Albert gáttaður á Lárusi Orra: „Hvað meinarðu? Hvað er í gangi hérna?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. maí 2024 10:01 Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason deila ekki alltaf sömu skoðunum á hlutunum. stöð 2 sport Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason eru ekki alltaf sammála og voru það svo sannarlega ekki þegar þeir fjölluðu um leik Víkings og FH í Bestu deild karla í Stúkunni á mánudaginn. Böðvar Böðvarsson braut ansi hressilega á Matthíasi Vilhjálmssyni í fyrri hálfleik og í þeim seinni fékk Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings, svo sitt annað gula spjald fyrir brot. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, náði skemmtilegum myndum af broti Böðvars sem voru sýndar í Stúkunni. Kjartan Atli Kjartansson bað Lárus Orra og Albert svo um álit á brotinu. „Þetta leit ekki endilega illa út þegar maður sá þetta í vélunum en af þessum myndum að dæma lítur þetta mjög illa út,“ sagði Lárus Orri. Albert var á öndverðu meiði við félaga sinn í þessu máli. „Mér finnst persónulega ekkert að þessu. Ef þú myndir fá Arnar Gunnlaugsson [þjálfara Víkings] í viðtal er ég nokkuð viss um að hann myndi segja nákvæmlega það sama,“ sagði Albert. „Þetta er það sem allir hafa verið að kvarta yfir því að Víkingar hafi verið að gera; fara upp að línunni og mér finnst þetta sem FH-ingar hafa verið að gera núna, í þessum leik og líka í leikjunum í fyrra, sem er greinilega það sem Heimir [Guðjónsson, þjálfari FH] er að reyna að koma inn í liðið. Við heyrðum viðtal við Bödda á .net á laugardaginn þar sem hann talaði um að þeir vilja ná þessari línu, að spila fast, gróft og vera vondir en ekki fara yfir þessa línu. Mér finnst þetta akkúrat á því þaki. Hann er fantur og vondi kallinn í þessari deild og hann spilaði bara rétt þarna.“ Strákarnir fóru svo yfir rauða spjaldið sem Hansen fékk í leiknum í Víkinni sem heimamenn unnu, 2-0. „Er þetta annað gula spjald? Ég er ekki viss um það,“ sagði Lárus Orri. „Lárus, hvað meinarðu?“ sagði Albert hneykslaður. „Hvað er í gangi hérna? Horfðu á Nikolaj. Hann er að segja þér að þetta sé annað gult spjald, bara hvernig hann bregst við þessu.“ „Hann er skíthræddur um að vera rekinn út af. Hann fer ansi hart í boltann en þetta er ekki annað gult spjald,“ sagði Lárus Orri. Klippa: Stúkan - umræða um brotin í Víkinni „Var þetta meira rautt á Bödda en þetta sem seinna gula?“ spurði Albert Lárus Orra sem játti því. „Ég sagði þér að þessi Tenerife-ferð hefði verið eitthvað erfið,“ sagði Albert og hló. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Víkingur Reykjavík FH Stúkan Tengdar fréttir „Ef KR-ingar vita að Óskar sé til í að koma, skiptir einhverju máli hvað Gregg gerir?“ Sérfræðingar Stúkunnar segja að Gregg Ryder, þjálfari KR, sé í erfiðri stöðu, sérstaklega í ljósi þess að Óskar Hrafn Þorvaldsson sé á lausu. 14. maí 2024 10:30 „Til skammar að koma úr atvinnumennsku eins og hann er að koma“ Albert Brynjar Ingason gagnrýndi Ísak Snæ Þorvaldsson, leikmann Breiðabliks, harðlega fyrir að vera í slæmu formi í Stúkunni í gær. 14. maí 2024 07:32 „Það er eitt að vera góður og annað að fá eitthvað fyrir það“ Víkingur batt enda á sigurgöngu FH með 2-0 sigri í toppslag deildarinnar í kvöld. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði margt jákvætt hægt að taka úr leiknum en var óánægður með hvernig hans lið brást við þegar Víkingur missti mann af velli. 12. maí 2024 22:01 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
Böðvar Böðvarsson braut ansi hressilega á Matthíasi Vilhjálmssyni í fyrri hálfleik og í þeim seinni fékk Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings, svo sitt annað gula spjald fyrir brot. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, náði skemmtilegum myndum af broti Böðvars sem voru sýndar í Stúkunni. Kjartan Atli Kjartansson bað Lárus Orra og Albert svo um álit á brotinu. „Þetta leit ekki endilega illa út þegar maður sá þetta í vélunum en af þessum myndum að dæma lítur þetta mjög illa út,“ sagði Lárus Orri. Albert var á öndverðu meiði við félaga sinn í þessu máli. „Mér finnst persónulega ekkert að þessu. Ef þú myndir fá Arnar Gunnlaugsson [þjálfara Víkings] í viðtal er ég nokkuð viss um að hann myndi segja nákvæmlega það sama,“ sagði Albert. „Þetta er það sem allir hafa verið að kvarta yfir því að Víkingar hafi verið að gera; fara upp að línunni og mér finnst þetta sem FH-ingar hafa verið að gera núna, í þessum leik og líka í leikjunum í fyrra, sem er greinilega það sem Heimir [Guðjónsson, þjálfari FH] er að reyna að koma inn í liðið. Við heyrðum viðtal við Bödda á .net á laugardaginn þar sem hann talaði um að þeir vilja ná þessari línu, að spila fast, gróft og vera vondir en ekki fara yfir þessa línu. Mér finnst þetta akkúrat á því þaki. Hann er fantur og vondi kallinn í þessari deild og hann spilaði bara rétt þarna.“ Strákarnir fóru svo yfir rauða spjaldið sem Hansen fékk í leiknum í Víkinni sem heimamenn unnu, 2-0. „Er þetta annað gula spjald? Ég er ekki viss um það,“ sagði Lárus Orri. „Lárus, hvað meinarðu?“ sagði Albert hneykslaður. „Hvað er í gangi hérna? Horfðu á Nikolaj. Hann er að segja þér að þetta sé annað gult spjald, bara hvernig hann bregst við þessu.“ „Hann er skíthræddur um að vera rekinn út af. Hann fer ansi hart í boltann en þetta er ekki annað gult spjald,“ sagði Lárus Orri. Klippa: Stúkan - umræða um brotin í Víkinni „Var þetta meira rautt á Bödda en þetta sem seinna gula?“ spurði Albert Lárus Orra sem játti því. „Ég sagði þér að þessi Tenerife-ferð hefði verið eitthvað erfið,“ sagði Albert og hló. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík FH Stúkan Tengdar fréttir „Ef KR-ingar vita að Óskar sé til í að koma, skiptir einhverju máli hvað Gregg gerir?“ Sérfræðingar Stúkunnar segja að Gregg Ryder, þjálfari KR, sé í erfiðri stöðu, sérstaklega í ljósi þess að Óskar Hrafn Þorvaldsson sé á lausu. 14. maí 2024 10:30 „Til skammar að koma úr atvinnumennsku eins og hann er að koma“ Albert Brynjar Ingason gagnrýndi Ísak Snæ Þorvaldsson, leikmann Breiðabliks, harðlega fyrir að vera í slæmu formi í Stúkunni í gær. 14. maí 2024 07:32 „Það er eitt að vera góður og annað að fá eitthvað fyrir það“ Víkingur batt enda á sigurgöngu FH með 2-0 sigri í toppslag deildarinnar í kvöld. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði margt jákvætt hægt að taka úr leiknum en var óánægður með hvernig hans lið brást við þegar Víkingur missti mann af velli. 12. maí 2024 22:01 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
„Ef KR-ingar vita að Óskar sé til í að koma, skiptir einhverju máli hvað Gregg gerir?“ Sérfræðingar Stúkunnar segja að Gregg Ryder, þjálfari KR, sé í erfiðri stöðu, sérstaklega í ljósi þess að Óskar Hrafn Þorvaldsson sé á lausu. 14. maí 2024 10:30
„Til skammar að koma úr atvinnumennsku eins og hann er að koma“ Albert Brynjar Ingason gagnrýndi Ísak Snæ Þorvaldsson, leikmann Breiðabliks, harðlega fyrir að vera í slæmu formi í Stúkunni í gær. 14. maí 2024 07:32
„Það er eitt að vera góður og annað að fá eitthvað fyrir það“ Víkingur batt enda á sigurgöngu FH með 2-0 sigri í toppslag deildarinnar í kvöld. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði margt jákvætt hægt að taka úr leiknum en var óánægður með hvernig hans lið brást við þegar Víkingur missti mann af velli. 12. maí 2024 22:01