Meiðslavandræði Vestra virðast engan enda ætla að taka Aron Guðmundsson skrifar 12. maí 2024 12:01 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, hefur þurft að eiga við meiðsli lykilmanna liðsins í upphafi móts. Vísir/Pawel Nýliðar Vestra í Bestu deildinni hafa heldur betur fengið vænan skammt af meiðslavandræðum í upphafi frumraunar sinnar í Bestu deildinni. Félagið greindi frá því í morgun að miðjumaðurinn Fatai Gbadamosi sé rifbeinsbrotinn og verður hann frá í tólf vikur. Fatai hafði byrjað tímabilið af krafti en nú greinir Vestri frá því að eftir samstuð á æfingu liðsins fyrr í vikunni hafi komið í ljós að Fatai hefði ribeinsbrotnað við högg sem hann fékk og að hann verði því í kjölfarið frá í tólf vikur. Áfall fyrir lið Vestra sem hefur nú þegar misst öfluga leikmenn á borð við Eið Aron Sigurbjörnsson og Morten Ohlsen Hansen í meiðsli. Eiður Aron ristarbrotnaði í leik með Vestra gegn HK í fjórðu umferð Bestu deildarinnar á meðan að Morten þurfti að fara meiddur af velli gegn Fram í fyrstu umferðinni. Þá fór miðjumaðurinn Tarik Ibrahimagic meiddur af velli gegn FH í síðustu umferð en virðast þau meiðsli smávægileg. Fyrir mót var greint frá því að Gustav Kjeldsen, einn besti leikmaður liðsins frá síðasta tímabili, hefði slitið hásin. Vestri, sem hefur halað inn sex stigum úr fyrstu sex leikjum sínum í Bestu deildinni, laut í lægra haldi gegn ÍA á Akranesi í baráttu nýliða deildarinnar í gær. Vestramenn eiga næst leik gegn KA í Mjólkurbikarnum og svo taka þeir á móti ríkjandi Íslands- og bikarmeisturum Víkings Reykjavíkur í næstu umferð Bestu deildarinnar. Besta deild karla Vestri Íslenski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira
Fatai hafði byrjað tímabilið af krafti en nú greinir Vestri frá því að eftir samstuð á æfingu liðsins fyrr í vikunni hafi komið í ljós að Fatai hefði ribeinsbrotnað við högg sem hann fékk og að hann verði því í kjölfarið frá í tólf vikur. Áfall fyrir lið Vestra sem hefur nú þegar misst öfluga leikmenn á borð við Eið Aron Sigurbjörnsson og Morten Ohlsen Hansen í meiðsli. Eiður Aron ristarbrotnaði í leik með Vestra gegn HK í fjórðu umferð Bestu deildarinnar á meðan að Morten þurfti að fara meiddur af velli gegn Fram í fyrstu umferðinni. Þá fór miðjumaðurinn Tarik Ibrahimagic meiddur af velli gegn FH í síðustu umferð en virðast þau meiðsli smávægileg. Fyrir mót var greint frá því að Gustav Kjeldsen, einn besti leikmaður liðsins frá síðasta tímabili, hefði slitið hásin. Vestri, sem hefur halað inn sex stigum úr fyrstu sex leikjum sínum í Bestu deildinni, laut í lægra haldi gegn ÍA á Akranesi í baráttu nýliða deildarinnar í gær. Vestramenn eiga næst leik gegn KA í Mjólkurbikarnum og svo taka þeir á móti ríkjandi Íslands- og bikarmeisturum Víkings Reykjavíkur í næstu umferð Bestu deildarinnar.
Besta deild karla Vestri Íslenski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira