Besta deild karla

Besta deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    „Ef ég hefði þann eigin­leika líka væri ég mögu­lega að spila á hærra getu­stigi“

    Það voru engin smá fótspor sem Júlíus Magnússon þurfti að feta í þegar hann tók við fyrirliðabandi þáverandi Íslands- og bikarmeistara Víkings. Að taka við af Kára Árnasyni og Sölva Geir Ottesen er svo sannarlega ekki allra en með Júlíus sem fyrirliða þá varð liðið bikarmeistari enn á ný, fór langt í Evrópu en hélt því miður ekki dampi í Bestu deildinni.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Til Vals eftir verkfallið

    Lúkas Logi Heimisson, 19 ára knattspyrnumaður úr Grafarvogi, er genginn í raðir Vals frá Fjölni eftir að félögin komust að samkomulagi um kaupverð. Valsmenn tilkynntu um tvo nýja leikmenn í dag sem báðir eru ungir og hafa verið á mála hjá ítölsku félagi.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    KA fær tvöfaldan liðsstyrk frá Noregi

    Ka hefur fengið íslenska unglingalandsliðsmanninn Ingimar Torbjörnsson Stöle og norska varnarmanninn Kristoffer Forgaard Paulsen til liðs við sig fyrir komandi leiktíð í Bestu-deild karla í knattspyrnu frá norska félaginu Viking.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Úr marki ÍA til Stjörnunnar

    Árni Snær Ólafsson, sem verið hefur markvörður og fyrirliði ÍA í fótbolta, er mættur í Garðabæinn og genginn í raðir Stjörnunnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Adam hafði val og valdi Val

    Adam Ægir Pálsson, stoðsendingakóngur síðustu leiktíðar í Bestu deildinni í fótbolta, er genginn í raðir Vals eftir að hafa síðast verið samningsbundinn Víkingum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Ristin brotin og Tryggvi úr leik

    Tryggvi Hrafn Haraldsson, knattspyrnumaður úr Val, vonast til að vera farinn að æfa og geta mögulega spilað fyrsta leik liðsins í Bestu deildinni í vor þrátt fyrir að hafa ristarbrotnað á dögunum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Jesper mun ekki spila á Ís­landi næsta sumar

    Danski varnarmaðurinn Jesper Juelsgård hefur samið við B-deildarliðið Fredericia í heimalandinu. Hann mun því ekki spila fótbolta á Íslandi næsta sumar en eftir að samningi hans við Val var rift opinberaði Jesper að hann væri til í að vera áfram hér á landi ef rétt tilboð bærist.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Kefla­vík byrjað að safna liði

    Eftir að hafa statt og stöðugt misst leikmenn úr leikmannahópi sínum hefur Keflavík loks sótt liðsstyrk fyrir komandi tímabil í Bestu deild karla í fótbolta. Sá heitir Gunnlaugur Fannar Guðmundsson og lék síðast með Kórdrengjum í Lengjudeildinni.

    Íslenski boltinn