„Förum glaðir úr Lautinni“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 12. maí 2024 21:53 Halldór Árnason er þjálfari Breiðabliks Vísir/Pawel Breiðablik vann öruggan 3-0 sigur á Fylki í Lautinni í kvöld. Leikurinn var undarlegur fyrir margar sakir þar sem heimamenn voru sterkari aðilinn framan af leik en Blikar náðu þessum þremur mörkum. Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks var ánægður með sigurinn eftir leik. „Það er auðvitað gott að koma hingað og taka þrjú stig á móti spræku Fylkisliði. Þetta var upp og niður frammistaða hjá okkur. Sumt var gott en annað getum við bætt. Það að halda hreinu og skora þrjú mörk er mjög gott. Förum glaðir úr Lautinni.“ sagði Halldór. Fylkir voru öflugri aðilinn í fyrri hálfleik en fá óvænt á sig mark í lok hálfleiksins sem kemur Blikum yfir. „Breytti mjög miklu að fá þetta mark. Fannst við skapa stöðu eftir stöðu þar sem við gátum búið til betri færi en vorum klaufar. Vantaði ákveðin gæði þegar við vorum komnir í ákveðnar stöður til að búa til afgerandi færi. En auðvitað breytti markið dínamíkinni í leiknum.“ Sagði Halldór um markið og bætti við um frammistöðuna. „Við komumst frá þessum leik án þess að fá á okkur færi. Höldum hreinu og skorum þrjú mörk. Að mínu mati fáum við stöður og færi til að skora fleiri mörk. Mér fannst við gera vel þegar Fylkismenn voru komnir framar á völlinn þar sem við gerðum við að spila í gegnum þá. Mér fannst við verjast vel neðar á vellinum. Hefðum getað pressað þá betur, féllum aðeins of langt niður í byrjun seinni hálfleiksins. Höfum átt betri leiki og munum eiga betri leiki.“ Aron Bjarnason skoraði fyrsta mark Breiðabliks á uppbótartíma fyrri hálfleiks en fór svo út af í hálfleiknum. Það átti sér allt eðlilegar skýringar. „Hann var búinn að vera á annarri löppinni lengi. Þetta var spurning um að eyða stoppi í að taka hann útaf á 41. mínútur eða hvort hann næði að þrauka hálfleikinn. Sem betur fer gerðum við það og hann endar á að skora. Hann sneri sig snemma í leiknum og harkaði af sér.“ Breiðablik fer uppí tólf stig eftir sigurinn og stekkur upp töfluna. Halldór var bjartsýnn á framhaldið. „Það eru níu dagar í næstu leik, það er kærkomið frí. Okkur veitir ekkert að því. Hópurinn er búinn að vera þunnur í síðustu leikjum. Við erum með menn sem eru meiddir og þurfa að komast í betra form. Þurfum að nýta þetta frí vel.“ Fótbolti Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks var ánægður með sigurinn eftir leik. „Það er auðvitað gott að koma hingað og taka þrjú stig á móti spræku Fylkisliði. Þetta var upp og niður frammistaða hjá okkur. Sumt var gott en annað getum við bætt. Það að halda hreinu og skora þrjú mörk er mjög gott. Förum glaðir úr Lautinni.“ sagði Halldór. Fylkir voru öflugri aðilinn í fyrri hálfleik en fá óvænt á sig mark í lok hálfleiksins sem kemur Blikum yfir. „Breytti mjög miklu að fá þetta mark. Fannst við skapa stöðu eftir stöðu þar sem við gátum búið til betri færi en vorum klaufar. Vantaði ákveðin gæði þegar við vorum komnir í ákveðnar stöður til að búa til afgerandi færi. En auðvitað breytti markið dínamíkinni í leiknum.“ Sagði Halldór um markið og bætti við um frammistöðuna. „Við komumst frá þessum leik án þess að fá á okkur færi. Höldum hreinu og skorum þrjú mörk. Að mínu mati fáum við stöður og færi til að skora fleiri mörk. Mér fannst við gera vel þegar Fylkismenn voru komnir framar á völlinn þar sem við gerðum við að spila í gegnum þá. Mér fannst við verjast vel neðar á vellinum. Hefðum getað pressað þá betur, féllum aðeins of langt niður í byrjun seinni hálfleiksins. Höfum átt betri leiki og munum eiga betri leiki.“ Aron Bjarnason skoraði fyrsta mark Breiðabliks á uppbótartíma fyrri hálfleiks en fór svo út af í hálfleiknum. Það átti sér allt eðlilegar skýringar. „Hann var búinn að vera á annarri löppinni lengi. Þetta var spurning um að eyða stoppi í að taka hann útaf á 41. mínútur eða hvort hann næði að þrauka hálfleikinn. Sem betur fer gerðum við það og hann endar á að skora. Hann sneri sig snemma í leiknum og harkaði af sér.“ Breiðablik fer uppí tólf stig eftir sigurinn og stekkur upp töfluna. Halldór var bjartsýnn á framhaldið. „Það eru níu dagar í næstu leik, það er kærkomið frí. Okkur veitir ekkert að því. Hópurinn er búinn að vera þunnur í síðustu leikjum. Við erum með menn sem eru meiddir og þurfa að komast í betra form. Þurfum að nýta þetta frí vel.“
Fótbolti Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira