Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Lilja boðar breytingu á skattaumhverfi frjálsra fjölmiðla

Sérstök umræða um stöðu fjölmiðla fór fram á þinginu fyrr í dag. Þingflokksformaður Viðreisnar var málshefjandi. Flestir sammála um fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði og kölluðu eftir heildstæðri stefnu ríkisstjórnarinnar í málinu. Ráðherra boðar skattaaðgerðir en vill ekki stofna „enn eina nefndina” til að greina stöðuna.

Innherji
Fréttamynd

Óli Björn storkar stjórnar­and­stöðunni

Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins nýr stjórnarandstöðunni því um nasir í grein í Morgunblaðinu í morgun að hún stundi málþóf og því sé þingið í hægagangi.

Innlent
Fréttamynd

Fæðu­öryggi er þjóðar­öryggis­mál

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda, hefur farið mikinn í umræðunni um fæðuöryggi. Þar hefur hann talað niður ógnina sem steðjar að fæðuöryggi þjóðarinnar og leggur til aðgerðir sem grafa undan fæðuörygginu og eru þess eðlis að þær draga úr innlendri matvælaframleiðslu.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóðar­leik­vangar og brostin lof­orð ríkis­stjórnarinnar

Þjóðarleikvangar okkar Íslendinga, fyrir bæði inni- og útiíþróttir, eru börn síns tíma og standast ekki nútímakröfur. Ekki fyrir leikmenn, ekki fyrir starfsfólk og ekki fyrir áhorfendur. Þetta vita allir sem það vilja vita. Þar á meðal ríkisstjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sem síðustu 5 ár hefur reglulega hrist loforðapokann sinn svo það hefur glumið duglega í. Í pokanum er meðal annars loforð um nýja þjóðarleikvanga.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta er ömur­legt á­stand og þjóðinni ekki bjóðandi“

Hver á fætur öðrum fóru stjórnarandstöðuþingmenn í pontu nú síðdegis og fordæmdu afdráttarlaust orð Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra þess efnis að stjórnarandstaðan væri með þingið í gíslingu. Nýr þingmaður, Hilda Jana, sló þingheim út af laginu þegar hún lýsti ástandinu á þinginu sem óbærilegu.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert fundar­boð vegna „mikil­mennsku­æðis“ stjórnar­flokkanna

Í morgun var fjármálaáætlun til næstu fimm ára kynnt en það fórst fyrir að bjóða tveimur áheyrnarfulltrúum stjórnarandstöðunnar í fjárlaganefnd á kynninguna. Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, sagði á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins að hann hefði fylgst með tölvupóstinum sínum til miðnættis í von um fundarboð en það barst aldrei.

Innlent
Fréttamynd

Sláandi að ekki sé brugðist frekar við mikilli verðbólgu

Þingmaður Samfylkingar segir sláandi að aðgerðir fyrir þá sem helst verða fyrir barðinu á mikilli verðbólgu séu ekki boðaðar í fjármálaætlun ríkisstjórnarinnar. Formaður Miðflokksins telur horft fram hjá þeim gríðarlegu áhrifum sem stríðið í Úkraínu muni hafa á efnahagslífið.

Innlent
Fréttamynd

Spari­st­ellið hennar ömmu

Við þekkjum öll fallega sparistellið hennar ömmu, oftar en ekki dýrgripir sem hafa gengið í erfðir frá mömmu hennar eða frænku, grunnir diskar, djúpir diskar og hliðardiskar með gylltum röndum og helst auðvitað úr eðal fínu postulíni.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar eru þing­menn Norð­austur­lands?

Fréttir síðustu daga og vikna af laxeldi á Austurlandi eru miður skemmtilegar. Varðandi Stöðvarfjörð eru gróðahyggjumenn að ráðast inn í samfélagið í annað sinn. Kambaröstin var seld ónefndum aðila, sem fór á endanum með allt í burtu. Skipið var síðar selt til Namibíu. Allir vita framhaldið.

Skoðun
Fréttamynd

Fjórir lífeyrissjóðir meðal sex stærstu hluthafa

Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Capital Group er ekki lengur annar stærsti hluthafi Íslandsbanka heldur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 5,23 prósenta hlut. Áætlað er að Bankasýsla ríkisins birti uppgjör á útboði ríkisins á hlut í Íslandsbanka í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stríð gegn al­þjóð­legu sam­starfi

Á þemaþingi Norðurlandaráðs sem haldið var nú í vikunni fór eðlilega mest fyrir umræðu um innrás Rússa í Úkraínu . Sendiherra Úkraínu var sérstakur gestur þingsins auk fulltrúa frá þingum Eystrasaltsríkjanna.

Skoðun
Fréttamynd

Lítil breyting færir karpið úr bakherbergjum og í þingsal

Alþekkt er að stjórnarliðar geri fyrirvara um hin ýmsu stjórnarfrumvörp en breytt vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins í þinginu gera hins vegar sérstaklega ráð fyrir því að fyrirvararnir verði kynntir opinberlega og skrifaðir út í ræðum og andsvörum í þinginu.

Klinkið
Fréttamynd

Sterkari í sam­einaðri rödd

Samstarf Norðurlanda er eitt umfangsmesta og elsta svæðasamstarf í heimi og hefur metnað til þess að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Það á rætur sínar að rekja aftur til 1952 sem gerir þetta 70. samstarfsárið.

Skoðun
Fréttamynd

Þingmenn minntust Guðrúnar Helgadóttur

Þingmenn minntust Guðrúnar Helgadóttur, rithöfundar og fyrrverandi forseta Alþingis, við upphaf þingfundar í dag. Guðrún andaðist aðfaranótt miðvikudagsins 23. mars en hún var 86 ára.

Innlent