Gummi Ben og félagar tímamældu leiktafir KR-ingsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2024 08:31 KR-markvörðurinn Guy Smit var rekinn af velli á Akureyri fyrir að tefja leikinn en fyrir það fékk hann sitt annað gula spjald. Vísir/Anton Brink Strákarnir í Stúkunni skoðuðu betur gulu spjöldin sem markvörður KR-inga fékk í leiknum á móti KA í Bestu deildinni um síðustu helgi. Hollenski markvörðurinn Guy Smit var sendur snemma í sturtu í leik KA og KR eftir að hafa fengið tvö gul spjöld með stuttu millibili, á 71. og 73. mínútu. „Guy Smit er að lenda í vandræðum. Það er ekki hægt að segja annað,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar, í upphafi umræðunnar. Hann sýndi síðan fyrra gula spjaldið sem Smit fékk fyrir að brjóta á KA-manninum Ásgeiri Sigurgeirssyni fyrir utan teig, eftir að hafa fengið slaka sendingu til baka. KA-menn vildu fá beint rautt „Hér er hins vegar Axel [Óskar Andrésson] ofboðslega linur ætla ég að segja, þessi stóri maður. Sendingin til baka er ekki góð en Guy Smit brýtur hér klárlega af sér. Hann er mjög seinn í þetta og fær gula spjaldið. KA-menn eru ósáttir því þeir vilja meina að Guy Smit hafi átt að fá rauða spjaldið,“ sagði Guðmundur. Hann sýndi annað sjónarhorn á brotið og þar sést það vel að Finnur Tómas Pálmason, varnarmaður KR, var kominn til baka. Klippa: Stúkan: Umræða um útspörk og brottrekstur Guy Smit Þeir sýndu líka framhaldið í rauntíma, frá því að KA-menn tóku aukaspyrnuna eftir brotið og þar til að Smit fékk sitt annað gula spjald fyrir leiktöf þegar hann var að taka markspyrnu. Stúkan tók tímann á því atviki. Þeir sýndu líka atvikið á undan þegar Guy Smit fékk aðvörun frá Twana Khalid Ahmed dómara fyrir að tefja leikinn. Það var líka tímamælt og tók mun lengri tíma. „Hér er eins og hann dotti yfir boltanum,“ sagði Guðmundur og sýndi þegar Smit fékk aðvörunina. „Þarna heyrðist ekki múkk“ Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, bendir á að Smit hafi aftur gerst sekur um að tefja en þá fékk hann engin viðbrögð. „Þarna heyrðist ekki múkk. Bekkurinn segir ekki neitt. Stúkan segir ekki neitt. Það er enginn inn á vellinum sem segir eitthvað,“ sagði Atli Viðar. Dómarinn ósáttur við sjálfan sig „Svo gerist atvikið þar sem hann tekur Ásgeir niður. Það er ofboðslega auðvelt að draga þá ályktun að Twana dómari væri ósáttur við sjálfan sig vegna þess hvernig hann leysti atvikið á undan,“ sagði Atli Viðar. Hér fyrir ofan má sjá Guðmund og sérfræðingana Atla Viðar Björnsson og Baldur Sigurðsson ræða leiktöf Smit og gulu spjöldin. Besta deild karla Stúkan KR KA Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Hollenski markvörðurinn Guy Smit var sendur snemma í sturtu í leik KA og KR eftir að hafa fengið tvö gul spjöld með stuttu millibili, á 71. og 73. mínútu. „Guy Smit er að lenda í vandræðum. Það er ekki hægt að segja annað,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar, í upphafi umræðunnar. Hann sýndi síðan fyrra gula spjaldið sem Smit fékk fyrir að brjóta á KA-manninum Ásgeiri Sigurgeirssyni fyrir utan teig, eftir að hafa fengið slaka sendingu til baka. KA-menn vildu fá beint rautt „Hér er hins vegar Axel [Óskar Andrésson] ofboðslega linur ætla ég að segja, þessi stóri maður. Sendingin til baka er ekki góð en Guy Smit brýtur hér klárlega af sér. Hann er mjög seinn í þetta og fær gula spjaldið. KA-menn eru ósáttir því þeir vilja meina að Guy Smit hafi átt að fá rauða spjaldið,“ sagði Guðmundur. Hann sýndi annað sjónarhorn á brotið og þar sést það vel að Finnur Tómas Pálmason, varnarmaður KR, var kominn til baka. Klippa: Stúkan: Umræða um útspörk og brottrekstur Guy Smit Þeir sýndu líka framhaldið í rauntíma, frá því að KA-menn tóku aukaspyrnuna eftir brotið og þar til að Smit fékk sitt annað gula spjald fyrir leiktöf þegar hann var að taka markspyrnu. Stúkan tók tímann á því atviki. Þeir sýndu líka atvikið á undan þegar Guy Smit fékk aðvörun frá Twana Khalid Ahmed dómara fyrir að tefja leikinn. Það var líka tímamælt og tók mun lengri tíma. „Hér er eins og hann dotti yfir boltanum,“ sagði Guðmundur og sýndi þegar Smit fékk aðvörunina. „Þarna heyrðist ekki múkk“ Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, bendir á að Smit hafi aftur gerst sekur um að tefja en þá fékk hann engin viðbrögð. „Þarna heyrðist ekki múkk. Bekkurinn segir ekki neitt. Stúkan segir ekki neitt. Það er enginn inn á vellinum sem segir eitthvað,“ sagði Atli Viðar. Dómarinn ósáttur við sjálfan sig „Svo gerist atvikið þar sem hann tekur Ásgeir niður. Það er ofboðslega auðvelt að draga þá ályktun að Twana dómari væri ósáttur við sjálfan sig vegna þess hvernig hann leysti atvikið á undan,“ sagði Atli Viðar. Hér fyrir ofan má sjá Guðmund og sérfræðingana Atla Viðar Björnsson og Baldur Sigurðsson ræða leiktöf Smit og gulu spjöldin.
Besta deild karla Stúkan KR KA Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira