„Til skammar að koma úr atvinnumennsku eins og hann er að koma“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2024 07:32 Ísak Snær Þorvaldsson leikur með Breiðabliki í sumar, á láni frá Rosenborg. vísir/diego Albert Brynjar Ingason gagnrýndi Ísak Snæ Þorvaldsson, leikmann Breiðabliks, harðlega fyrir að vera í slæmu formi í Stúkunni í gær. Ísak kom aftur til Breiðabliks í vor á láni frá norska stórliðinu Rosenborg. Hann lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði Blika þegar þeir unnu Fylkismenn, 0-3, í Bestu deildinni á sunnudaginn. Albert gaf Ísaki ekki háa einkunn fyrir frammistöðuna í leiknum. „Hann er langt frá því að vera klár. Hann var held ég fimm sinnum rangstæður í fyrri hálfleik. Hann er í engu standi,“ sagði Albert í Stúkunni er talið barst að breiddinni í leikmannahópi Breiðabliks, miðað við hin liðin sem búist er við því að verði í toppbaráttunni. „Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikurinn hans. Hann hefur verið að koma af bekknum ásamt Patrik Johannesen sem er að koma aftur eftir meiðsli. Þegar maður ber þetta saman við hin liðin eiga þeir svolítið í land.“ Albert fór yfir nokkur atvik með Ísaki úr leiknum í Árbænum. „Hérna sjáum við Ísak, hröð sókn en hann er bara á einhverju joggi þarna. Hann var í algjöru rugli í þessum leik. Við vorum að tala um Jón Guðna [Fjóluson, leikmann Víkings] og standið á honum, við erum búin að tala um Kyle McLagan [leikmann Fram], einn besti leikmaður mótsins. Hann er búinn að vera með slitið krossband. Jón Guðni er búinn að vera frá í tvö og hálft ár. Ísak spilaði landsleik í janúar,“ sagði Albert. „Hann er á einhverju rölti inn í teiginn. Ef við förum svo yfir það hvað hann gerði með boltann; hann átti ekki möguleika að komast framhjá mönnum. Hann var langt frá því að vera klár í að spila þennan leik. Ef maður ber Breiðablik saman við Víking og Val og þeir ætla að berjast um eitthvað verða Ísak og Patrik að koma inn. Þeir eru svolítið að bíða eftir sínum tólfta, þrettánda manni til að ögra fyrstu ellefu. Svo er Kristófer [Ingi Kristinsson] alltaf meiddur.“ Klippa: Stúkan - Umræða um Ísak Albert furðaði sig á því af hverju Ísak væri ekki í betra líkamlegu formi. „Mér finnst nánast til skammar að þú komir úr atvinnumennsku eins og hann er að koma. Fyrir tveimur árum, þegar hann var að birta mynd af sér berum að ofan og tala um að hann væri í toppstandi þegar hann kom fyrst til Breiðabliks, þá held ég að þú [Lárus Orri Sigurðsson] hafir sagt að þetta væri lágmarkskrafa. Þetta er bara ein ástæða fyrir því að hann er kominn aftur til Íslands. Ef þú getur ekki séð betur um þig þegar þú lendir í meiðslum heldur en þetta áttu ekkert heima í atvinnumennsku,“ sagði Albert. Umræðuna um Ísak má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Breiðablik Stúkan Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Ísak kom aftur til Breiðabliks í vor á láni frá norska stórliðinu Rosenborg. Hann lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði Blika þegar þeir unnu Fylkismenn, 0-3, í Bestu deildinni á sunnudaginn. Albert gaf Ísaki ekki háa einkunn fyrir frammistöðuna í leiknum. „Hann er langt frá því að vera klár. Hann var held ég fimm sinnum rangstæður í fyrri hálfleik. Hann er í engu standi,“ sagði Albert í Stúkunni er talið barst að breiddinni í leikmannahópi Breiðabliks, miðað við hin liðin sem búist er við því að verði í toppbaráttunni. „Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikurinn hans. Hann hefur verið að koma af bekknum ásamt Patrik Johannesen sem er að koma aftur eftir meiðsli. Þegar maður ber þetta saman við hin liðin eiga þeir svolítið í land.“ Albert fór yfir nokkur atvik með Ísaki úr leiknum í Árbænum. „Hérna sjáum við Ísak, hröð sókn en hann er bara á einhverju joggi þarna. Hann var í algjöru rugli í þessum leik. Við vorum að tala um Jón Guðna [Fjóluson, leikmann Víkings] og standið á honum, við erum búin að tala um Kyle McLagan [leikmann Fram], einn besti leikmaður mótsins. Hann er búinn að vera með slitið krossband. Jón Guðni er búinn að vera frá í tvö og hálft ár. Ísak spilaði landsleik í janúar,“ sagði Albert. „Hann er á einhverju rölti inn í teiginn. Ef við förum svo yfir það hvað hann gerði með boltann; hann átti ekki möguleika að komast framhjá mönnum. Hann var langt frá því að vera klár í að spila þennan leik. Ef maður ber Breiðablik saman við Víking og Val og þeir ætla að berjast um eitthvað verða Ísak og Patrik að koma inn. Þeir eru svolítið að bíða eftir sínum tólfta, þrettánda manni til að ögra fyrstu ellefu. Svo er Kristófer [Ingi Kristinsson] alltaf meiddur.“ Klippa: Stúkan - Umræða um Ísak Albert furðaði sig á því af hverju Ísak væri ekki í betra líkamlegu formi. „Mér finnst nánast til skammar að þú komir úr atvinnumennsku eins og hann er að koma. Fyrir tveimur árum, þegar hann var að birta mynd af sér berum að ofan og tala um að hann væri í toppstandi þegar hann kom fyrst til Breiðabliks, þá held ég að þú [Lárus Orri Sigurðsson] hafir sagt að þetta væri lágmarkskrafa. Þetta er bara ein ástæða fyrir því að hann er kominn aftur til Íslands. Ef þú getur ekki séð betur um þig þegar þú lendir í meiðslum heldur en þetta áttu ekkert heima í atvinnumennsku,“ sagði Albert. Umræðuna um Ísak má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Breiðablik Stúkan Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira