Íslenski boltinn

Vesna hetjan gegn gömlu félögunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Vals og Selfoss.
Úr leik Vals og Selfoss. vísir/ernir
Vesna Elísa Smiljkovic tryggði Val sigur gegn sínu gömlu félögum í Pepsi-deild kvenna með marki í uppbótartíma.

Kristín Erna Sigurlásdóttir kom ÍBV yfir á tólftu mínútu, en Katia Maanane jafnaði metin tólf mínútum síðar.

Shaneka Gordon kom ÍBV yfir á lokamínútu síðari hálfleiks og þannig stóðu leikar í hálfleik. Berglind Rós Ágústsdóttir jafnaði svo metin fyrir Val tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Vesna Elísa Smiljkovic, sem lék með ÍBV á árum áður, tryggði Val svo sigurinn í uppbótartíma og lokatölur 3-2 sigur gestanna úr Vestmannaeyjum.

Valur skaust í fimmta sætið með sigrinum, en þær eru með tólf stig. ÍBV er sæti ofar með stigi meira eftir átta leiki, en Valsstúlkur hafa leikið sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×