Aðför að lánakjörum almennings Bjarni Jónsson skrifar 6. desember 2023 10:10 Margt fólk er hart leikið af lánastofnunum þessa dagana. Ekki bara fyrir dýrtíð og verðbólgu, heldur ekki síður vegna þess hvernig fjármálastofnanir, bankar og lánveitendur fá að komast upp með að beita fólk margskonar harðræði og þrengja að möguleikum þess til að fá notið eðlilegra og sanngjarnra lánakjara og úrlausna sinna mála hjá viðskiptabönkum sínum. Fólk er jafnvel bundið lánastofnunum skuldafjötrum gegnum óhagstæð íbúðalán, sem ekki fæst breytt til hagfelldari veru eða flutt annað vegna verðfellingar á lánshæfi þeirra, jafnvel yfir nótt. Það getur ekki skuldbreytt eða leitað betri kjara hjá sömu lánastofnunum eða annarsstaðar heldur er ofurselt þeim afarkostum sem bankarnir hafa búið þeim, eftirlitslítið. Ekki einu sinni viðskiptavinir til áratuga njóta velvildar sinna viðskiptabanka vegna þess að þannig geta bankarnir haft af þeim meira fé en ef við byggjum við heilbrigðari viðskiptahætti. Stór hluti Íslendinga á örlög sín undir fyrirtækjum eins og Creditinfo, sem eftirlitslítið safnar upplýsingum um fjárhagsstöðu fólks, metur hversu líklegt það er til að standa í skilum og verslar svo með og selur þær upplýsingar. Fyrirtækið er það eina sinnar tegundar og ekki háð neinu eftirliti og hafa Neytendasamtökin gert alvarlegar athugasemdir við það. Þann 23. nóvember síðastliðinn tilkynnti Creditinfo, skyndilega og fyrirvaralaust um breytingar á gerð lánshæfismats sem fólst í því að greiðslusaga einstaklinga var dreginn fram lengra aftur í tímann en áður. Þessar breytingar urðu til þess að lánshæfismat margra lækkaði bókstaflega yfir nótt, fólk sem einhverntíma var í vanskilum en hefur lengi staðið í skilum, er skyndilega metið ótraustari lántakendur, ekki vegna breytinga á högum þess heldur vegna breytinga á verkferlum hjá einu fyrirtæki, fyrirtæki með einokun á markaði á sölu persónuupplýsinga og að því er virðist geðþóttaákvörðunum um mælikvarða. Í krafti þessa geta svo viðskiptabankarnir stillt fólki upp með lakari lánakjör og makað enn frekar krókinn til viðbótar því sem þeir sækja með óhóflegum vaxtamun. Ég tók þetta ljóta mál upp á Alþingi í gær og tek heilshugar undir með Neytendasamtökunum, sem hafa kallað eftir því að stjórnvöld hafi eftirlit með og láti gera úttekt á virkni lánshæfismats Creditinfo. Þau hafa lengi bent á að ekkert eftirlit er með því hvernig lánshæfismat er reiknað út og hvaða breytur stjórni því. Þegar ofan á bætist svona aðför að hagsmunum einstaklinga sem standa í skilum þá er dagljóst að við svo búið verður ekki unað. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Vinstri græn Efnahagsmál Húsnæðismál Alþingi Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Margt fólk er hart leikið af lánastofnunum þessa dagana. Ekki bara fyrir dýrtíð og verðbólgu, heldur ekki síður vegna þess hvernig fjármálastofnanir, bankar og lánveitendur fá að komast upp með að beita fólk margskonar harðræði og þrengja að möguleikum þess til að fá notið eðlilegra og sanngjarnra lánakjara og úrlausna sinna mála hjá viðskiptabönkum sínum. Fólk er jafnvel bundið lánastofnunum skuldafjötrum gegnum óhagstæð íbúðalán, sem ekki fæst breytt til hagfelldari veru eða flutt annað vegna verðfellingar á lánshæfi þeirra, jafnvel yfir nótt. Það getur ekki skuldbreytt eða leitað betri kjara hjá sömu lánastofnunum eða annarsstaðar heldur er ofurselt þeim afarkostum sem bankarnir hafa búið þeim, eftirlitslítið. Ekki einu sinni viðskiptavinir til áratuga njóta velvildar sinna viðskiptabanka vegna þess að þannig geta bankarnir haft af þeim meira fé en ef við byggjum við heilbrigðari viðskiptahætti. Stór hluti Íslendinga á örlög sín undir fyrirtækjum eins og Creditinfo, sem eftirlitslítið safnar upplýsingum um fjárhagsstöðu fólks, metur hversu líklegt það er til að standa í skilum og verslar svo með og selur þær upplýsingar. Fyrirtækið er það eina sinnar tegundar og ekki háð neinu eftirliti og hafa Neytendasamtökin gert alvarlegar athugasemdir við það. Þann 23. nóvember síðastliðinn tilkynnti Creditinfo, skyndilega og fyrirvaralaust um breytingar á gerð lánshæfismats sem fólst í því að greiðslusaga einstaklinga var dreginn fram lengra aftur í tímann en áður. Þessar breytingar urðu til þess að lánshæfismat margra lækkaði bókstaflega yfir nótt, fólk sem einhverntíma var í vanskilum en hefur lengi staðið í skilum, er skyndilega metið ótraustari lántakendur, ekki vegna breytinga á högum þess heldur vegna breytinga á verkferlum hjá einu fyrirtæki, fyrirtæki með einokun á markaði á sölu persónuupplýsinga og að því er virðist geðþóttaákvörðunum um mælikvarða. Í krafti þessa geta svo viðskiptabankarnir stillt fólki upp með lakari lánakjör og makað enn frekar krókinn til viðbótar því sem þeir sækja með óhóflegum vaxtamun. Ég tók þetta ljóta mál upp á Alþingi í gær og tek heilshugar undir með Neytendasamtökunum, sem hafa kallað eftir því að stjórnvöld hafi eftirlit með og láti gera úttekt á virkni lánshæfismats Creditinfo. Þau hafa lengi bent á að ekkert eftirlit er með því hvernig lánshæfismat er reiknað út og hvaða breytur stjórni því. Þegar ofan á bætist svona aðför að hagsmunum einstaklinga sem standa í skilum þá er dagljóst að við svo búið verður ekki unað. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun