Fórnarkostnaður Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 7. desember 2023 07:45 Fjárlagafrumvarp næsta árs opinberar það fyrir hvaða pólitík ríkisstjórnin stendur. Einkunnarorð fjárlaga næsta árs er fórnarkostnaður. Aðgerðir en ekki síður aðgerðaleysi ríkisstjórnar hafa mikil áhrif á fjölskyldur þessa lands. Hér skortir bæði ábyrgð og réttlæti. Stærsta verkefni stjórnmálanna sem stendur er viðureignin við verðbólguna. Vextir af húsnæðislánum eru að sliga mörg heimili. Tregða ríkisstjórnarinnar við að beita sér þar hefur bein áhrif á vaxtaákvarðanir Seðlabankans, sem hafa verið mun harkalegri en þurft hefði ef ríkisstjórnin hefði axlað ábyrgð með því að forgangsraða verkefnum til þess að ná verðbólgunni niður. Og þar liggur fórnarkostnaður heimilanna. Aðferðir ríkisstjórnarinnar í glímunni við verðbólguna hafa verið gagnslitlar og vaxtahækkanirnar svíða sárt. Ung hjón sögðu mér nýlega að afborgun af húsnæðisláni þeirra hefði hækkað úr 180 þúsund krónum á mánuði í 365 þúsund, sem setti heimilisbókhaldið og líf fjölskyldunnar þeirra að sjálfsögðu í fullkomið uppnám. Þau hafa flúið yfir í verðtryggt lán og geta þá greitt af láninu en sjá verðbólguna í staðinn hækka höfuðstól lánsins. Saga þessara hjóna er því miður ekkert einsdæmi. Fjölskyldur sem eru í sömu stöðu eru taldar í tugum þúsunda. Ostaskerinn Hallarekstur ríkisins ýtir undir verðbólguna og hann hefur fylgt ríkisstjórninni alla hennar starfstíð, í blíðu sem stríðu og algjörlega óháð efnahagsaðstæðum. Núna þegar nauðsynlegt er að hún auki ekki á þensluna þá er eins og hún hafi sótt ostaskera, lagt hann þvert yfir allt ríkisbókhaldið og skorið svo eina sneið af öllum verkefnum. Aðhaldið sem ríkisstjórnin leggur til er flatt. Ekkert heimili sem þarf að bregðast við erfiðleikum nálgast útgjöldin þannig. Heimili og fyrirtæki vita vel að öll útgjöld eru ekki jafnmikilvæg. Ég get sagt tæpitungulaust að Viðreisn hefði ekki skilað af sér fjárlagafrumvarpi eins og þessu. Það þarf að draga úr ónauðsynlegum útgjöldum eins og fólst í fjölgun ráðuneyta og það má forgangsraða verkefnum. Rangar ákvarðanir verða ess valdandi að glíman við verðbólguna verður enn erfiðari. Kostnaðinum velt yfir á barnafjölskyldur Nú blasir við stöðun í lífskjörum á Íslandi, sérstaklega hjá millistéttinni. Nær öllum kostnaði af verðbólgu og vaxtahækkunum er velt yfir á hana og launin duga skemur en áður. Ungt fólk og barnafjölskyldur verða sérstaklega illa úti. Þess vegna þarf að sýna heimilum landsins stuðning núna. Ef Viðreisn væri með fjármálaráðuneytið núna þá væri meiri ábyrgð á útgjaldahlið fjárlaganna og svigrúm notað til þess að láta vaxtabætur, barnabætur og húsnæðisbætur ná hærra upp tekjustigann á meðan við náum tökum á verðbólgunni. Við myndum beita tímabundnum stuðningi til að létta undir. Þannig yrði byrðinni af verðbólgu dreift með jafnari hætti. Það er einfaldlega réttlætismál. Til lengri tíma myndum við stefna að komast út úr þeirri stöðu að ríkið þurfi að niðurgreiða vaxtakostnað. Sveiflukenndir og háir vextir munu því miður fylgja því að velja örgjaldmiðil. Ábyrgð og réttlæti Lánin sem ríkisstjórnin sjálf hefur tekið eru sömuleiðis rándýr. Vextir af þeim munu kosta 117 milljarða króna á næsta ári. Það væri næstum hægt að tvöfalda framlög til sjúkrahúsþjónustu fyrir þessa fjárhæð og rúmlega fjórfalda framlög til lögreglunnar. Þetta er fórnarkostnaður samfélagsins alls af því að ríkið sé rekið með halla á rándýrum lánum. Og áfram eru boðaðar lántökur hjá ríkinu. Á sama tíma greiðir almenningur á Íslandi háa skatta en upplifir ekki þjónustu í samræmi við það. Um 70% álagðra skatta og gjalda og eru borin af þriðjungi þjóðarinnar. Það er millistéttin á Íslandi. Sama fólk og fær engan stuðning hjá ríkisstjórninni. Ábyrg hagstjórn snýst um að forgangsraða fjárfestingu í þágu almannahagsmuna og sýna hófsemi í skattlagningu. Viðreisn vinnur eftir þeirri hugmyndafræði að kerfin eiga að vera til staðar fyrir fólkið í landinu en ekki öfugt þannig að fólkið sé að vinna í þágu kerfisins. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Fjárlagafrumvarp 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað á ég að gera við barnið mitt þegar það vex úr grasi? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar Skoðun Af hverju stappa börn niður fótunum? Hans Steinar Bjarnason skrifar Skoðun Afurðastöðvar í samkeppni við sjálfar sig? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Leikskólamálin – eitt stærsta jafnréttismálið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfest í mínum skóla Sigmar Þormar skrifar Skoðun Á réttri leið Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Íslenskt loftslagsflóttafólk og kosningarnar Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á degi barnsins Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið og flokkarnir Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Frelsi eykur fjölbreytni og er hvetjandi fyrir samfélagið Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Fólkið sem Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn treystir ekki Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hvar býr lýðræðið? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Óraunhæf tilboð Jón Hákon Halldórsson skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – skynsamlegt val fyrir framtíðina Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Fjárlagafrumvarp næsta árs opinberar það fyrir hvaða pólitík ríkisstjórnin stendur. Einkunnarorð fjárlaga næsta árs er fórnarkostnaður. Aðgerðir en ekki síður aðgerðaleysi ríkisstjórnar hafa mikil áhrif á fjölskyldur þessa lands. Hér skortir bæði ábyrgð og réttlæti. Stærsta verkefni stjórnmálanna sem stendur er viðureignin við verðbólguna. Vextir af húsnæðislánum eru að sliga mörg heimili. Tregða ríkisstjórnarinnar við að beita sér þar hefur bein áhrif á vaxtaákvarðanir Seðlabankans, sem hafa verið mun harkalegri en þurft hefði ef ríkisstjórnin hefði axlað ábyrgð með því að forgangsraða verkefnum til þess að ná verðbólgunni niður. Og þar liggur fórnarkostnaður heimilanna. Aðferðir ríkisstjórnarinnar í glímunni við verðbólguna hafa verið gagnslitlar og vaxtahækkanirnar svíða sárt. Ung hjón sögðu mér nýlega að afborgun af húsnæðisláni þeirra hefði hækkað úr 180 þúsund krónum á mánuði í 365 þúsund, sem setti heimilisbókhaldið og líf fjölskyldunnar þeirra að sjálfsögðu í fullkomið uppnám. Þau hafa flúið yfir í verðtryggt lán og geta þá greitt af láninu en sjá verðbólguna í staðinn hækka höfuðstól lánsins. Saga þessara hjóna er því miður ekkert einsdæmi. Fjölskyldur sem eru í sömu stöðu eru taldar í tugum þúsunda. Ostaskerinn Hallarekstur ríkisins ýtir undir verðbólguna og hann hefur fylgt ríkisstjórninni alla hennar starfstíð, í blíðu sem stríðu og algjörlega óháð efnahagsaðstæðum. Núna þegar nauðsynlegt er að hún auki ekki á þensluna þá er eins og hún hafi sótt ostaskera, lagt hann þvert yfir allt ríkisbókhaldið og skorið svo eina sneið af öllum verkefnum. Aðhaldið sem ríkisstjórnin leggur til er flatt. Ekkert heimili sem þarf að bregðast við erfiðleikum nálgast útgjöldin þannig. Heimili og fyrirtæki vita vel að öll útgjöld eru ekki jafnmikilvæg. Ég get sagt tæpitungulaust að Viðreisn hefði ekki skilað af sér fjárlagafrumvarpi eins og þessu. Það þarf að draga úr ónauðsynlegum útgjöldum eins og fólst í fjölgun ráðuneyta og það má forgangsraða verkefnum. Rangar ákvarðanir verða ess valdandi að glíman við verðbólguna verður enn erfiðari. Kostnaðinum velt yfir á barnafjölskyldur Nú blasir við stöðun í lífskjörum á Íslandi, sérstaklega hjá millistéttinni. Nær öllum kostnaði af verðbólgu og vaxtahækkunum er velt yfir á hana og launin duga skemur en áður. Ungt fólk og barnafjölskyldur verða sérstaklega illa úti. Þess vegna þarf að sýna heimilum landsins stuðning núna. Ef Viðreisn væri með fjármálaráðuneytið núna þá væri meiri ábyrgð á útgjaldahlið fjárlaganna og svigrúm notað til þess að láta vaxtabætur, barnabætur og húsnæðisbætur ná hærra upp tekjustigann á meðan við náum tökum á verðbólgunni. Við myndum beita tímabundnum stuðningi til að létta undir. Þannig yrði byrðinni af verðbólgu dreift með jafnari hætti. Það er einfaldlega réttlætismál. Til lengri tíma myndum við stefna að komast út úr þeirri stöðu að ríkið þurfi að niðurgreiða vaxtakostnað. Sveiflukenndir og háir vextir munu því miður fylgja því að velja örgjaldmiðil. Ábyrgð og réttlæti Lánin sem ríkisstjórnin sjálf hefur tekið eru sömuleiðis rándýr. Vextir af þeim munu kosta 117 milljarða króna á næsta ári. Það væri næstum hægt að tvöfalda framlög til sjúkrahúsþjónustu fyrir þessa fjárhæð og rúmlega fjórfalda framlög til lögreglunnar. Þetta er fórnarkostnaður samfélagsins alls af því að ríkið sé rekið með halla á rándýrum lánum. Og áfram eru boðaðar lántökur hjá ríkinu. Á sama tíma greiðir almenningur á Íslandi háa skatta en upplifir ekki þjónustu í samræmi við það. Um 70% álagðra skatta og gjalda og eru borin af þriðjungi þjóðarinnar. Það er millistéttin á Íslandi. Sama fólk og fær engan stuðning hjá ríkisstjórninni. Ábyrg hagstjórn snýst um að forgangsraða fjárfestingu í þágu almannahagsmuna og sýna hófsemi í skattlagningu. Viðreisn vinnur eftir þeirri hugmyndafræði að kerfin eiga að vera til staðar fyrir fólkið í landinu en ekki öfugt þannig að fólkið sé að vinna í þágu kerfisins. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun