Ofbeldi á ofbeldi ofan Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 11. desember 2023 09:31 Í síðustu viku var vinur minn sakaður opinberlega um ofbeldi. Ég hef sjaldan séð aðra eins gengisfellingu á hugtakinu „ofbeldi“ eins og í bréfinu sem sent var á stjórn VR og fjallað um í fjölmiðlum, en látum það liggja á milli hluta í bili. Vegna þessa fór ég að velta fyrir mér ofbeldi og hvernig það birtist okkur í hinu daglega lífi. Þegar talað er um „ofbeldismenn“ sjáum við væntanlega flest fyrir okkur stóran og reiðan karlmann með hnefann á lofti. Við vitum flest að ofbeldi er margslungnara en svo og mun fleiri „tegundir“ ofbeldismanna og kvenna en þessi einhæfa mynd sem við höfum svo mörg. Því það er til margskonar ofbeldi og það er ekki allt líkamlegt. Andlegt ofbeldi er ekki síður alvarlegt og getur jafnvel haft meiri langvarandi áhrif en það líkamlega. Minna hefur hins vegar farið fyrir umræðu um fjárhagslegt ofbeldi en andlegar afleiðingar þess eru oft svipaðar afleiðingum andlegs ofbeldis enda oft hluti af því. Fjárhagslegt ofbeldi ríkis og banka Þegar leitað er skilgreiningar á fjárhagslegu ofbeldi er oftast gengið út frá því að um sé að ræða maka eða einhvern nákominn sem beitir fjárhagslegum yfirburðum sínum gegn einhverjum sem getur ekki varið sig. En hvað með fjárhagslegt ofbeldi þeirra sem valdið hafa, eins og t.d. ríkisins, banka eða lífeyrissjóða, gagnvart varnarlausum heimilum landsins? Þessir aðilar búa til leikreglurnar og laga þær að sínum þörfum eftir hentugleikum. Venjulegt fólk á venjulegum heimilum, á sér engar varnir. Á undanförnum mánuðum þannig að ekki sér enn fyrir endann á því, eru ríkið, bankar og lífeyrissjóðir að beita heimili landsins grófu fjárhagslegu ofbeldi. Í hverjum einasta mánuði eru teknir af heimilunum miklir fjármunir, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Þau hafa enga samningsstöðu. Allar þeirra fjárhagsáætlanir eru foknar út í veður og vind og grundvöllurinn að lífinu brostinn. Áhættusamasta fjárfestingin í heiminum, er að koma sér þaki yfir höfuðið á Íslandi. Alveg sama hversu skynsamur þú ert, alveg sama hversu hagstæð lán þú tekur, alveg sama hversu góðar áætlanir þú gerir, „þeir“ ná þér alltaf einhvern veginn. Ofbeldið sem við samþykkjum og teljum „eðlilegt“ Í dag eru heimili landsins neydd til að afhenda bönkunum fé sem þau vinna fyrir hörðum höndum. Sá sem hefur 600.000 krónur í laun fær 444.000 krónur í vasann. Hafi hann tekið 40 milljón króna lán á 4% vöxtum þá greiddi hann 133.000 krónur í vexti eða 30% af útborguðum launum. Í dag borgar hann hins vegar 358.000 krónur í vexti eða 81% af launum sínum og heildarafborgun lánsins er komin í 442.000 krónur eða 99,5% af útborguðum launum. Svo er spurning hvað hann gerir við tvö þúsund kallinn; borðar hann eina máltíð eða greiðir af rafmagninu? Hvernig er þetta ekki ofbeldi? Hann hefði allt eins getað tekið lán hjá Mafíunni, en mér er til efs að einu sinni hún hafi látið sér detta í hug að bjóða upp á afarkosti sem þessa. Margir ráðherrar hafa tekið undir með Seðlabankastjóra og sagt að það sé stærsta hagsmunamál heimilanna að ná niður verðbólgunni, en það er hreinlega ekki rétt. Þó að verðbólgan sé slæm þá eru aðgerðirnar gegn henni mörgum sinnum verri og stærsta hagsmunamál heimilanna er að geta greitt af húsnæði sínu og eiga fyrir mat. Fæði, klæði og húsnæði eru grunnþarfir fjölskyldna og þegar þær greiða svona stóran hluta tekna sinna beint til bankanna (engum til gagns) þá er búið að svipta þær möguleikanum á því að uppfylla þessar grunnþarfir. Væru heimilin spurð, er ég ekki í vafa um að þau myndu frekar vilja 10% verðbólgu sem þýðir 10 – 50.000 króna aukningu á mánaðarlegum útgjöldum, en að vera neydd til að greiða 200 – 300 þúsundum meira á hverjum einasta mánuði, vegna vaxtahækkana sem þar að auki er vafasamt að lækki fyrrnefnda verðbólgu. Öll í sama bátnum – en á mjög mismunandi farrýmum Allt er þetta gert í boði og skjóli ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans og í þeim „göfuga“ tilgangi að sigrast á óvininum, verðbólgunni. Fólkið sem leggur þetta á heimilin er ekki með 444.000 til umráða eftir skatta eins og í dæminu hér á undan. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri er t.d. með um 2,2 milljónir á mánuði, eða um 1,3 milljónir í útborguð laun. 442.000 í greiðslubyrði á mánuði er þannig ekki nema um 34% af útborguðum launum hans. Hann yrði að skulda 120 milljónir til að lenda í svipaðri stöðu og hinn venjulegi meðaljón. Það sama má segja um ráðherrana sem leggja blessun sína yfir þetta allt. Ekkert af þessu fólki er að fara að lenda í neinum vanda og líður bara vel á fyrsta farrými. Þau hafa hins vegar ákveðið að pöpullinn á þriðja farrými sé ásættanlegur fórnarkostnaður. Svona svipað og konungar og stríðsherrar allra tíma, sem hafa litið á pöpulinn sem fallbyssufóður og ásættanlegan fórnarkostnað til að ná markmiðum sínum. Núna er það verðbólgan sem þarf að sigrast á hvað sem það kostar, enda finna þau sjálf lítið fyrir þeim kostnaði og alls ekki í sama mæli og fólkið sem skuldar mest og minnst hefur. Erum við öll í sama báti? er yfirskrift greinar sem við Ragnar Þór Ingólfsson skrifuðum í upphafi heimsfaraldurs í apríl 2020. Þó hún hafi verið skrifuð við aðrar aðstæður á hún mjög vel við í dag, eins og eftirfarandi tilvitnun er dæmi um: „En verðum við öll á sama báti þegar allt er yfirstaðið? Verðum við öll á sama báti þegar ríkisstjórnin verður búin að skrifa síðasta aðgerðatékkann? Það hvernig við rísum upp úr erfiðleikunum sem fram undan eru, ræðst af því sem við gerum í dag og þess vegna skipta áherslur stjórnvalda og hvað þau hafa í forgangi, gríðarlega miklu máli. Mun ríkisstjórnin úthluta heimilunum björgunarvesti og plássi í björgunarbátnum eða láta þau troða marvaðann í veikri von um að bankarnir bjargi þeim frá drukknun? Eða fá þau kannski sama hripleka hrákadallinn og síðast eins og skilja má af orðum forsætisráðherra? Eftir síðasta hrun var fjármálakerfið og afkoma þess sett í algjöran forgang á kostnað heimilanna og almennings í landinu. Sú hrikalega saga verður ekki rakin hér að þessu sinni, en það er umhugsunarefni að þau fyrirtæki sem fóru jafn óvarlega og raun ber vitni á árunum fyrir hrun, skuli síðan hafa hagnast gríðarlega á öllu saman, eða um nær 700 þúsund milljónir.“ Ég held að svarið við þessum spurningum sé að raungerast fyrir framan nefið á okkur. Er of langt gengið að kalla þetta ofbeldi gegn heimilunum? Nei, það er ekki of langt gengið. Ég er eins og allir aðrir að upplifa þetta ofbeldi núna, en þar fyrir utan upplifði ég þetta ofbeldi á eigin skinni í a.m.k. ellefu ár eftir hrun. Þá fengu bankarnir leyfi, skotfæri og skjól hjá ríkisstjórn(um) til að níðast á heimilum landsins með skelfilegum afleiðingum fyrir tugþúsundir einstaklinga, sem horfðu á drauma sína og framtíðarvonir springa í loft upp undir ofbeldinu. Svo ekki sé minnst á hvernig þetta fór með andlegu hliðina hjá flestum sem lentu í þessari skelfilegu hakkavél, þar sem fulltrúar ríkisins, sýslumenn og dómarar tóku fullan þátt í brotunum í stað þess að gæta réttinda fórnarlambanna gegn ofureflinu. Á vefsíðu Neyðarlínunnar 112.is er fjallað um fjárhagslegt ofbeldi. Þar stendur: „Enginn hefur rétt á að nota þína peninga eða stjórna því hvernig þú notar þá. Fjárhagslegt ofbeldi er notað til að stjórna manneskju gegnum fjármál. Það getur til dæmis verið með því að ákveða hvað þú mátt og mátt ekki kaupa, neita þér um að fá peningana þína eða svíkja af þér peninga. Manneskja sem verður fyrir fjárhagslegu ofbeldi getur einangrast og misst sjálfstæði sitt. Hún er oft fjárhagslega háð þeim sem beita ofbeldinu og því getur verið mjög erfitt að slíta sambandinu.“ Eins og alltaf er skrifað út frá því að ofbeldinu sé beitt af einstaklingum en ekki „kerfi“ eða stofnunum, en margt af þessu má engu að síður heimfæra upp á upplifun þúsunda heimila í dag. Fjárráð þeirra hafa verið tekin af þeim með valdboði hins sterka. Þau geta ekki lengur ákveðið hvað þau vilja kaupa eða gera því þeim er gert að „styrkja“ bankanna með sínu eigin sjálfsaflafé. Heimilin eru svo sannarlega fjárhagslega háð bönkunum og geta í mörgum tilfellum ekki losað sig úr þessu ofbeldissambandi, enda vandséð hvert þau ættu svo sem að fara. Aðrir kostir eru ekki minni „ofbeldismenn“ en sá sem flúið er frá. Það er vert að vekja athygli á setningunni „Manneskja sem verður fyrir fjárhagslegu ofbeldi getur einangrast og misst sjálfstæði sitt.“ Það var reynsla okkar margra á árunum eftir hrun að einangrast. Ég get talað fyrir sjálfa mig þar og ég veit að það á við um marga fleiri. Þegar þú missir fjárhagslegt sjálfstæði þitt vegna ógnunar sem vofir yfir, þá hverfur alveg ótal margt annað. Þetta étur þig að innan og það á sennilega jafnt við, hvort sem ofbeldismaðurinn er einstaklingur eða banki. Þessi lýsing konu sem bjó við fjárhagslegt ofbeldi maka á andlegum afleiðingum þess er a.m.k. eitthvað sem ég og fleiri könnumst vel við: „Mestu áhrifin eru þau að þú bognar og þú hættir að finna fyrir gleði. Þú hættir líka að finna fyrir reiði því þú mátt ekki vera reið. Þú mátt ekki vera sár. Þú mátt eiginlega ekki vera til því það skiptir engu máli hvernig þér líður.“ Það skal tekið skýrt fram að ég hef ekki búið við líkamlegt ofbeldi og er því alls ekki að bera mína upplifun á fjárhagslegu ofbeldi banka saman við hræðilega upplifun þessarar konu. Svona ofbeldi í návígi hlýtur alltaf að vera mikið verra en fjarlægð mín frá þeim sem beittu mig ofbeldi. Ég er eingöngu að benda á að þó að ofbeldið sé (tæknilega) löglegt, þá eru andlegar afleiðingar þess að mörgu leyti svipaðar, eins og t.d. þessi frásögn er til marks um: „Allt frá árinu 2010 heimsóttu fulltrúar sýslumanns okkur reglulega með stefnur frá bankanum með margvíslegum hótunum. Ég gleymi því aldrei hvernig tilfinningin var þegar fyrsta hótunin kom. Dyrabjöllunni var hringt á meðan ég var að ausa spaghetti á diskana hjá börnunum í kvöldmatnum og ég fór til dyra. Niðurlútur maður á fimmtugsaldri rétti mér hvítt umslag og bað mig að kvitta fyrir. Ég opnaði það og las stefnuna frá sýslumanni og tárin byrjuðu að leka niður kinnarnar á mér. Hann horfði á mig og ég sá að honum leið jafn illa og mér. Ég hljóp inn á klósett og kastaði upp. Þetta var bara fyrsta heimsóknin en ég vandist þessu aldrei; mér leið alltaf jafn illa og alltaf var skömmin jafn mikil við hverja heimsókn frá vinum sýslumannsembættisins. … Ég sat inn á baðherbergi í vinnunni og nötraði og skalf á milli þess sem ég kastaði upp meðan á uppboðinu stóð. Uppsöfnuð vanlíðan, spenna og óöryggi síðustu 7 ára fékk útrás þarna inni á þröngu baðherberginu. Tilfinningin sem helltist yfir mig þegar ég horfðist í augu við þann raunveruleika að baráttan væri töpuð og ekkert eftir, var ólýsanleg. … Álagið sem hafði fylgt þessu ástandi var of mikið og hjónaskilnaður sem kom í kjölfarið var eflaust óumflýjanlegur eftir allt sem á undan var gengið. … Ég tók þá meðvituðu ákvörðun að skila húsinu eins og ég hefði verið að selja það og skúraði og skrúbbaði og skrúbbaði í hvert horn. Það var líka ákveðin sorgarmeðferð sem fólst í þeirri hreingerningu og trúið mér að þau voru ansi mörg tárin sem féllu í þeim skúringum. … Börnin mín tvístruðust við skilnaðinn og hvort að þau sár sem skilnaðurinn hefur valdið muni nokkurn tímann gróa, veit maður ekki nú. Allir sem hafa skilið vita hvaða sársauki fylgir honum og hvað slíkt ferli tekur á og hvaða vanlíðan skilnaður kallar fram hjá öllum. … Verst finnst mér samt skömmin sem ég upplifi frá samfélaginu og eigið samviskubit. Skömmin yfir að vera í þessum aðstæðum. Skömmin yfir að vera á svörtum lista fjármálastofnana. Samviskubitinu yfir að hafa misst af dýrmætum 9 árum sem ég hefði getað notað til að safna upp fyrir ýmsu, gera hluti sem mig dreymdi að gera með börnunum mínum og skapa þannig góðar minningar, og geta ekki stutt þau fjárhagslega núna þegar þau eru komin á þann aldur að flytja að heiman og fara að búa sjálf. Ég fæ þessi ár ekkert aftur. Skömminni að vera komin á fimmtugsaldur og eiga ekkert og hafa misst allt sem hægt er að kaupa fyrir peninga. Eftir stendur heilsan mín og það dýrmætasta sem ég á sem eru börnin mín, fjölskyldan og traustir vinir. Nú þegar fleiri og fleiri hafa stígið fram, kemur í ljós að það er ekki bara ég í þessum sporum. Kannski ætti bara að skila skömminni til fjármálafyrirtækjanna sem fara svona með viðskiptavinina á meðan þeir ryksuga bankanna að innan til eigin nota, eða greiða starfsmönnum aukabónusa fyrir góðar heimtur.“ Þetta er löng tilvitnun, en þessi frásögn lýsir því svo vel hvernig þetta var og hversu skelfilegt álag fylgdi þessu ofbeldi sem, þó ekki væri um einstakling á heimilinu að ræða, var alltaf nálægt og allt um lykjandi. Þetta er ein af mörgum frásögnum sem ég hef grátið yfir enda er upplifun mín í aðalatriðum sú sama. Í dag eru fjölmörg heimili að ganga í gegnum miklar efnahagslegar þrengingar og í skýrslu um Ofbeldi í nánum samböndum á vef Stjórnarráðsins stendur í kaflanum um félagslega og efnahagslega erfiðleika: „Það er vel þekkt úr rannsóknum að ofbeldi eykst í samfélögum sem búa við félagslega eða efnahagslega erfiðleika. Slíkir erfiðleikar auka á almenna streitu og undir þeim kringumstæðum þarf minna til að leysa ofbeldi úr læðingi… En meginþátturinn er að hærra almennt streitustig samfélags eykur líkur á að konur verði fyrir ofbeldi innan og utan náinna sambanda… Lágar tekjur og/eða fjárhagslegar þrengingar og stress sýnir sig í flestum rannsóknum vera tengt auknu ofbeldi… það væri rangt að líta fram hjá þeim rannsóknaniðurstöðum að ofbeldi sé líklegra í fjölskyldum sem búa við erfiðar efnahagslegar og félagslegar aðstæður… Íslenska ofbeldiskönnunin frá 1996 leiddi ekki í ljós nein tengsl milli efnahagslegrar stöðu og ofbeldis. Vel er hugsanlegt að það skýrist af því að ekki sé fyrst og fremst um að ræða að orsök ofbeldisins sé í lágum tekjum heldur fjárhagslegum áhyggjum og stressi.“ - Ingólfur V. Gíslason, 2008, Ofbeldi í nánum samböndum, útdráttur af bls. 25 - 26 Með vaxtaákvörðunum sínum er Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að leggja gríðarlegar fjárhagslegar byrðar á heimili landsins, byrðar sem búa til fjárhagslegar þrengingar, áhyggjur, stress og streitu, en allt eru þetta þættir sem stuðla að því að „ofbeldi leysist úr læðingi“. Hvernig í ósköpunum er hægt að réttlæta það? Og hvernig í ósköpunum getur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, réttlætt fyrir sjálfri sér að ríkisstjórn undir hennar forystu stuðli að því að ofbeldi gegn konum leysist úr læðingi? Samstaða um ofbeldi á æðstu stöðum Það er viðbúið að nú rísi einhverjir upp á afturlappirnar og telji mig ganga of langt í kalla „aðgerðir gegn verðbólgunni“ ofbeldi. Því svo merkilegt sem það nú er, þá virðist það í augum sumra vera alvarlegri glæpur að benda á ofbeldið en að standa að baki því. Ekkert af því fólki sem missti heimili sín eftir hrun var beitt líkamlegu ofbeldi af neinu tagi, en það var beitt bæði andlegu og fjárhagslegu ofbeldi og það býr allt enn við afleiðingar þess, bæði andlegar og fjárhagslegar, sem gróa síðar og oft verr en líkamleg sár. Svona viðamikið ofbeldi á sér ekki stað í einhverju tómarúmi. Það gerist og getur gengið jafn lengi og raun ber vitni, af því að um það ríkir samstaða á æðstu stöðum. Það ríkir þannig óumdeilanlega samstaða um það á æðstu stöðum og hjá æðstu embættum á Íslandi á 21. öldinni, að þverbrjóta megi á réttindum einstaklinga í þeim tilgangi að verja hagsmuni ríkisins eða fjármálakerfisins. Þetta er þyngra og alvarlegra en tárum taki og ein helsta ástæða þess að ég stend núna sjálf í málaferlum við ríkið til að draga þeirra vel földu skömm fram í dagsljósið. Ég er nefnilega bara eitt dæmi af þúsundum og þessum brotum gegn varnarlausu fólki verður að linna. Og núna er sagan að endurtaka sig. Hvort sem fólki tekst að halda heimilum sínum eða ekki, er verið að beita það grófu fjárhagslegu ofbeldi núna og það gerist ekki í tómarúmi eða „bara alveg óvart“. Ofbeldið á sér stað af því að um það hefur verið tekin meðvituð ákvörðun á „æðstu stöðum“. Enginn hefur verið spurður að því hvort hann vilji fórna fjárhagslegri velferð sinni og fjölskyldu sinnar fyrir „fjárhagslegan stöðugleika“ eða „jákvæða raunvexti“ fyrir fjármagnseigendur. Ekki neinn. Það var annað fólk sem ákvað að „þér“ bæri að fórna þinni velferð fyrir það sem Seðlabankinn og ríkisstjórnin kalla „fjármálastöðugleika“ en það er algjörlega ljóst að þá eru þau ekki að tala um fjármálastöðugleika fyrir heimilin. Hann er löngu fokin út í veður og vind. Seðlabankastjóri var meira segja svo ósvífinn að segja okkur það, glaðhlakkalegur, að lausafjárstaða bankanna væri „hrikalega góð“. Mér svelgdist nú hreinlega á morgunkaffinu þegar ég las þetta, því mér var svo hryllilega misboðið. Þvílíkt takleysi og dónaskapur við heimili landsins sem hafa greitt þessa „hrikalega góðu“ lausafjárstöðu dýrum dómum úr eigin vösum og oft fórnað miklu fyrir, eins og t.d. heimilisöryggi, tómstundum barna og í sumum tilfellum mat eða heilbrigðisþjónustu. En vistin í fílabeinsturninum er góð og á meðan bankar og lífeyrissjóðir fitna af ofátinu, er víst allt gott í La la landinu Íslandi. Er það ofbeldi að berjast gegn ofbeldi? Náttúruhamfarirnar í Grindavík hafa dregið þetta ofbeldi fram í dagsljósið. Fyrst kom tilboðið frá bönkunum, sem er bara svipað þeim „tilboðum“ sem skuldarar fengu eftir hrun og fáir gagnrýndu þá, nema Hagsmunasamtök heimilanna sem þá voru nýstofnuð og mættu lítilsvirðingu ríkjandi valdhafa. Það virtist koma bönkunum í opna skjöldu hversu hörð viðbrögðin voru núna en ég tel þau sýna svart á hvítu hverju baráttan frá hruni hefur skilað. Þá var tilboðum í þessum dúr tekið þegjandi, jafnvel fagnandi af mörgum, en þannig var það sem betur fer ekki núna. Bönkunum til hróss, þá sáu þeir fljótlega að sér en það gerðist ekki baráttulaust og þar stóð Ragnar Þór Ingólfsson fremstur í flokki ásamt verkalýðsleiðtogum úr Grindavík, þeim Herði Guðbrandssyni og Einari Hannesi Harðarsyni. Lífeyrissjóðirnir þráast hins vegar enn þá við þegar þetta er skrifað. Þeir bera fyrir sig lagagreinar, án þess að geta bent á hverjar þær eru og eru almennt að sýna þeim Grindvíkingum sem þarna eiga mikið í húfi, mikla lítilsvirðingu og dónaskap. Beitt er röksemdum úr vopnabúri hrunsins, enda virkuðu þau mjög vel þá; ef þið fáið eitthvað gefið eftir bitnar það á öðrum sem þurfa þá að borga það sem þið fáið. Þetta var algjörlega rangt eftir hrun, þó ég fari ekki nánar í það hér, og er það einnig nú. Hvernig geta sjóðir sem hafa tapað 800.000.000.000 krónum á illa ígrunduðum og lélegum fjárfestingum, haldið því fram að það að gefa eftir minna en 50 milljónir króna, muni „bitna á lífeyrisgreiðslum annarra“? Ef svo er, hvaða áhrif hafa þá þessar átta hundruð þúsund milljónir, sem þeir vilja alls ekki tala um, á lífeyrisgreiðslur okkar allra? Ég bara spyr og myndi gjarnan vilja fá svör. En þá komum við að ofbeldinu. Fjármálafólk hefur hingað til getað beitt ofbeldi sínu úr fjarlægð. Fórnarlömb þeirra finna alltaf fyrir ofbeldinu eins og að framan er lýst, en þau hafa hingað til getað staðið inn í gler- og marmarahöllum sínum, án þess að horfa framan í þau sem verða fyrir ofbeldinu. Mánudaginn 30. nóvember, mætti fólk hins vegar í afgreiðslu þeirra og krafðist svara og þar sem þetta var nokkur fjöldi undir forystu verkalýðsforingja, þá gat forstjóri Gildis lífeyrissjóðs ekki bara falið sig fyrir innan, hann varð að koma fram og horfast í augu við fólkið og honum fannst það ekki þægilegt. Lausnin var einföld, að saka fremsta verkalýðsforingja landsins, manninn sem hefur verið þeim hvað óþægastur ljár í þúfu, um ofbeldi. Hversu lágt er hægt að leggjast? Þessi ásökun segir gríðarlega mikið um siðferði þeirra sem við erum að berjast við og gaslýsingarnar sem þau beita. Opinberrar afsökunarbeiðni krafist Með ásökun Gildis lífeyrissjóðs er verið að gera lítið úr Grindvíkingum og þeirra stöðu. Hún er gaslýsing á háu stigi, þar sem tilraun er gerð til að þyrla upp ryki og búa til mál sem ekkert er með því að láta umræðuna fara að snúast um eina persónu. Allt í einu þurfti Ragnar Þór að mæta í viðtöl og neita því að vera ofbeldismaður og færa rök fyrir því að svo væri ekki. Ég var viðstödd bæði mótmælin sem hafa verið haldin og þar var engum ógnað, ekkert ofbeldi átti sér stað og engin sýndi af sér óviðeigandi framkomu af neinu tagi. Það er einnig mjög alvarlegt að með þessu er Gildi lífeyrissjóður að ásaka alla Grindvíkingana sem þarna voru, sumir með börn, og aðra viðstadda, þ.á.m. mig sjálfa og alla stjórn Eflingar, um ofbeldi. Látum mig og stjórn Eflingar liggja á milli hluta, en Árni Guðmundsson og Gildi lífeyrissjóður, skulda bæði Ragnari Þór og Grindvíkingum opinbera afsökunarbeiðni. Það er gríðarlega alvarlegt að nota svona alvarlegar ásakanir sem vopn í baráttu þegar rök þrýtur og maður hlýtur að velta fyrir sér hverjar afleiðingar svona ásakana væru ef um væri að ræða einstakling sem ekki væri jafn vel þekktur og nyti jafn mikils trausts í samfélaginu fyrir baráttu sína og framgöngu í erfiðum málum eins og Ragnar Þór. Hvað varnir hefði sá einstaklingur gegn tilhæfulausum ásökunum sem þessum? Að neita að viðurkenna ofbeldi Í fyrrnefndri skýrslu, Ofbeldi í nánum samböndum, stendur á bls. 27: „Mikilvæg forsenda þess að ofbeldi sé beitt er að lítið sé gert úr þeim sem fyrir því á að verða.“ Núna voru Grindvíkingar og Ragnar Þór ásakaðir um ofbeldi fyrir það að krefjast svara vegna aðgerðaleysis fyrir fólk í erfiðum aðstæðum. Þetta er það sem fjármálakerfið og ríkið gera; þau beita gaslýsingum og tilhæfulausum ásökunum í áróðursskyni. Þessir aðilar eru alltaf með töglin og hagldirnar. Þau hafa greiðan aðgang að fjölmiðlum og færa áróðursmeistara á sínum snærum. Þau vita að til að réttlæta gjörðir sínar þarf að mála fórnarlömb þeirra ákveðnum litum ásamt því að stimpla fólk sem rís gegn þeim sem æsingafólk, lýðskrumara, ofbeldisfólk, eða með því að gera lítið úr þeim í ræðu og riti, séu þau yfirleitt virt svars, því hunsun er einnig óspart beitt. Eftir bankahrunið var t.d. farið í það sem á ensku er kallað „public shaming“, eða opinber smánun, gagnvart þeim sem lentu í skuldavanda. Skuldavanda sem var í fæstum tilfellum þeim sjálfum að kenna heldur “fjármálavíkingum” sem fóru vægast sagt illa að ráði sínu ásamt eftirlitskerfi sem brást algjörlega. Ekkert af þessu fólki tók neina ábyrgð heldur varpaði henni strax yfir á heimilin, fólkið í landinu sem hafði það eitt sér til saka unnið að koma sér þaki yfir höfuðið, líkt og við horfum aftur upp á núna 15 árum síðar. Á skjáum landsmanna birtust málsmetandi menn eins og þáverandi ráðherrar og Seðlabankastjóri, sem fyrst töluðu um að „ekki mætti leita sökudólga“ og svo að við værum „öll í þessu saman“. Það að predika að ekki mætti leita sökudólga var algjör snilld hjá þeim því eftir stóð ráðvillt þjóð sem fékk lítil sem engin svör og þá var eftirleikurinn auðveldur en þetta var bara fyrsta skrefið í því sem á eftir fylgdi. Fljótlega í kjölfarið hófst söngurinn um „ábyrgðarlausa fólkið“ sem „hafði reist sér hurðarás um öxl“, og eytt ótæpilega í t.d. flatskjáina margumtöluðu. Þetta sama fólk var mjög alvarlegt og ábúðarfullt þegar það í krafti stöðu sinnar beindi allri sök á ástandinu að ábyrgðarlausu heimilunum, sem hefðu ekki kunnað fótum sínum forráð í fjármálum. Þetta er eins kaldrifjað og það getur orðið og ekki batnaði það þegar fólki var bent á að fjármálastofnanirnar sem höfðu ALLS EKKI kunnað fótum sínum forráð og komið okkur í þessa klípu, áttu að fara að ráðleggja ráðdeildarsömu fólki, sem var í skuldavanda VEGNA bankanna, í fjármálum. Þegar einhverjir voru ekki tilbúnir til að taka þátt í þessum farsa eða greiða skuldir sem þau höfðu aldrei stofnað til, var einfaldlega gefið í og þá birtist þetta sama fólk og talaði ábúðarfullt um fólkið sem „vildi ekki greiða skuldir sínar“! Ásamt því að beita sama vopninu og lífeyrissjóðirnir nota núna sem er að ásaka þau sem mótmæltu og börðust á móti um að ætla að „láta aðra (gamla fólkið) greiða skuldir sínar“. Þegar dómar tóku svo að falla fjármálakerfinu í óhag fyrri hluta árs 2010, mættu þeir enn og aftur með boðskapinn um að það væri mjög slæmt fyrir bankakerfið ef farið væri að lögum og Hæstaréttardómur fengi að standa. Seinni hluta ársins var búið að “koma vitinu” fyrir dómstólana sem upp frá því hafa dansað með fjármálakerfinu og framkvæmdarvaldinu í þessum málum og síðan þá hefur varla neitt réttlæti verið til fyrir neytendur á fjármálamarkaði á Íslandi. Á meðan þessi áróður var fluttur svo til linnulaust og dómstólum snúið, hófu bankarnir áhlaupið á heimilin og byrjuðu á þeim sem stóðu hvað höllustum fæti. Ofbeldið var skelfilegt en það hefur aldrei fengist viðurkennt. Hagsmunasamtök heimilanna hafa farið fram á það síðan 2017 að gerð verði rannsóknarskýrsla Alþingis um aðfarirnar gegn heimilunum eftir hrun, svokölluð Rannsóknarskýrsla heimilanna. Engin vilji er á Alþingi fyrir slíkri skýrslu, enda er hætt við að hún myndi leiða ýmislegt óþægilegt í ljós eins og þessi umfjöllun mín um nokkur atriði málsins sýnir fram á. Veita þarf fórnarlömbum ofbeldisins lausn frá skömminni Algjör þöggun ríkir um ofbeldið gegn a.m.k. 15.000 heimilum. Fyrir vikið er mikil hætta á að það endurtaki sig og ég tel að við séum að horfa upp á það gerast núna. Afneitun fjármálaráðherra, bæði þess fyrrverandi og núverandi, og Seðlabankastjóra, á þeim erfiðu aðstæðum heimilanna sem ekki ráða við afborganir lána í dag og eru að lenda í miklum vanda, er álíka skelfileg og framangreind viðbrögð ráðamanna eftir hrun. Það blasir við öllu sæmilega skynsömu fólki, og maður hlýtur að gera ráð fyrir að fólk í æðstu stöðum búi yfir sæmilegri skynsemi, að heimilin ráða ekki við þær byrðar sem búið er að leggja á þau. Samt er afneitunin algjör. Það er kannski ekki skrýtið að öll ríkisstjórnin afneiti núverandi og yfirvofandi vanda, þegar hún afneitar enn þá þeirri skjalfestu staðreynd að tugþúsundir hafi að ósekju misst heimili sín í kjölfar bankahrunsins. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar núna þykja mér benda til þess að heimilunum verði fórnað aftur án þessi að nokkurt þeirra sem nú fara með völdin muni lyfta litla fingri, þegar bankarnir fara að draga inn aflann sem þeir eru núna að ná í netin. Það má alls ekki sigla svona sofandi að feigðarósi! Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, ber skylda til að verja heimilin og setja hagsmuni þeirra og velferð framar hagsmunum fjármálafyrirtækja. Henni ber að verja þau þegar Peningastefnunefnd Seðlabankans kann sér ekki hóf og setja henni stólinn fyrir dyrnar. Það er ekki lögmál að þegar verðbólga kemur upp eins og núna, geti bankarnir bara beðið með opinn kjaftinn eftir því að heimilin renni ofan í þá, eins og reynslan hefur sýnt. Ef við eigum öll að vera í sama báti þurfa bankarnir að vera í honum líka því heimilin eiga ekki að vera fóður fyrir þá. Höfundur er þ ingmaður Flokks fólksins og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var vinur minn sakaður opinberlega um ofbeldi. Ég hef sjaldan séð aðra eins gengisfellingu á hugtakinu „ofbeldi“ eins og í bréfinu sem sent var á stjórn VR og fjallað um í fjölmiðlum, en látum það liggja á milli hluta í bili. Vegna þessa fór ég að velta fyrir mér ofbeldi og hvernig það birtist okkur í hinu daglega lífi. Þegar talað er um „ofbeldismenn“ sjáum við væntanlega flest fyrir okkur stóran og reiðan karlmann með hnefann á lofti. Við vitum flest að ofbeldi er margslungnara en svo og mun fleiri „tegundir“ ofbeldismanna og kvenna en þessi einhæfa mynd sem við höfum svo mörg. Því það er til margskonar ofbeldi og það er ekki allt líkamlegt. Andlegt ofbeldi er ekki síður alvarlegt og getur jafnvel haft meiri langvarandi áhrif en það líkamlega. Minna hefur hins vegar farið fyrir umræðu um fjárhagslegt ofbeldi en andlegar afleiðingar þess eru oft svipaðar afleiðingum andlegs ofbeldis enda oft hluti af því. Fjárhagslegt ofbeldi ríkis og banka Þegar leitað er skilgreiningar á fjárhagslegu ofbeldi er oftast gengið út frá því að um sé að ræða maka eða einhvern nákominn sem beitir fjárhagslegum yfirburðum sínum gegn einhverjum sem getur ekki varið sig. En hvað með fjárhagslegt ofbeldi þeirra sem valdið hafa, eins og t.d. ríkisins, banka eða lífeyrissjóða, gagnvart varnarlausum heimilum landsins? Þessir aðilar búa til leikreglurnar og laga þær að sínum þörfum eftir hentugleikum. Venjulegt fólk á venjulegum heimilum, á sér engar varnir. Á undanförnum mánuðum þannig að ekki sér enn fyrir endann á því, eru ríkið, bankar og lífeyrissjóðir að beita heimili landsins grófu fjárhagslegu ofbeldi. Í hverjum einasta mánuði eru teknir af heimilunum miklir fjármunir, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Þau hafa enga samningsstöðu. Allar þeirra fjárhagsáætlanir eru foknar út í veður og vind og grundvöllurinn að lífinu brostinn. Áhættusamasta fjárfestingin í heiminum, er að koma sér þaki yfir höfuðið á Íslandi. Alveg sama hversu skynsamur þú ert, alveg sama hversu hagstæð lán þú tekur, alveg sama hversu góðar áætlanir þú gerir, „þeir“ ná þér alltaf einhvern veginn. Ofbeldið sem við samþykkjum og teljum „eðlilegt“ Í dag eru heimili landsins neydd til að afhenda bönkunum fé sem þau vinna fyrir hörðum höndum. Sá sem hefur 600.000 krónur í laun fær 444.000 krónur í vasann. Hafi hann tekið 40 milljón króna lán á 4% vöxtum þá greiddi hann 133.000 krónur í vexti eða 30% af útborguðum launum. Í dag borgar hann hins vegar 358.000 krónur í vexti eða 81% af launum sínum og heildarafborgun lánsins er komin í 442.000 krónur eða 99,5% af útborguðum launum. Svo er spurning hvað hann gerir við tvö þúsund kallinn; borðar hann eina máltíð eða greiðir af rafmagninu? Hvernig er þetta ekki ofbeldi? Hann hefði allt eins getað tekið lán hjá Mafíunni, en mér er til efs að einu sinni hún hafi látið sér detta í hug að bjóða upp á afarkosti sem þessa. Margir ráðherrar hafa tekið undir með Seðlabankastjóra og sagt að það sé stærsta hagsmunamál heimilanna að ná niður verðbólgunni, en það er hreinlega ekki rétt. Þó að verðbólgan sé slæm þá eru aðgerðirnar gegn henni mörgum sinnum verri og stærsta hagsmunamál heimilanna er að geta greitt af húsnæði sínu og eiga fyrir mat. Fæði, klæði og húsnæði eru grunnþarfir fjölskyldna og þegar þær greiða svona stóran hluta tekna sinna beint til bankanna (engum til gagns) þá er búið að svipta þær möguleikanum á því að uppfylla þessar grunnþarfir. Væru heimilin spurð, er ég ekki í vafa um að þau myndu frekar vilja 10% verðbólgu sem þýðir 10 – 50.000 króna aukningu á mánaðarlegum útgjöldum, en að vera neydd til að greiða 200 – 300 þúsundum meira á hverjum einasta mánuði, vegna vaxtahækkana sem þar að auki er vafasamt að lækki fyrrnefnda verðbólgu. Öll í sama bátnum – en á mjög mismunandi farrýmum Allt er þetta gert í boði og skjóli ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans og í þeim „göfuga“ tilgangi að sigrast á óvininum, verðbólgunni. Fólkið sem leggur þetta á heimilin er ekki með 444.000 til umráða eftir skatta eins og í dæminu hér á undan. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri er t.d. með um 2,2 milljónir á mánuði, eða um 1,3 milljónir í útborguð laun. 442.000 í greiðslubyrði á mánuði er þannig ekki nema um 34% af útborguðum launum hans. Hann yrði að skulda 120 milljónir til að lenda í svipaðri stöðu og hinn venjulegi meðaljón. Það sama má segja um ráðherrana sem leggja blessun sína yfir þetta allt. Ekkert af þessu fólki er að fara að lenda í neinum vanda og líður bara vel á fyrsta farrými. Þau hafa hins vegar ákveðið að pöpullinn á þriðja farrými sé ásættanlegur fórnarkostnaður. Svona svipað og konungar og stríðsherrar allra tíma, sem hafa litið á pöpulinn sem fallbyssufóður og ásættanlegan fórnarkostnað til að ná markmiðum sínum. Núna er það verðbólgan sem þarf að sigrast á hvað sem það kostar, enda finna þau sjálf lítið fyrir þeim kostnaði og alls ekki í sama mæli og fólkið sem skuldar mest og minnst hefur. Erum við öll í sama báti? er yfirskrift greinar sem við Ragnar Þór Ingólfsson skrifuðum í upphafi heimsfaraldurs í apríl 2020. Þó hún hafi verið skrifuð við aðrar aðstæður á hún mjög vel við í dag, eins og eftirfarandi tilvitnun er dæmi um: „En verðum við öll á sama báti þegar allt er yfirstaðið? Verðum við öll á sama báti þegar ríkisstjórnin verður búin að skrifa síðasta aðgerðatékkann? Það hvernig við rísum upp úr erfiðleikunum sem fram undan eru, ræðst af því sem við gerum í dag og þess vegna skipta áherslur stjórnvalda og hvað þau hafa í forgangi, gríðarlega miklu máli. Mun ríkisstjórnin úthluta heimilunum björgunarvesti og plássi í björgunarbátnum eða láta þau troða marvaðann í veikri von um að bankarnir bjargi þeim frá drukknun? Eða fá þau kannski sama hripleka hrákadallinn og síðast eins og skilja má af orðum forsætisráðherra? Eftir síðasta hrun var fjármálakerfið og afkoma þess sett í algjöran forgang á kostnað heimilanna og almennings í landinu. Sú hrikalega saga verður ekki rakin hér að þessu sinni, en það er umhugsunarefni að þau fyrirtæki sem fóru jafn óvarlega og raun ber vitni á árunum fyrir hrun, skuli síðan hafa hagnast gríðarlega á öllu saman, eða um nær 700 þúsund milljónir.“ Ég held að svarið við þessum spurningum sé að raungerast fyrir framan nefið á okkur. Er of langt gengið að kalla þetta ofbeldi gegn heimilunum? Nei, það er ekki of langt gengið. Ég er eins og allir aðrir að upplifa þetta ofbeldi núna, en þar fyrir utan upplifði ég þetta ofbeldi á eigin skinni í a.m.k. ellefu ár eftir hrun. Þá fengu bankarnir leyfi, skotfæri og skjól hjá ríkisstjórn(um) til að níðast á heimilum landsins með skelfilegum afleiðingum fyrir tugþúsundir einstaklinga, sem horfðu á drauma sína og framtíðarvonir springa í loft upp undir ofbeldinu. Svo ekki sé minnst á hvernig þetta fór með andlegu hliðina hjá flestum sem lentu í þessari skelfilegu hakkavél, þar sem fulltrúar ríkisins, sýslumenn og dómarar tóku fullan þátt í brotunum í stað þess að gæta réttinda fórnarlambanna gegn ofureflinu. Á vefsíðu Neyðarlínunnar 112.is er fjallað um fjárhagslegt ofbeldi. Þar stendur: „Enginn hefur rétt á að nota þína peninga eða stjórna því hvernig þú notar þá. Fjárhagslegt ofbeldi er notað til að stjórna manneskju gegnum fjármál. Það getur til dæmis verið með því að ákveða hvað þú mátt og mátt ekki kaupa, neita þér um að fá peningana þína eða svíkja af þér peninga. Manneskja sem verður fyrir fjárhagslegu ofbeldi getur einangrast og misst sjálfstæði sitt. Hún er oft fjárhagslega háð þeim sem beita ofbeldinu og því getur verið mjög erfitt að slíta sambandinu.“ Eins og alltaf er skrifað út frá því að ofbeldinu sé beitt af einstaklingum en ekki „kerfi“ eða stofnunum, en margt af þessu má engu að síður heimfæra upp á upplifun þúsunda heimila í dag. Fjárráð þeirra hafa verið tekin af þeim með valdboði hins sterka. Þau geta ekki lengur ákveðið hvað þau vilja kaupa eða gera því þeim er gert að „styrkja“ bankanna með sínu eigin sjálfsaflafé. Heimilin eru svo sannarlega fjárhagslega háð bönkunum og geta í mörgum tilfellum ekki losað sig úr þessu ofbeldissambandi, enda vandséð hvert þau ættu svo sem að fara. Aðrir kostir eru ekki minni „ofbeldismenn“ en sá sem flúið er frá. Það er vert að vekja athygli á setningunni „Manneskja sem verður fyrir fjárhagslegu ofbeldi getur einangrast og misst sjálfstæði sitt.“ Það var reynsla okkar margra á árunum eftir hrun að einangrast. Ég get talað fyrir sjálfa mig þar og ég veit að það á við um marga fleiri. Þegar þú missir fjárhagslegt sjálfstæði þitt vegna ógnunar sem vofir yfir, þá hverfur alveg ótal margt annað. Þetta étur þig að innan og það á sennilega jafnt við, hvort sem ofbeldismaðurinn er einstaklingur eða banki. Þessi lýsing konu sem bjó við fjárhagslegt ofbeldi maka á andlegum afleiðingum þess er a.m.k. eitthvað sem ég og fleiri könnumst vel við: „Mestu áhrifin eru þau að þú bognar og þú hættir að finna fyrir gleði. Þú hættir líka að finna fyrir reiði því þú mátt ekki vera reið. Þú mátt ekki vera sár. Þú mátt eiginlega ekki vera til því það skiptir engu máli hvernig þér líður.“ Það skal tekið skýrt fram að ég hef ekki búið við líkamlegt ofbeldi og er því alls ekki að bera mína upplifun á fjárhagslegu ofbeldi banka saman við hræðilega upplifun þessarar konu. Svona ofbeldi í návígi hlýtur alltaf að vera mikið verra en fjarlægð mín frá þeim sem beittu mig ofbeldi. Ég er eingöngu að benda á að þó að ofbeldið sé (tæknilega) löglegt, þá eru andlegar afleiðingar þess að mörgu leyti svipaðar, eins og t.d. þessi frásögn er til marks um: „Allt frá árinu 2010 heimsóttu fulltrúar sýslumanns okkur reglulega með stefnur frá bankanum með margvíslegum hótunum. Ég gleymi því aldrei hvernig tilfinningin var þegar fyrsta hótunin kom. Dyrabjöllunni var hringt á meðan ég var að ausa spaghetti á diskana hjá börnunum í kvöldmatnum og ég fór til dyra. Niðurlútur maður á fimmtugsaldri rétti mér hvítt umslag og bað mig að kvitta fyrir. Ég opnaði það og las stefnuna frá sýslumanni og tárin byrjuðu að leka niður kinnarnar á mér. Hann horfði á mig og ég sá að honum leið jafn illa og mér. Ég hljóp inn á klósett og kastaði upp. Þetta var bara fyrsta heimsóknin en ég vandist þessu aldrei; mér leið alltaf jafn illa og alltaf var skömmin jafn mikil við hverja heimsókn frá vinum sýslumannsembættisins. … Ég sat inn á baðherbergi í vinnunni og nötraði og skalf á milli þess sem ég kastaði upp meðan á uppboðinu stóð. Uppsöfnuð vanlíðan, spenna og óöryggi síðustu 7 ára fékk útrás þarna inni á þröngu baðherberginu. Tilfinningin sem helltist yfir mig þegar ég horfðist í augu við þann raunveruleika að baráttan væri töpuð og ekkert eftir, var ólýsanleg. … Álagið sem hafði fylgt þessu ástandi var of mikið og hjónaskilnaður sem kom í kjölfarið var eflaust óumflýjanlegur eftir allt sem á undan var gengið. … Ég tók þá meðvituðu ákvörðun að skila húsinu eins og ég hefði verið að selja það og skúraði og skrúbbaði og skrúbbaði í hvert horn. Það var líka ákveðin sorgarmeðferð sem fólst í þeirri hreingerningu og trúið mér að þau voru ansi mörg tárin sem féllu í þeim skúringum. … Börnin mín tvístruðust við skilnaðinn og hvort að þau sár sem skilnaðurinn hefur valdið muni nokkurn tímann gróa, veit maður ekki nú. Allir sem hafa skilið vita hvaða sársauki fylgir honum og hvað slíkt ferli tekur á og hvaða vanlíðan skilnaður kallar fram hjá öllum. … Verst finnst mér samt skömmin sem ég upplifi frá samfélaginu og eigið samviskubit. Skömmin yfir að vera í þessum aðstæðum. Skömmin yfir að vera á svörtum lista fjármálastofnana. Samviskubitinu yfir að hafa misst af dýrmætum 9 árum sem ég hefði getað notað til að safna upp fyrir ýmsu, gera hluti sem mig dreymdi að gera með börnunum mínum og skapa þannig góðar minningar, og geta ekki stutt þau fjárhagslega núna þegar þau eru komin á þann aldur að flytja að heiman og fara að búa sjálf. Ég fæ þessi ár ekkert aftur. Skömminni að vera komin á fimmtugsaldur og eiga ekkert og hafa misst allt sem hægt er að kaupa fyrir peninga. Eftir stendur heilsan mín og það dýrmætasta sem ég á sem eru börnin mín, fjölskyldan og traustir vinir. Nú þegar fleiri og fleiri hafa stígið fram, kemur í ljós að það er ekki bara ég í þessum sporum. Kannski ætti bara að skila skömminni til fjármálafyrirtækjanna sem fara svona með viðskiptavinina á meðan þeir ryksuga bankanna að innan til eigin nota, eða greiða starfsmönnum aukabónusa fyrir góðar heimtur.“ Þetta er löng tilvitnun, en þessi frásögn lýsir því svo vel hvernig þetta var og hversu skelfilegt álag fylgdi þessu ofbeldi sem, þó ekki væri um einstakling á heimilinu að ræða, var alltaf nálægt og allt um lykjandi. Þetta er ein af mörgum frásögnum sem ég hef grátið yfir enda er upplifun mín í aðalatriðum sú sama. Í dag eru fjölmörg heimili að ganga í gegnum miklar efnahagslegar þrengingar og í skýrslu um Ofbeldi í nánum samböndum á vef Stjórnarráðsins stendur í kaflanum um félagslega og efnahagslega erfiðleika: „Það er vel þekkt úr rannsóknum að ofbeldi eykst í samfélögum sem búa við félagslega eða efnahagslega erfiðleika. Slíkir erfiðleikar auka á almenna streitu og undir þeim kringumstæðum þarf minna til að leysa ofbeldi úr læðingi… En meginþátturinn er að hærra almennt streitustig samfélags eykur líkur á að konur verði fyrir ofbeldi innan og utan náinna sambanda… Lágar tekjur og/eða fjárhagslegar þrengingar og stress sýnir sig í flestum rannsóknum vera tengt auknu ofbeldi… það væri rangt að líta fram hjá þeim rannsóknaniðurstöðum að ofbeldi sé líklegra í fjölskyldum sem búa við erfiðar efnahagslegar og félagslegar aðstæður… Íslenska ofbeldiskönnunin frá 1996 leiddi ekki í ljós nein tengsl milli efnahagslegrar stöðu og ofbeldis. Vel er hugsanlegt að það skýrist af því að ekki sé fyrst og fremst um að ræða að orsök ofbeldisins sé í lágum tekjum heldur fjárhagslegum áhyggjum og stressi.“ - Ingólfur V. Gíslason, 2008, Ofbeldi í nánum samböndum, útdráttur af bls. 25 - 26 Með vaxtaákvörðunum sínum er Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að leggja gríðarlegar fjárhagslegar byrðar á heimili landsins, byrðar sem búa til fjárhagslegar þrengingar, áhyggjur, stress og streitu, en allt eru þetta þættir sem stuðla að því að „ofbeldi leysist úr læðingi“. Hvernig í ósköpunum er hægt að réttlæta það? Og hvernig í ósköpunum getur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, réttlætt fyrir sjálfri sér að ríkisstjórn undir hennar forystu stuðli að því að ofbeldi gegn konum leysist úr læðingi? Samstaða um ofbeldi á æðstu stöðum Það er viðbúið að nú rísi einhverjir upp á afturlappirnar og telji mig ganga of langt í kalla „aðgerðir gegn verðbólgunni“ ofbeldi. Því svo merkilegt sem það nú er, þá virðist það í augum sumra vera alvarlegri glæpur að benda á ofbeldið en að standa að baki því. Ekkert af því fólki sem missti heimili sín eftir hrun var beitt líkamlegu ofbeldi af neinu tagi, en það var beitt bæði andlegu og fjárhagslegu ofbeldi og það býr allt enn við afleiðingar þess, bæði andlegar og fjárhagslegar, sem gróa síðar og oft verr en líkamleg sár. Svona viðamikið ofbeldi á sér ekki stað í einhverju tómarúmi. Það gerist og getur gengið jafn lengi og raun ber vitni, af því að um það ríkir samstaða á æðstu stöðum. Það ríkir þannig óumdeilanlega samstaða um það á æðstu stöðum og hjá æðstu embættum á Íslandi á 21. öldinni, að þverbrjóta megi á réttindum einstaklinga í þeim tilgangi að verja hagsmuni ríkisins eða fjármálakerfisins. Þetta er þyngra og alvarlegra en tárum taki og ein helsta ástæða þess að ég stend núna sjálf í málaferlum við ríkið til að draga þeirra vel földu skömm fram í dagsljósið. Ég er nefnilega bara eitt dæmi af þúsundum og þessum brotum gegn varnarlausu fólki verður að linna. Og núna er sagan að endurtaka sig. Hvort sem fólki tekst að halda heimilum sínum eða ekki, er verið að beita það grófu fjárhagslegu ofbeldi núna og það gerist ekki í tómarúmi eða „bara alveg óvart“. Ofbeldið á sér stað af því að um það hefur verið tekin meðvituð ákvörðun á „æðstu stöðum“. Enginn hefur verið spurður að því hvort hann vilji fórna fjárhagslegri velferð sinni og fjölskyldu sinnar fyrir „fjárhagslegan stöðugleika“ eða „jákvæða raunvexti“ fyrir fjármagnseigendur. Ekki neinn. Það var annað fólk sem ákvað að „þér“ bæri að fórna þinni velferð fyrir það sem Seðlabankinn og ríkisstjórnin kalla „fjármálastöðugleika“ en það er algjörlega ljóst að þá eru þau ekki að tala um fjármálastöðugleika fyrir heimilin. Hann er löngu fokin út í veður og vind. Seðlabankastjóri var meira segja svo ósvífinn að segja okkur það, glaðhlakkalegur, að lausafjárstaða bankanna væri „hrikalega góð“. Mér svelgdist nú hreinlega á morgunkaffinu þegar ég las þetta, því mér var svo hryllilega misboðið. Þvílíkt takleysi og dónaskapur við heimili landsins sem hafa greitt þessa „hrikalega góðu“ lausafjárstöðu dýrum dómum úr eigin vösum og oft fórnað miklu fyrir, eins og t.d. heimilisöryggi, tómstundum barna og í sumum tilfellum mat eða heilbrigðisþjónustu. En vistin í fílabeinsturninum er góð og á meðan bankar og lífeyrissjóðir fitna af ofátinu, er víst allt gott í La la landinu Íslandi. Er það ofbeldi að berjast gegn ofbeldi? Náttúruhamfarirnar í Grindavík hafa dregið þetta ofbeldi fram í dagsljósið. Fyrst kom tilboðið frá bönkunum, sem er bara svipað þeim „tilboðum“ sem skuldarar fengu eftir hrun og fáir gagnrýndu þá, nema Hagsmunasamtök heimilanna sem þá voru nýstofnuð og mættu lítilsvirðingu ríkjandi valdhafa. Það virtist koma bönkunum í opna skjöldu hversu hörð viðbrögðin voru núna en ég tel þau sýna svart á hvítu hverju baráttan frá hruni hefur skilað. Þá var tilboðum í þessum dúr tekið þegjandi, jafnvel fagnandi af mörgum, en þannig var það sem betur fer ekki núna. Bönkunum til hróss, þá sáu þeir fljótlega að sér en það gerðist ekki baráttulaust og þar stóð Ragnar Þór Ingólfsson fremstur í flokki ásamt verkalýðsleiðtogum úr Grindavík, þeim Herði Guðbrandssyni og Einari Hannesi Harðarsyni. Lífeyrissjóðirnir þráast hins vegar enn þá við þegar þetta er skrifað. Þeir bera fyrir sig lagagreinar, án þess að geta bent á hverjar þær eru og eru almennt að sýna þeim Grindvíkingum sem þarna eiga mikið í húfi, mikla lítilsvirðingu og dónaskap. Beitt er röksemdum úr vopnabúri hrunsins, enda virkuðu þau mjög vel þá; ef þið fáið eitthvað gefið eftir bitnar það á öðrum sem þurfa þá að borga það sem þið fáið. Þetta var algjörlega rangt eftir hrun, þó ég fari ekki nánar í það hér, og er það einnig nú. Hvernig geta sjóðir sem hafa tapað 800.000.000.000 krónum á illa ígrunduðum og lélegum fjárfestingum, haldið því fram að það að gefa eftir minna en 50 milljónir króna, muni „bitna á lífeyrisgreiðslum annarra“? Ef svo er, hvaða áhrif hafa þá þessar átta hundruð þúsund milljónir, sem þeir vilja alls ekki tala um, á lífeyrisgreiðslur okkar allra? Ég bara spyr og myndi gjarnan vilja fá svör. En þá komum við að ofbeldinu. Fjármálafólk hefur hingað til getað beitt ofbeldi sínu úr fjarlægð. Fórnarlömb þeirra finna alltaf fyrir ofbeldinu eins og að framan er lýst, en þau hafa hingað til getað staðið inn í gler- og marmarahöllum sínum, án þess að horfa framan í þau sem verða fyrir ofbeldinu. Mánudaginn 30. nóvember, mætti fólk hins vegar í afgreiðslu þeirra og krafðist svara og þar sem þetta var nokkur fjöldi undir forystu verkalýðsforingja, þá gat forstjóri Gildis lífeyrissjóðs ekki bara falið sig fyrir innan, hann varð að koma fram og horfast í augu við fólkið og honum fannst það ekki þægilegt. Lausnin var einföld, að saka fremsta verkalýðsforingja landsins, manninn sem hefur verið þeim hvað óþægastur ljár í þúfu, um ofbeldi. Hversu lágt er hægt að leggjast? Þessi ásökun segir gríðarlega mikið um siðferði þeirra sem við erum að berjast við og gaslýsingarnar sem þau beita. Opinberrar afsökunarbeiðni krafist Með ásökun Gildis lífeyrissjóðs er verið að gera lítið úr Grindvíkingum og þeirra stöðu. Hún er gaslýsing á háu stigi, þar sem tilraun er gerð til að þyrla upp ryki og búa til mál sem ekkert er með því að láta umræðuna fara að snúast um eina persónu. Allt í einu þurfti Ragnar Þór að mæta í viðtöl og neita því að vera ofbeldismaður og færa rök fyrir því að svo væri ekki. Ég var viðstödd bæði mótmælin sem hafa verið haldin og þar var engum ógnað, ekkert ofbeldi átti sér stað og engin sýndi af sér óviðeigandi framkomu af neinu tagi. Það er einnig mjög alvarlegt að með þessu er Gildi lífeyrissjóður að ásaka alla Grindvíkingana sem þarna voru, sumir með börn, og aðra viðstadda, þ.á.m. mig sjálfa og alla stjórn Eflingar, um ofbeldi. Látum mig og stjórn Eflingar liggja á milli hluta, en Árni Guðmundsson og Gildi lífeyrissjóður, skulda bæði Ragnari Þór og Grindvíkingum opinbera afsökunarbeiðni. Það er gríðarlega alvarlegt að nota svona alvarlegar ásakanir sem vopn í baráttu þegar rök þrýtur og maður hlýtur að velta fyrir sér hverjar afleiðingar svona ásakana væru ef um væri að ræða einstakling sem ekki væri jafn vel þekktur og nyti jafn mikils trausts í samfélaginu fyrir baráttu sína og framgöngu í erfiðum málum eins og Ragnar Þór. Hvað varnir hefði sá einstaklingur gegn tilhæfulausum ásökunum sem þessum? Að neita að viðurkenna ofbeldi Í fyrrnefndri skýrslu, Ofbeldi í nánum samböndum, stendur á bls. 27: „Mikilvæg forsenda þess að ofbeldi sé beitt er að lítið sé gert úr þeim sem fyrir því á að verða.“ Núna voru Grindvíkingar og Ragnar Þór ásakaðir um ofbeldi fyrir það að krefjast svara vegna aðgerðaleysis fyrir fólk í erfiðum aðstæðum. Þetta er það sem fjármálakerfið og ríkið gera; þau beita gaslýsingum og tilhæfulausum ásökunum í áróðursskyni. Þessir aðilar eru alltaf með töglin og hagldirnar. Þau hafa greiðan aðgang að fjölmiðlum og færa áróðursmeistara á sínum snærum. Þau vita að til að réttlæta gjörðir sínar þarf að mála fórnarlömb þeirra ákveðnum litum ásamt því að stimpla fólk sem rís gegn þeim sem æsingafólk, lýðskrumara, ofbeldisfólk, eða með því að gera lítið úr þeim í ræðu og riti, séu þau yfirleitt virt svars, því hunsun er einnig óspart beitt. Eftir bankahrunið var t.d. farið í það sem á ensku er kallað „public shaming“, eða opinber smánun, gagnvart þeim sem lentu í skuldavanda. Skuldavanda sem var í fæstum tilfellum þeim sjálfum að kenna heldur “fjármálavíkingum” sem fóru vægast sagt illa að ráði sínu ásamt eftirlitskerfi sem brást algjörlega. Ekkert af þessu fólki tók neina ábyrgð heldur varpaði henni strax yfir á heimilin, fólkið í landinu sem hafði það eitt sér til saka unnið að koma sér þaki yfir höfuðið, líkt og við horfum aftur upp á núna 15 árum síðar. Á skjáum landsmanna birtust málsmetandi menn eins og þáverandi ráðherrar og Seðlabankastjóri, sem fyrst töluðu um að „ekki mætti leita sökudólga“ og svo að við værum „öll í þessu saman“. Það að predika að ekki mætti leita sökudólga var algjör snilld hjá þeim því eftir stóð ráðvillt þjóð sem fékk lítil sem engin svör og þá var eftirleikurinn auðveldur en þetta var bara fyrsta skrefið í því sem á eftir fylgdi. Fljótlega í kjölfarið hófst söngurinn um „ábyrgðarlausa fólkið“ sem „hafði reist sér hurðarás um öxl“, og eytt ótæpilega í t.d. flatskjáina margumtöluðu. Þetta sama fólk var mjög alvarlegt og ábúðarfullt þegar það í krafti stöðu sinnar beindi allri sök á ástandinu að ábyrgðarlausu heimilunum, sem hefðu ekki kunnað fótum sínum forráð í fjármálum. Þetta er eins kaldrifjað og það getur orðið og ekki batnaði það þegar fólki var bent á að fjármálastofnanirnar sem höfðu ALLS EKKI kunnað fótum sínum forráð og komið okkur í þessa klípu, áttu að fara að ráðleggja ráðdeildarsömu fólki, sem var í skuldavanda VEGNA bankanna, í fjármálum. Þegar einhverjir voru ekki tilbúnir til að taka þátt í þessum farsa eða greiða skuldir sem þau höfðu aldrei stofnað til, var einfaldlega gefið í og þá birtist þetta sama fólk og talaði ábúðarfullt um fólkið sem „vildi ekki greiða skuldir sínar“! Ásamt því að beita sama vopninu og lífeyrissjóðirnir nota núna sem er að ásaka þau sem mótmæltu og börðust á móti um að ætla að „láta aðra (gamla fólkið) greiða skuldir sínar“. Þegar dómar tóku svo að falla fjármálakerfinu í óhag fyrri hluta árs 2010, mættu þeir enn og aftur með boðskapinn um að það væri mjög slæmt fyrir bankakerfið ef farið væri að lögum og Hæstaréttardómur fengi að standa. Seinni hluta ársins var búið að “koma vitinu” fyrir dómstólana sem upp frá því hafa dansað með fjármálakerfinu og framkvæmdarvaldinu í þessum málum og síðan þá hefur varla neitt réttlæti verið til fyrir neytendur á fjármálamarkaði á Íslandi. Á meðan þessi áróður var fluttur svo til linnulaust og dómstólum snúið, hófu bankarnir áhlaupið á heimilin og byrjuðu á þeim sem stóðu hvað höllustum fæti. Ofbeldið var skelfilegt en það hefur aldrei fengist viðurkennt. Hagsmunasamtök heimilanna hafa farið fram á það síðan 2017 að gerð verði rannsóknarskýrsla Alþingis um aðfarirnar gegn heimilunum eftir hrun, svokölluð Rannsóknarskýrsla heimilanna. Engin vilji er á Alþingi fyrir slíkri skýrslu, enda er hætt við að hún myndi leiða ýmislegt óþægilegt í ljós eins og þessi umfjöllun mín um nokkur atriði málsins sýnir fram á. Veita þarf fórnarlömbum ofbeldisins lausn frá skömminni Algjör þöggun ríkir um ofbeldið gegn a.m.k. 15.000 heimilum. Fyrir vikið er mikil hætta á að það endurtaki sig og ég tel að við séum að horfa upp á það gerast núna. Afneitun fjármálaráðherra, bæði þess fyrrverandi og núverandi, og Seðlabankastjóra, á þeim erfiðu aðstæðum heimilanna sem ekki ráða við afborganir lána í dag og eru að lenda í miklum vanda, er álíka skelfileg og framangreind viðbrögð ráðamanna eftir hrun. Það blasir við öllu sæmilega skynsömu fólki, og maður hlýtur að gera ráð fyrir að fólk í æðstu stöðum búi yfir sæmilegri skynsemi, að heimilin ráða ekki við þær byrðar sem búið er að leggja á þau. Samt er afneitunin algjör. Það er kannski ekki skrýtið að öll ríkisstjórnin afneiti núverandi og yfirvofandi vanda, þegar hún afneitar enn þá þeirri skjalfestu staðreynd að tugþúsundir hafi að ósekju misst heimili sín í kjölfar bankahrunsins. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar núna þykja mér benda til þess að heimilunum verði fórnað aftur án þessi að nokkurt þeirra sem nú fara með völdin muni lyfta litla fingri, þegar bankarnir fara að draga inn aflann sem þeir eru núna að ná í netin. Það má alls ekki sigla svona sofandi að feigðarósi! Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, ber skylda til að verja heimilin og setja hagsmuni þeirra og velferð framar hagsmunum fjármálafyrirtækja. Henni ber að verja þau þegar Peningastefnunefnd Seðlabankans kann sér ekki hóf og setja henni stólinn fyrir dyrnar. Það er ekki lögmál að þegar verðbólga kemur upp eins og núna, geti bankarnir bara beðið með opinn kjaftinn eftir því að heimilin renni ofan í þá, eins og reynslan hefur sýnt. Ef við eigum öll að vera í sama báti þurfa bankarnir að vera í honum líka því heimilin eiga ekki að vera fóður fyrir þá. Höfundur er þ ingmaður Flokks fólksins og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun