„Búinn að vera tilfinningarússibani“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. maí 2024 08:00 Jón Guðni Fjóluson Vísir/Arnar Fótboltamaðurinn Jón Guðni Fjóluson hefur sigrast á miklu mótlæti síðustu misseri og náði í gær að komast aftur á völlinn eftir langt hlé. Það var á sunnudagskvöldið í Víkinni sem Jón Guðni spilaði sinn fyrsta fótboltaleik í tvö og hálft ár eftir krossbandameiðsli sem hafa leikið hann grátt. En hvernig var tilfinningin að mæta aftur á völlinn? „Það var bara frábær tilfinning og maður var búinn að bíða lengi eftir þessu. Það hefur ekki alltaf verið sjálfsagt að maður myndi snúa aftur en þetta var ógeðslega gaman maður,“ segir Jón Guðni kátur. Jón Guðni spilaði fyrri hálfleikinn í 2-0 sigri Víkings á FH í gær og komst vel frá verkefninu þrátt fyrir að leika í vinstri bakverði í fyrsta skipti í rúman áratug. Allan atvinnumannaferilinn lék hann sem miðvörður. Honum tókst að leggja upp mark fyrir Aron Elís Þrándarson undir lok hálfleiksins. Það var kærkomið eftir erfið undanfarin ár. „Þetta er búinn að vera tilfinningarússibani. Þetta er ekki skemmtilegt og enginn fótboltamaður sem vill meiðast. En þetta eru búin að vera löng og erfið meiðsli, margar aðgerðir og mikið af inngripum. Ég aldrei komist út á völl þannig séð, ekki nema bara til að jogga og aldrei verið nálægt, í sjálfu sér. Þetta er búið að reyna mikið á, en loksins er maður komin í gegnum þetta og biðin var þess virði,“ segir Jón Guðni. En hvað var erfiðast í þessu langa endurhæfingarferli? „Erfiðast var að vita að ég þyrfti að fara í aðra aðgerð. Það var ári eftir fyrstu aðgerð en ég hafði þá fengið sýkingu í hnéð. Það kom í ljós og læknirinn segir, þegar ég vakna eftir svæfingu, að við eigum eftir að sjást töluvert mikið aftur. Það var erfiðasti parturinn í þessu.“ Áfram gakk Jón Guðni hefur það fínt í dag og hlakkar til að fjölga mínútunum. „Ég er bara furðulega góður. Það er allt í fínu standi, ekkert vesen á neinu svo ég get ekki kvartað,“ segir Jón Guðni og bætir við: „Næstu skref er bara endurhæfing í dag og svo sjáum við hvernig staðan er á morgun. Það er bikarleikur á fimmtudaginn, við tökum þetta dag fyrir dag og sjáum hvernig staðan er. Við höldum bara áfram.“ Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
Það var á sunnudagskvöldið í Víkinni sem Jón Guðni spilaði sinn fyrsta fótboltaleik í tvö og hálft ár eftir krossbandameiðsli sem hafa leikið hann grátt. En hvernig var tilfinningin að mæta aftur á völlinn? „Það var bara frábær tilfinning og maður var búinn að bíða lengi eftir þessu. Það hefur ekki alltaf verið sjálfsagt að maður myndi snúa aftur en þetta var ógeðslega gaman maður,“ segir Jón Guðni kátur. Jón Guðni spilaði fyrri hálfleikinn í 2-0 sigri Víkings á FH í gær og komst vel frá verkefninu þrátt fyrir að leika í vinstri bakverði í fyrsta skipti í rúman áratug. Allan atvinnumannaferilinn lék hann sem miðvörður. Honum tókst að leggja upp mark fyrir Aron Elís Þrándarson undir lok hálfleiksins. Það var kærkomið eftir erfið undanfarin ár. „Þetta er búinn að vera tilfinningarússibani. Þetta er ekki skemmtilegt og enginn fótboltamaður sem vill meiðast. En þetta eru búin að vera löng og erfið meiðsli, margar aðgerðir og mikið af inngripum. Ég aldrei komist út á völl þannig séð, ekki nema bara til að jogga og aldrei verið nálægt, í sjálfu sér. Þetta er búið að reyna mikið á, en loksins er maður komin í gegnum þetta og biðin var þess virði,“ segir Jón Guðni. En hvað var erfiðast í þessu langa endurhæfingarferli? „Erfiðast var að vita að ég þyrfti að fara í aðra aðgerð. Það var ári eftir fyrstu aðgerð en ég hafði þá fengið sýkingu í hnéð. Það kom í ljós og læknirinn segir, þegar ég vakna eftir svæfingu, að við eigum eftir að sjást töluvert mikið aftur. Það var erfiðasti parturinn í þessu.“ Áfram gakk Jón Guðni hefur það fínt í dag og hlakkar til að fjölga mínútunum. „Ég er bara furðulega góður. Það er allt í fínu standi, ekkert vesen á neinu svo ég get ekki kvartað,“ segir Jón Guðni og bætir við: „Næstu skref er bara endurhæfing í dag og svo sjáum við hvernig staðan er á morgun. Það er bikarleikur á fimmtudaginn, við tökum þetta dag fyrir dag og sjáum hvernig staðan er. Við höldum bara áfram.“ Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira