Íslenski boltinn

Theodór fyrstur til að fjúka í Pepsi-deild kvenna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Theodór var látinn taka pokann sinn.
Theodór var látinn taka pokann sinn. mynd/umfa
Theodóri Sveinjónssyni hefur verið sagt upp störfum sem þjálfara Aftureldingar í Pepsi-deild kvenna. Þetta kemur fram á Fótbolta.net.

Afturelding er í 10. og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar með aðeins eitt stig eftir níu leiki. Dropinn sem fyllti mælinn virðist hafa verið 1-3 tap fyrir Íslandsmeisturum Stjörnunnar í gær.

Theodór tók við liði Aftureldingar af John Andrews fyrir tímabilið í fyrra. Mosfellingar enduðu í 8. sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra og voru aðeins einu stigi frá því að falla.

Theodór er fyrsti þjálfarinn í Pepsi-deild kvenna í ár sem fær að taka pokann sinn.


Tengdar fréttir

Mikilvægur sigur Fylkis

Vann KR sem hefði getað komist upp fyrir Árbæinga. Stjarnan vann Aftureldingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×