„Ég óttast um börnin, að þau endi á sama stað“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 6. desember 2023 20:07 „Við viljum ekki búa börnunum okkar aukinn ójöfnuð eða samfélag þar sem sára fátækt viðgengst. Það er nauðsynlegt að breyta því,“ segir formaður ÖBÍ. Vísir/Vilhelm Formaður ÖBÍ réttindasamtaka segir að börn séu helstu fórnarlömbin í sárri fátækt og nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til ráðstafana svo fjölskyldur þeirra komist út úr henni. Umsjónaraðili Hjálparstarfs kirkjunnar tekur í sama streng og segir þann hóp sem leiti til sín fara stækkandi. Alþýðusamband Íslands vekur athygli á að staða einhleypra foreldra með fötlun sé sérstaklega alvarleg. Langstærsti hluti þeirra tuttugu þúsund Íslendinga sem þurfa að reiða sig á lífeyri eða styrk vegna örorku eða endurhæfingar á erfitt með að ná endum saman eða 75 prósent. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem var birt í dag. Þriðjungur glímir svo við fátækt en hlutfallið hækkar í sextíu prósent fyrir einhleypa foreldra. „Það er að koma til okkar yngra fólk, með börn, vegna þess að þau ná ekki endum saman,“ segir Vilborg Oddsdóttir, sem heldur utan um innra starf Hjálparstarfs kirkjunnar. Að sögn Vilborgar felast stærstu áskoranirnar í hinum almenna leigumarkaði. „Fólk á bara ekkert eftir þegar það er búið.“ Þar á eftir komi matarkarfan, og í desember komi viðbótaráskoranir þar sem að fólk eigi erfitt með að taka þátt í jólunum. „Það er mjög erfitt þegar þú átt ekki pening fyrir því og börnin sín.“ „Ég er búinn að vera hjá hjálparstarfinu í tuttugu ár og það er fólk að koma hér sem er búið að vera á örorkulífeyri öll þessi tuttugu ár. Þeir sem eru á lægstu laununum eða atvinnulausir koma kannski tímabundið en fara svo aftur, en fólk sem er örorkulífeyri er fast þarna,“ segir Vilborg og bætir við að henni finnist lítið gert fyrir þetta fólk svo það geti bætt stöðu sína. „Ég óttast um börnin, að þau endi á sama stað.“ Hefur áhyggjur af börnunum Í rannsókninni kemur fram að níu af hverjum tíu einhleypum foreldrum á erfitt með að ná endum saman og 62 prósent foreldra í sambúð. Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ réttindasamtaka segir stöðuna afar alvarlega þegar kemur að börnum þessara hópa. „Niðurstöður rannsóknarinnar eru sláandi. Verst er alltaf þegar maður hugsar um börnin, því þarna eru börn undir. Það er stór hópur einstæðra foreldra og fólks í sambúð sem á afar erfitt með að ná endum saman. Við verðum að líta það mjög alvarlegum augum. Við viljum ekki búa börnunum okkar aukinn ójöfnuð eða samfélag þar sem sára fátækt viðgengst. Það er nauðsynlegt að breyta því,“ segir Alma. Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ réttindasamtaka segir stöðuna afar alvarlega þegar kemur að börnum þessara hópa. Vísir Staða einhleypra sérstaklega alvarleg Alþýðusamband Ísland vakti athygli á málinu í dag en í tilkynningu þeirra þar sem kemur fram að þrátt fyrir að Ísland standi vel á öllum alþjóðlegum mælikvörðum um efnahag og mikill jöfnuður mælist hér ríki kerfisbundinn vandi þegar kemur að stöðu og lífsskilyrðum fatlaðs fólks. Stór hluti þess búi við sára fátækt og lífsskilyrði lífeyristaka séu töluvert verri en launafólks. Tæplega sjö af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum 80 þúsund kr. útgjöldum án þess að efna til skuldar og meira en helmingur meti fjárhagsstöðu sína verri nú en fyrir ári síðan. Staða einhleypra foreldra sé sérstaklega alvarleg. Inga Sæland formaður Flokks fólksins var meðal þeirra sem ræddi skýrsluna á Alþingi í dag og sendi ríkisstjórninni tóninn vegna málsins. Málefni fatlaðs fólks Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Langstærsti hluti þeirra tuttugu þúsund Íslendinga sem þurfa að reiða sig á lífeyri eða styrk vegna örorku eða endurhæfingar á erfitt með að ná endum saman eða 75 prósent. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem var birt í dag. Þriðjungur glímir svo við fátækt en hlutfallið hækkar í sextíu prósent fyrir einhleypa foreldra. „Það er að koma til okkar yngra fólk, með börn, vegna þess að þau ná ekki endum saman,“ segir Vilborg Oddsdóttir, sem heldur utan um innra starf Hjálparstarfs kirkjunnar. Að sögn Vilborgar felast stærstu áskoranirnar í hinum almenna leigumarkaði. „Fólk á bara ekkert eftir þegar það er búið.“ Þar á eftir komi matarkarfan, og í desember komi viðbótaráskoranir þar sem að fólk eigi erfitt með að taka þátt í jólunum. „Það er mjög erfitt þegar þú átt ekki pening fyrir því og börnin sín.“ „Ég er búinn að vera hjá hjálparstarfinu í tuttugu ár og það er fólk að koma hér sem er búið að vera á örorkulífeyri öll þessi tuttugu ár. Þeir sem eru á lægstu laununum eða atvinnulausir koma kannski tímabundið en fara svo aftur, en fólk sem er örorkulífeyri er fast þarna,“ segir Vilborg og bætir við að henni finnist lítið gert fyrir þetta fólk svo það geti bætt stöðu sína. „Ég óttast um börnin, að þau endi á sama stað.“ Hefur áhyggjur af börnunum Í rannsókninni kemur fram að níu af hverjum tíu einhleypum foreldrum á erfitt með að ná endum saman og 62 prósent foreldra í sambúð. Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ réttindasamtaka segir stöðuna afar alvarlega þegar kemur að börnum þessara hópa. „Niðurstöður rannsóknarinnar eru sláandi. Verst er alltaf þegar maður hugsar um börnin, því þarna eru börn undir. Það er stór hópur einstæðra foreldra og fólks í sambúð sem á afar erfitt með að ná endum saman. Við verðum að líta það mjög alvarlegum augum. Við viljum ekki búa börnunum okkar aukinn ójöfnuð eða samfélag þar sem sára fátækt viðgengst. Það er nauðsynlegt að breyta því,“ segir Alma. Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ réttindasamtaka segir stöðuna afar alvarlega þegar kemur að börnum þessara hópa. Vísir Staða einhleypra sérstaklega alvarleg Alþýðusamband Ísland vakti athygli á málinu í dag en í tilkynningu þeirra þar sem kemur fram að þrátt fyrir að Ísland standi vel á öllum alþjóðlegum mælikvörðum um efnahag og mikill jöfnuður mælist hér ríki kerfisbundinn vandi þegar kemur að stöðu og lífsskilyrðum fatlaðs fólks. Stór hluti þess búi við sára fátækt og lífsskilyrði lífeyristaka séu töluvert verri en launafólks. Tæplega sjö af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum 80 þúsund kr. útgjöldum án þess að efna til skuldar og meira en helmingur meti fjárhagsstöðu sína verri nú en fyrir ári síðan. Staða einhleypra foreldra sé sérstaklega alvarleg. Inga Sæland formaður Flokks fólksins var meðal þeirra sem ræddi skýrsluna á Alþingi í dag og sendi ríkisstjórninni tóninn vegna málsins.
Málefni fatlaðs fólks Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira