Nýja skrifstofubyggingin nefnd Smiðja Árni Sæberg skrifar 1. desember 2023 14:35 Nýbygging Alþingis verður hin glæsilegasta þegar hún er tilbúin. Vísir/Vilhelm Ný skrifstofubygging Alþingis hefur hlotið heitið Smiðja. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, tilkynnti niðurstöðu nafnasamkeppni rétt í þessu í nýja húsinu við Tjarnargötu 9 og veitti höfundi tillögunnar, Gísla Hrannari Sverrissyni, viðurkenningu. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Alþingi. Þar segir að dómnefnd, sem skipuð var Birgi Ármannssyni, forseta Alþingis, Líneik Önnu Sævarsdóttur, 2. varaforseta, Andrési Inga Jónssyni, 5. varaforseta, og Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis, hafi verið einhuga um niðurstöðuna. Fréttastofa leit nýverið við í nýbyggingunni, sem var teiknuð af Studio Granda, en um er að ræða stærstu framkvæmd Alþingis síðan Alþingishúsið sjálft var reist á árunum 1880 til 1881. Við tilefnið gerði forseti Alþingis grein fyrir vali dómnefndar og sagði meðal annars: „Að mati dómnefndar er nafnið Smiðja bæði stutt og þjált og hefur tengingu við starfsemi fyrri alda á Alþingisreitnum, sem og fyrirhugaða starfsemi í húsinu. Þá kallast Smiðja vel á við Skála en bæði heitin hafa augljósa skírskotun í húsakost fyrri alda. Við fornleifarannsóknir á Alþingisreit á árunum 2008–2010 og 2012–2013 komu í ljós mannvistarleifar frá upphafi Íslandsbyggðar til nútíma.“ Meðal þess sem fannst hafi verið ummerki járnvinnslu og smiðju samkvæmt upplýsingum frá Völu Garðarsdóttur fornleifafræðingi, sem stýrði rannsóknum. Einnig hafi komið í ljós við fornleifauppgröft á horni Kirkjustrætis og Tjarnargötu leifar af smiðju Innréttinganna; fyrsta iðnfyrirtækis sem komst á legg hérlendis upp úr miðri 18. öld. Smiðja hafi því skýra tilvísun í sögu þessa svæðis á liðnum öldum. Mikil og góð þátttaka í nafnakeppninni „Dómnefnd tekur heilshugar undir rökstuðning vinningshafa þar sem segir um Smiðju að hún sé staður „þar sem þekkingin og efniviðurinn koma saman. Þekkingin hamrar á efniviðnum og mótar viðfangsefnið. Í smiðjunni eru öll tæki og tól til að skila góðu dagsverki.“ Nýbygging Alþingis mun meðal annars hýsa fastanefndir þingsins þar sem þekking á málefnasviðum er til staðar. Sú þekking ásamt umsögnum og ábendingum almennings og hagaðila mótar efnivið lagafrumvarpa með tækjum og tólum sérfræðinga til að skila góðu dagsverki landi og lýð til heilla.“ Í tilkynningu segir að góð þátttaka hafi verið í samkeppni um nafn nýbyggingar en 750 einstaklingar hafi sent inn alls 826 tillögur, þar sem hafi verið að finna 502 mismunandi nöfn. Dómnefnd hafi því verið vandi á höndum, enda væru afar margar tillögur góðar og vel rökstuddar, og allir tillöguhöfundar eigi þakkir skildar fyrir framlag sitt til samkeppninnar. Alþingi Reykjavík Tengdar fréttir Leita hugmynda að nafni nýs húsnæðis Alþingis Alþingi hefur boðað til samkeppni um nafn á nýja skrifstofubyggingu Alþingis. Samkeppnin er opin almenningi og verður tilkynnt um niðurstöðuna á fullveldisdaginn, 1. desember næstkomandi, en ráðgert er að nýbyggingin verði tekin í notkun á næstu vikum. 18. október 2023 14:51 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu frá Alþingi. Þar segir að dómnefnd, sem skipuð var Birgi Ármannssyni, forseta Alþingis, Líneik Önnu Sævarsdóttur, 2. varaforseta, Andrési Inga Jónssyni, 5. varaforseta, og Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis, hafi verið einhuga um niðurstöðuna. Fréttastofa leit nýverið við í nýbyggingunni, sem var teiknuð af Studio Granda, en um er að ræða stærstu framkvæmd Alþingis síðan Alþingishúsið sjálft var reist á árunum 1880 til 1881. Við tilefnið gerði forseti Alþingis grein fyrir vali dómnefndar og sagði meðal annars: „Að mati dómnefndar er nafnið Smiðja bæði stutt og þjált og hefur tengingu við starfsemi fyrri alda á Alþingisreitnum, sem og fyrirhugaða starfsemi í húsinu. Þá kallast Smiðja vel á við Skála en bæði heitin hafa augljósa skírskotun í húsakost fyrri alda. Við fornleifarannsóknir á Alþingisreit á árunum 2008–2010 og 2012–2013 komu í ljós mannvistarleifar frá upphafi Íslandsbyggðar til nútíma.“ Meðal þess sem fannst hafi verið ummerki járnvinnslu og smiðju samkvæmt upplýsingum frá Völu Garðarsdóttur fornleifafræðingi, sem stýrði rannsóknum. Einnig hafi komið í ljós við fornleifauppgröft á horni Kirkjustrætis og Tjarnargötu leifar af smiðju Innréttinganna; fyrsta iðnfyrirtækis sem komst á legg hérlendis upp úr miðri 18. öld. Smiðja hafi því skýra tilvísun í sögu þessa svæðis á liðnum öldum. Mikil og góð þátttaka í nafnakeppninni „Dómnefnd tekur heilshugar undir rökstuðning vinningshafa þar sem segir um Smiðju að hún sé staður „þar sem þekkingin og efniviðurinn koma saman. Þekkingin hamrar á efniviðnum og mótar viðfangsefnið. Í smiðjunni eru öll tæki og tól til að skila góðu dagsverki.“ Nýbygging Alþingis mun meðal annars hýsa fastanefndir þingsins þar sem þekking á málefnasviðum er til staðar. Sú þekking ásamt umsögnum og ábendingum almennings og hagaðila mótar efnivið lagafrumvarpa með tækjum og tólum sérfræðinga til að skila góðu dagsverki landi og lýð til heilla.“ Í tilkynningu segir að góð þátttaka hafi verið í samkeppni um nafn nýbyggingar en 750 einstaklingar hafi sent inn alls 826 tillögur, þar sem hafi verið að finna 502 mismunandi nöfn. Dómnefnd hafi því verið vandi á höndum, enda væru afar margar tillögur góðar og vel rökstuddar, og allir tillöguhöfundar eigi þakkir skildar fyrir framlag sitt til samkeppninnar.
Alþingi Reykjavík Tengdar fréttir Leita hugmynda að nafni nýs húsnæðis Alþingis Alþingi hefur boðað til samkeppni um nafn á nýja skrifstofubyggingu Alþingis. Samkeppnin er opin almenningi og verður tilkynnt um niðurstöðuna á fullveldisdaginn, 1. desember næstkomandi, en ráðgert er að nýbyggingin verði tekin í notkun á næstu vikum. 18. október 2023 14:51 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Leita hugmynda að nafni nýs húsnæðis Alþingis Alþingi hefur boðað til samkeppni um nafn á nýja skrifstofubyggingu Alþingis. Samkeppnin er opin almenningi og verður tilkynnt um niðurstöðuna á fullveldisdaginn, 1. desember næstkomandi, en ráðgert er að nýbyggingin verði tekin í notkun á næstu vikum. 18. október 2023 14:51