Bætum verklag eftir náttúruhamfarir Í byrjun árs mælti ég fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi, um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara. Málið er eitt af þeim málum sem þingflokkur Framsóknarflokksins setti í forgang enda varðar það fjölmarga íbúa þessa lands, jafnt í dreifbýli sem þéttbýli. Skoðun 4. júlí 2022 15:01
Allt bendi til að það verði erfiðara að klára þetta kjörtímabil en síðasta Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að minnka og mælist flokkurinn nú með sögulega lágt fylgi. Prófessor í stjórnmálafræði segir Vinstri græn gjalda fyrir stjórnarsamband við Sjálfstæðisflokkinn. Langt er á milli flokkanna þegar kemur að ýmsum málefnum, annað en í Covid. Innlent 3. júlí 2022 20:57
Hættum að brjóta lög á fólki með geðrænar áskoranir Umboðsmaður Alþingis segir í nýju áliti að ekki séu fyrir hendi fullnægjandi heimildir í lögum til vistunar á öryggisgangi réttargeðdeildar. Er þetta þriðja álit/skýrsla umboðsmanns á síðustu þremur árum þar sem fram kemur að ekki séu lagaheimildir fyrir þeim þvingandi aðgerðum sem sjúklingar á geðdeildum landsins eru beittir. Á þetta hefur Geðhjálp ítrekað bent á og þá staðreynd að brotið sé á mannréttindum inni á stofnunum landsins nær daglega. Skoðun 3. júlí 2022 13:01
VG tapa enn fylgi og mælast með 7,2 prósent Vinstri græn mælast með 7,2 prósenta fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallúp. Flokkurinn fékk 12,6 prósenta fylgi í síðustu alþingiskosningum en fylgið hefur minnkað jafnt og þétt síðan þá. Innlent 2. júlí 2022 22:35
Kallar eftir útskýringum: „Það er ekki boðlegt að hafa þetta í einhverju rugli“ Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að sátt ríki um laun æðstu embættismanna og vill nánari útskýringu á leiðréttingu þeirra eftir að í ljós kom að Fjársýslan hafi ofgreitt embættismönnum í þrjú ár. Þingmenn og fleiri hafi allan þann tíma þegið launin í góðri trú um að rétt væri með farið. Dómarar gætu endað með að fara með málið lengra, þó með tilheyrandi flækjum. Innlent 2. júlí 2022 20:09
LOGOS fékk alls 6,2 milljónir frá Bankasýslunni Lögmannsstofan LOGOS fékk samtals greitt 1.475.750 krónur fyrir vinnu við lögfræðiálit um hvort sölumeðferð á 22,5% eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka stæðist reglur um jafnræði. Lögmannsstofan hafði áður veitt Bankasýslunni ráðgjöf í aðdraganda sölunnar en var þá ekki sérstaklega beðin um að meta hvort salan stæðist reglur um jafnræði. Innlent 2. júlí 2022 18:37
Árni Gunnarsson látinn Árni Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og blaðamaður, er látinn 82 ára að aldri. Árni lést aðfaranótt föstudags. Innlent 2. júlí 2022 17:34
„Mun fúslega greiða til baka það sem hefur verið ofgreitt“ Þingmenn virðast ekki taka undir gagnrýni dómara er varðar leiðréttingu og endurgreiðslu ofgreiddra launa sem tilkynnt var um í gær. Þingmaður Pírata fagnar því að laun þingmanna séu lækkuð en dregur þó í efa útreikninginn og mun krefjast frekari svara. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segist fúslega borga til baka ofgreidd laun og treystir því að rétt sé með farið. Innlent 2. júlí 2022 12:33
Dómarar munu leita réttar síns: „Eins og þetta blasir við okkur núna er þetta alfarið eftir geðþótta“ Fjársýsla ríkisins ofgreiddi öllum æðstu embættismönnum ríkisins laun í þrjú ár og krefst nú endurgreiðslu. Formaður Dómarafélagsins segir þetta stangast á við lög. Fjármálaráðherra segir það hins vegar vera auman málflutning, rétt skuli vera rétt. Innlent 1. júlí 2022 21:30
Telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf og mælir með núvitund Einn virtasti prófessor samtímans í sálfræði og geðlækningum telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf. Hann bendir á að rannsóknir hafi sýnt að dagleg hugleiðsla í stuttan tíma geti haft mun jákvæðari áhrif á andlega heilsu fólks til lengri tíma en lyf. Innlent 1. júlí 2022 19:00
Þurfi að endurhugsa geðheilbrigðismálin Sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu segir mikilvægt að bregðast við aukinni vanlíðan hjá Íslendingum. Það skjóti skökku við að niðurgreiða aðeins þunglyndis-og kvíðalyf en ekki sálfræðiþjónustu. Innlent 1. júlí 2022 13:00
Ráðamenn þjóðarinnar fengið ofgreidd laun í þrjú ár Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin. Innlent 1. júlí 2022 12:34
Tvö prósent af fjárfestingum ríkisins voru græn Um tvö prósent af heildarfjárfestingu íslenska ríkisins geta talist til grænna fjárfestinga samkvæmt þröngri skilgreiningu á hugtakinu. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við svari Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanni Viðreisnar. Innherji 1. júlí 2022 11:31
Engin lagaleg skilgreining á orðinu kona Orðið kona er ekki skilgreint í lögunum og engin lagaleg skilgreining er til á því orði. Innlent 1. júlí 2022 10:13
Talið nauðsynlegt að breyta umdeildu ákvæði í kosningalögunum Stefnt er að því að gera breytingar á nýjum kosningalögum sem tóku gildi um áramótin. Nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar eru sagðar hafa varpað ljósi á ýmislegt sem betur mætti fara. Nauðsynlegt er talið að breyta umdeildu ákvæði um hæfi kjörstjórna. Innlent 30. júní 2022 08:47
Jóhann Páll slær á orðróm um varaformannsframboð Jóhann Páll Jóhannsson segist ekki hafa í hyggju að bjóða sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Innlent 29. júní 2022 16:29
Með hland fyrir hjartanu Árið 2018 voru gerðar breytingar á strandveiðikerfinu. Þær áttu að draga úr ólympískum veiðum og auka nýliðun. Þannig var kvóta (kallið þetta pott, þetta er bara kvóti) af fjórum svæðum breytt í landskvóta en bátarnir enn í vistarböndum á sínu svæði. Skoðun 29. júní 2022 08:30
Beðið eftir réttlæti Við þurfum alvöru breytingar og réttlæti samfara þeim en ekki fleiri skýrslur og engar efndir. Skoðun 28. júní 2022 13:01
Eining um stjórn Landspítala Við stöndum frammi fyrir því að á næstu 20 árum mun Íslendingum yfir 65 ára aldri fjölga um 40 þúsund. Það er ekki valkostur að gera alltaf meira af því sama. Margt sem gekk í fortíð gengur ekki endilega upp í nútíð Skoðun 28. júní 2022 11:31
Áminning um að standa þurfi vaktina á Íslandi Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur felldi úr gildi rétt til þess í gær. Þingmaður segir dóminn stórhættulegan og sýna að standa þurfi vörð um þessi réttindi hér heima á Íslandi. Erlent 25. júní 2022 15:01
Framsókn fer enn með himinskautum Það er varla marktækur munur á fylgi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna og Framsóknarflokkurinn er enn að sækja í sig veðrið. Formaður flokksins segir vaxandi fylgi við hófsama skynsemisstefnu á tímum öfgahyggju. Innlent 24. júní 2022 19:57
Alþingi endurskoðar málsmeðferð við veitingu ríkisborgararéttar Mikilvægt er að heimildir Alþingis til veitingar ríkisborgararéttar verði ekki þrengdar við endurskoðun á fyrirkomulaginu segir þingmaður Pírata. Nefnd um breytingar á því hefur verið stofnuð og niðurstaða á að liggja fyrir í haust. Innlent 23. júní 2022 12:03
Alþingi tekur höfuðið upp úr sandinum Frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um að heimila brugghúsum smásölu áfengis á framleiðslustað var samþykkt á Alþingi í síðustu viku. Þótt breytingin sé lítil markar hún nokkur tímamót, því að í fyrsta sinn heimilar löggjafinn að einkaaðilar hafi smásölu áfengis með höndum. Skoðun 23. júní 2022 10:00
Felldu tillögu minnihlutans: „Þau vilja halda þessu í útlendingafrumvarpinu til að réttlæta ógeðið“ Á síðasta þingfundi löggjafarþingsins felldu stjórnarliðar tillögu minnihlutans um að veita Úkraínumönnum, sem komið hafa til landsins vegna stríðsins, atvinnuleyfi samhliða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Þingkona Pírata telur að brögð séu í tafli og að stjórnarliðar hafi viljað halda sambærilegu ákvæði í útlendingalögum til að réttlæta ýmis önnur ákvæði í því frumvarpi. Innlent 21. júní 2022 16:14
Áframhaldandi stuðningur við nýsköpun Hlutverk stjórnvalda er að finna leiðir til að byggja traustan grunn fyrir nýsköpun hér á landi. Stuðningur við nýsköpun hefur sjaldan verið mikilvægari en einmitt nú og ljóst er að hugvit og nýsköpun eru að verða að styrkri stoð í hagkerfi Íslands. Skoðun 21. júní 2022 12:01
Bankasöluskýrslu ekki lokið fyrir mánaðarlok Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verður ekki kláruð fyrir lok þessa mánaðar líkt og stefnt var að. Viðskipti innlent 21. júní 2022 08:05
Þykir „eðlilegt“ að hann bjóði sig aftur fram Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu það vera eðlilegt að hann bjóði sig aftur fram sem formaður flokksins á landsfundi sem fram fer í nóvember á þessu ári. Innlent 20. júní 2022 12:01
Yngri en átján mega ekki lengur gifta sig Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á hjúskaparlögum var nýlega samþykkt á Alþingi. Með frumvarpinu er undanþáguheimild dómsmálaráðuneytisins til að veita fólki yngra en átján ára leyfi til að ganga í hjúskap afnumin. Innlent 20. júní 2022 11:31
Baráttunni fyrir ríkisborgararétti loksins lokið 22 ára maður frá Nígeríu, sem lenti í mansali og kynferðisofbeldi á flótta frá heimalandi sínu, er orðinn íslenskur ríkisborgari eftir margra ára baráttu. Hann er nú staðráðinn í að skapa sér líf á Íslandi en fyrst á dagskrá er að læra íslensku. Innlent 19. júní 2022 21:20
Töf Samherjamálsins valdi réttarspjöllum ofan á orðsporsáhættu Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, telur að töf á rannsókn Samherjamálsins geti valdið réttarspjöllum ofan á þá „orðsporsáhættu sem augljós er“. Hún segir embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra vanfjármögnuð og sakar fjármálaráðherra um að kæra sig kollóttan um fjárhagsskort embættanna. Innlent 19. júní 2022 15:01