maí 2013 08:00
Sandra laus við hækjurnar Landsliðskonan Sandra María Jessen var ekki í leikmannahópi Þórs/KA gegn Stjörnunni í gær. Sandra meiddist á hné í upphafi apríl og hefur verið á hækjum síðan. Íslenski boltinn 2. maí 2013 07:00
Savage úr leik hjá Íslandsmeisturunum? Bandaríski markvörðurinn Kaitlyn Savage er ekki í leikmannahópi Þórs/KA sem mætir Stjörnunni í Meistarakeppni KSÍ klukkan 15. Íslenski boltinn 1. maí 2013 14:43
Umfjöllun og viðtöl: Helena hetja Þórs/KA eftir vító Þór/KA er meistari meistaranna eftir sigur á Stjörnunni að lokinni vítaspyrnukeppni. Stjörnustelpur klikkuðu á tveimur vítum en norðankonur skoruðu úr öllum spyrnum sínum. Íslenski boltinn 1. maí 2013 12:46
Í hóp með Ásthildi og Þóru Systurnar Hugrún Lilja og Sigrún Inga Ólafsdætur skoruðu fyrir KR í 5-1 sigrinum á HK/Víkingi í Lengjubikar kvenna í gær. Áratugur er síðan systur skoruðu fyrir meistaraflokk KR í sama leiknum. Íslenski boltinn 21. apríl 2013 13:30
Berglind Björg aftur í Breiðablik Berglind Björg Þorvaldsdóttir er búin að skipta aftur í Breiðablik eftir tveggja ára dvöl í Vestmannaeyjum en hún tilkynnti um félagsskiptin inn á twitter-síðu sinni í dag. Íslenski boltinn 17. apríl 2013 15:57
Eiga að vera í formi Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tryggði sér níunda sætið í Algarve-bikarnum með sannfærandi 4-1 sigri á Ungverjalandi í lokaleik sínum í gær. Íslenski boltinn 14. mars 2013 07:30
Meistararnir styrkja sig verulega fyrir titilvörnina Kayla Grimsley, Tahnai Annis og Mateja Zver munu allar leika með Íslandsmeisturum Þór/KA í Pepsi-deild kvenna næsta sumar en þetta kemur fram á heimasíðu Þórsara. Þetta er gríðarlegur liðstyrkur fyrir norðankonur. Íslenski boltinn 6. mars 2013 12:45
Algarve-hópurinn klár hjá Sigga Ragga Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem leikur á Algarvemótinu sem hefst miðvikudaginn 6. mars. Sigurður Ragnar velur 23 leikmenn til fararinnar og þar af er einn nýliði, Birna Kristjánsdóttir úr Breiðabliki. Íslenski boltinn 25. febrúar 2013 11:27
Málfríður Reykjavíkurmeistari í níunda sinn Valskonur tryggðu sér endanlega Reykjavíkurmeistaratitilinn í knattspyrnu með 4-0 sigri á Þrótti í gær. Valsliðið vann alla leiki sína og markatalan var 34-0. Íslenski boltinn 22. febrúar 2013 15:45
Borghildur fyrsta konan sem er formaður hjá Blikum Borghildur Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Fjárstoðar, var kosin nýr formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks á aðalfundi deildarinnar í gær en hún tekur við af Einari Kristjáni Jónssyni sem hefur verið formaður í sjö ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Blikum. Íslenski boltinn 14. febrúar 2013 13:30
Rakel vildi ekki fara frá Val Rakel Logadóttir verður með Val í Pepsi-deild kvenna í sumar eftir að hún hafnaði tilboði frá norska úrvalsdeildarliðinu Medkila en þetta kom fram í Morgunblaðinu í morgun. Íslenski boltinn 14. febrúar 2013 09:45
Margrét Lára í viðtali hjá FIFA Árangur íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu hefur vakið athygli um allan heim. Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir er í viðtali við heimasíðu alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, þar sem hún segir frá landsliðinu. Íslenski boltinn 8. febrúar 2013 15:15
Elín Metta með fernu að meðaltali í leik Valskonan Elín Metta Jensen skoraði fimm mörk í 10-0 sigri á KR í Reykjavíkurmóti kvenna í gær og hefur þar með skorað tólf mörk í þremur fyrstu leikjum sínum á mótinu í ár. Elín Metta hefur skorað þrennu, fernu og fimmu í leikjunum þremur. Íslenski boltinn 1. febrúar 2013 17:45
Elín Metta með sjö mörk í fyrstu tveimur leikjunum Valskonan Elín Metta Jensen, sem fékk Gullskóinn í Pepsi-deild kvenna síðasta sumar, byrjar tímabilið vel því hún er búin að skora þrennur í tveimur fyrstu leikjum Valsliðsins á tímabilinu og alls sjö mörk í þessum tveimur leikjum. Íslenski boltinn 22. janúar 2013 16:00
Valskonur Íslandsmeistarar í futsal kvenna Svava Rós Guðmundsdóttir tryggði Valskonum Íslandsmeistaratitilinn í innanhússknattspyrnu, futsal, þegar hún skoraði sigurmarkið þremur sekúndum fyrir leikslok í dramatískum 6-5 sigri á ÍBV í úrslitaleik í Laugardalshöllinni í dag. ÍBV komst í 5-2 í úrslitaleiknum en Valskonur skoruðu fjögur mörk á síðustu fimm mínútum leiksins. Íslenski boltinn 6. janúar 2013 13:46
Vinnur Valur tvöfalt í futsal á morgun? Nú er ljóst hvaða félög leika til úrslita í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu, Futsal, á morgun en undanúrslitin voru leikin í Laugardalshöll í dag. Í kvennaflokki leika Valur og íBV til úrslita klukkan 12.15 og þar geta Vestmannaeyingar varið titil sinn. Í karlaflokki leika Valur og Víkingur Ólafsvík til úrslita klukkan 14.00. Þetta kom fram á heimasíðu KSÍ. Íslenski boltinn 5. janúar 2013 20:40
Verja Eyjamenn titlana sína í Futsal? Nýir Íslandsmeistarar karla og kvenna í Futsal verða krýndir um helgina en úrslitakeppnin verður leikin í Laugardalshöllinni á laugardag og sunnudag. Undanúrslitin fara fram á laugardaginn en úrslitaleikirnir á sunnudaginn. Þetta kemur fram á heimasíðu Knattspyrnusambandsins. Íslenski boltinn 4. janúar 2013 12:00
Lilja Dögg hefur skrifað undir hjá Blikum Knattspyrnukonan Lilja Dögg Valþórsdóttir, fyrrum fyrirliði KR, hefur skrifað undir tveggja ára samning við Breiðablik. Íslenski boltinn 31. desember 2012 11:30
Aldís Kara til liðs við Breiðablik Knattspyrnukonan Aldís Kara Lúðvíksdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Breiðablik. Aldís er uppalinn í FH og lék með liðinu í efstu deild síðastliðið sumar. Íslenski boltinn 12. desember 2012 08:30
Málfríður tekur fram skóna að nýju Miðvörðurinn Málfríður Erna Sigurðardóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Val. Málfríður, sem er 28 ára, var í fæðingarorlofi á síðustu leiktíð. Íslenski boltinn 7. desember 2012 20:19
Fanndís búin að semja við Kolbotn Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir hefur ákveðið að taka tilboði norska félagsins Kolbotn og spila með þeim næsta árið. Íslenski boltinn 6. desember 2012 18:17
Ísland eina Evrópuþjóðin sem sýnir kvennaleik í hverri umferð Evrópska knattspyrnusambandið UEFA hefur sent sambandsaðilum sínum ítarlega tölfræðiskýrslu sem unnin var um kvennaknattspyrnu í Evrópu. Íslenski boltinn 4. desember 2012 18:15
Rósa og Telma í raðir Mosfellinga Miðjumaðurinn Rósa Hauksdóttir, sem leikið hefur með Fram undanfarin tvö ár, er gengin í raðir Aftureldingar. Þá hefur Telma Hjaltalín Þrastardóttir snúið á heimaslóðir eftir dvöl hjá Val. Íslenski boltinn 28. nóvember 2012 14:00
KR mætir Stjörnunni í fyrstu umferð Dregið var í töfluröð fyrir næsta tímabil í Pepsi-deild karla. Íslandsmeistarar FH taka á móti Keflvíkingum í fyrstu umferð. Íslenski boltinn 10. nóvember 2012 15:27
Þessi fengu verðlaun í Hörpunni í kvöld - myndir Knattspyrnusamband Íslands afhenti í kvöld verðlaun fyrir keppnistímabilið 2012 en verðlaunahátíðin fór fram í Silfurbergi í Hörpu og var einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn 1. október 2012 22:47
Jón Daði og Glódís Perla efnilegustu leikmenn Pepsi-deildanna í sumar Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson og Stjörnustelpan Glódís Perla Viggósdóttir voru valin efnilegustu leikmenn Pepsi-deildanna í sumar. Valið var tilkynnt í sérstakri athöfn í Silfurbergi í Hörpu í kvöld en hátíðin var einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn 1. október 2012 18:03
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti