Gamli Bjarni og nýi Bjarni Sigmar Guðmundsson skrifar 7. desember 2023 08:00 Þegar formaður stærsta stjórnmálaflokks á Íslandi sakar Kveik á RÚV um áróður gegn krónunni, þá eru það þung orð. Eitt er að gagnrýna efnistök en að ryðjast hneykslaður fram og saka þáttarstjórnendur um annarleg sjónarmið og óheiðarleika, er alvarlegt mál hjá ráðherra í ríkisstjórn. Kveikur er sekur um það eitt að hafa fjallað um krónuna og sveiflurnar sem henni fylgja í vikunni. Fjallað var um þá staðreynd að sum fyrirtæki fá að losna undan kostnaðarsömum krónusveiflunum á meðan heimilin þurfa ítrekað að þola rothögg vegna þessa sama óstöðugleika. Þátturinn dró fram mismunandi sjónarmið í samfélagi þar sem beinn kostnaður við krónuna er í kringum 300 milljarða á ári. Stórfínn þáttur. En í huga Bjarna Benediktssonar var þetta áróður gegn krónunni og hneyksli, án þess að það sé rökstutt af viti eða bent á staðreyndavillur. Bjarni, sem ber mjög mikla ábyrgð á vaxtabrjálæðinu sem nú er allt að drepa, segir að í þáttinn hafi vantað umræðu um gengisáhættu og er þar að vísa í myntkörfulánin fyrir hrun. En hvað sagði Bjarni Benediktsson um nákvæmlega þetta, í lok árs 2008, þegar þjóðin sleikti sár sín, meðal annars vegna þess að gjaldmiðilinn hrundi? „Sé horft til lengri tíma er hætt við að krónan verði okkur fjötur um fót. Sá sveigjanleiki sem krónan veitir okkur til að kljást við afleiðingar mistaka í hagstjórn eða til að bregðast við ytri áföllum á sér því miður þá skuggahlið að vera sveifluvaldandi og geta ýtt undir óstöðugleika í hagkerfinu. Óstöðugur gjaldmiðill dregur úr trausti á hagkerfinu: tilvitnun lýkur. Þegar nákvæmlega sömu sjónarmið og hans árið 2008, eru viðruð í gær af hagfræðingum, þá heitir það hneyksli og áróður gegn krónunni. Nýi Bjarni er sem sagt að gagnrýna gamla Bjarna fyrir áróður. Honum fannst eitt og annað vanta í umfjöllunina sem allt þjónar grimmri varðstöðu með örgjaldmiðlinum. En hann gleymir sjálfur, viljandi, að nefna okurvextina og verðbólguna, sem er alltaf miklu hærri á Íslandi en í nágrannalöndunum. Ofan á ónýtan gjaldmiðil þurfa nú heimilin og fyrirtækin líka að líða fyrir hagstjórnarmistök Sjálfstæðisflokksins sem felst í stjórnlausri útgjaldaaukningu ríkissjóðs. Þau glappaskot og krónísk krónublindan er meira hneyksli en upplýsandi sjónvarpsþáttur. Að ekki sé talað um langvarandi lágvaxtaskeiðið sem formaðurinn lofaði fyrir tveimur árum og stóð yfir í korter. Höfum þetta í huga þegar fyrrverandi fjármálaráðherra sakar fjölmiðla um áróður fyrir það eitt að vinna vinnuna sína. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sigmar Guðmundsson Viðreisn Íslenska krónan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Sjá meira
Þegar formaður stærsta stjórnmálaflokks á Íslandi sakar Kveik á RÚV um áróður gegn krónunni, þá eru það þung orð. Eitt er að gagnrýna efnistök en að ryðjast hneykslaður fram og saka þáttarstjórnendur um annarleg sjónarmið og óheiðarleika, er alvarlegt mál hjá ráðherra í ríkisstjórn. Kveikur er sekur um það eitt að hafa fjallað um krónuna og sveiflurnar sem henni fylgja í vikunni. Fjallað var um þá staðreynd að sum fyrirtæki fá að losna undan kostnaðarsömum krónusveiflunum á meðan heimilin þurfa ítrekað að þola rothögg vegna þessa sama óstöðugleika. Þátturinn dró fram mismunandi sjónarmið í samfélagi þar sem beinn kostnaður við krónuna er í kringum 300 milljarða á ári. Stórfínn þáttur. En í huga Bjarna Benediktssonar var þetta áróður gegn krónunni og hneyksli, án þess að það sé rökstutt af viti eða bent á staðreyndavillur. Bjarni, sem ber mjög mikla ábyrgð á vaxtabrjálæðinu sem nú er allt að drepa, segir að í þáttinn hafi vantað umræðu um gengisáhættu og er þar að vísa í myntkörfulánin fyrir hrun. En hvað sagði Bjarni Benediktsson um nákvæmlega þetta, í lok árs 2008, þegar þjóðin sleikti sár sín, meðal annars vegna þess að gjaldmiðilinn hrundi? „Sé horft til lengri tíma er hætt við að krónan verði okkur fjötur um fót. Sá sveigjanleiki sem krónan veitir okkur til að kljást við afleiðingar mistaka í hagstjórn eða til að bregðast við ytri áföllum á sér því miður þá skuggahlið að vera sveifluvaldandi og geta ýtt undir óstöðugleika í hagkerfinu. Óstöðugur gjaldmiðill dregur úr trausti á hagkerfinu: tilvitnun lýkur. Þegar nákvæmlega sömu sjónarmið og hans árið 2008, eru viðruð í gær af hagfræðingum, þá heitir það hneyksli og áróður gegn krónunni. Nýi Bjarni er sem sagt að gagnrýna gamla Bjarna fyrir áróður. Honum fannst eitt og annað vanta í umfjöllunina sem allt þjónar grimmri varðstöðu með örgjaldmiðlinum. En hann gleymir sjálfur, viljandi, að nefna okurvextina og verðbólguna, sem er alltaf miklu hærri á Íslandi en í nágrannalöndunum. Ofan á ónýtan gjaldmiðil þurfa nú heimilin og fyrirtækin líka að líða fyrir hagstjórnarmistök Sjálfstæðisflokksins sem felst í stjórnlausri útgjaldaaukningu ríkissjóðs. Þau glappaskot og krónísk krónublindan er meira hneyksli en upplýsandi sjónvarpsþáttur. Að ekki sé talað um langvarandi lágvaxtaskeiðið sem formaðurinn lofaði fyrir tveimur árum og stóð yfir í korter. Höfum þetta í huga þegar fyrrverandi fjármálaráðherra sakar fjölmiðla um áróður fyrir það eitt að vinna vinnuna sína. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun