Aðför að lánakjörum almennings Bjarni Jónsson skrifar 6. desember 2023 10:10 Margt fólk er hart leikið af lánastofnunum þessa dagana. Ekki bara fyrir dýrtíð og verðbólgu, heldur ekki síður vegna þess hvernig fjármálastofnanir, bankar og lánveitendur fá að komast upp með að beita fólk margskonar harðræði og þrengja að möguleikum þess til að fá notið eðlilegra og sanngjarnra lánakjara og úrlausna sinna mála hjá viðskiptabönkum sínum. Fólk er jafnvel bundið lánastofnunum skuldafjötrum gegnum óhagstæð íbúðalán, sem ekki fæst breytt til hagfelldari veru eða flutt annað vegna verðfellingar á lánshæfi þeirra, jafnvel yfir nótt. Það getur ekki skuldbreytt eða leitað betri kjara hjá sömu lánastofnunum eða annarsstaðar heldur er ofurselt þeim afarkostum sem bankarnir hafa búið þeim, eftirlitslítið. Ekki einu sinni viðskiptavinir til áratuga njóta velvildar sinna viðskiptabanka vegna þess að þannig geta bankarnir haft af þeim meira fé en ef við byggjum við heilbrigðari viðskiptahætti. Stór hluti Íslendinga á örlög sín undir fyrirtækjum eins og Creditinfo, sem eftirlitslítið safnar upplýsingum um fjárhagsstöðu fólks, metur hversu líklegt það er til að standa í skilum og verslar svo með og selur þær upplýsingar. Fyrirtækið er það eina sinnar tegundar og ekki háð neinu eftirliti og hafa Neytendasamtökin gert alvarlegar athugasemdir við það. Þann 23. nóvember síðastliðinn tilkynnti Creditinfo, skyndilega og fyrirvaralaust um breytingar á gerð lánshæfismats sem fólst í því að greiðslusaga einstaklinga var dreginn fram lengra aftur í tímann en áður. Þessar breytingar urðu til þess að lánshæfismat margra lækkaði bókstaflega yfir nótt, fólk sem einhverntíma var í vanskilum en hefur lengi staðið í skilum, er skyndilega metið ótraustari lántakendur, ekki vegna breytinga á högum þess heldur vegna breytinga á verkferlum hjá einu fyrirtæki, fyrirtæki með einokun á markaði á sölu persónuupplýsinga og að því er virðist geðþóttaákvörðunum um mælikvarða. Í krafti þessa geta svo viðskiptabankarnir stillt fólki upp með lakari lánakjör og makað enn frekar krókinn til viðbótar því sem þeir sækja með óhóflegum vaxtamun. Ég tók þetta ljóta mál upp á Alþingi í gær og tek heilshugar undir með Neytendasamtökunum, sem hafa kallað eftir því að stjórnvöld hafi eftirlit með og láti gera úttekt á virkni lánshæfismats Creditinfo. Þau hafa lengi bent á að ekkert eftirlit er með því hvernig lánshæfismat er reiknað út og hvaða breytur stjórni því. Þegar ofan á bætist svona aðför að hagsmunum einstaklinga sem standa í skilum þá er dagljóst að við svo búið verður ekki unað. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Vinstri græn Efnahagsmál Húsnæðismál Alþingi Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Margt fólk er hart leikið af lánastofnunum þessa dagana. Ekki bara fyrir dýrtíð og verðbólgu, heldur ekki síður vegna þess hvernig fjármálastofnanir, bankar og lánveitendur fá að komast upp með að beita fólk margskonar harðræði og þrengja að möguleikum þess til að fá notið eðlilegra og sanngjarnra lánakjara og úrlausna sinna mála hjá viðskiptabönkum sínum. Fólk er jafnvel bundið lánastofnunum skuldafjötrum gegnum óhagstæð íbúðalán, sem ekki fæst breytt til hagfelldari veru eða flutt annað vegna verðfellingar á lánshæfi þeirra, jafnvel yfir nótt. Það getur ekki skuldbreytt eða leitað betri kjara hjá sömu lánastofnunum eða annarsstaðar heldur er ofurselt þeim afarkostum sem bankarnir hafa búið þeim, eftirlitslítið. Ekki einu sinni viðskiptavinir til áratuga njóta velvildar sinna viðskiptabanka vegna þess að þannig geta bankarnir haft af þeim meira fé en ef við byggjum við heilbrigðari viðskiptahætti. Stór hluti Íslendinga á örlög sín undir fyrirtækjum eins og Creditinfo, sem eftirlitslítið safnar upplýsingum um fjárhagsstöðu fólks, metur hversu líklegt það er til að standa í skilum og verslar svo með og selur þær upplýsingar. Fyrirtækið er það eina sinnar tegundar og ekki háð neinu eftirliti og hafa Neytendasamtökin gert alvarlegar athugasemdir við það. Þann 23. nóvember síðastliðinn tilkynnti Creditinfo, skyndilega og fyrirvaralaust um breytingar á gerð lánshæfismats sem fólst í því að greiðslusaga einstaklinga var dreginn fram lengra aftur í tímann en áður. Þessar breytingar urðu til þess að lánshæfismat margra lækkaði bókstaflega yfir nótt, fólk sem einhverntíma var í vanskilum en hefur lengi staðið í skilum, er skyndilega metið ótraustari lántakendur, ekki vegna breytinga á högum þess heldur vegna breytinga á verkferlum hjá einu fyrirtæki, fyrirtæki með einokun á markaði á sölu persónuupplýsinga og að því er virðist geðþóttaákvörðunum um mælikvarða. Í krafti þessa geta svo viðskiptabankarnir stillt fólki upp með lakari lánakjör og makað enn frekar krókinn til viðbótar því sem þeir sækja með óhóflegum vaxtamun. Ég tók þetta ljóta mál upp á Alþingi í gær og tek heilshugar undir með Neytendasamtökunum, sem hafa kallað eftir því að stjórnvöld hafi eftirlit með og láti gera úttekt á virkni lánshæfismats Creditinfo. Þau hafa lengi bent á að ekkert eftirlit er með því hvernig lánshæfismat er reiknað út og hvaða breytur stjórni því. Þegar ofan á bætist svona aðför að hagsmunum einstaklinga sem standa í skilum þá er dagljóst að við svo búið verður ekki unað. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar