Öfugsnúin umræða í orkumálum Björn Leví Gunnarsson skrifar 3. janúar 2024 11:00 Hvernig stendur á því að á Íslandi sé framleidd langmest orka miðað við stærð en hér sé samt orkuskortur? Hvernig stendur á því að það vanti fólk í heilbrigðisþjónustu, ferðaþjónustu og alls konar önnur störf en á sama tíma er ekki verið að byggja húsnæði, skóla og aðstöðu fyrir fólkið sem við þurfum svona rosalega mikið á að halda? Hvernig stendur á því að hér komi miklu fleiri ferðamenn á hverju ári en stjórnvöld búast við og innviðir landsins ráða við og að ekkert sé gert til þess að bregðast við því með innviðauppbyggingu og/eða aðgöngustýringu? Hvers vegna eru svona mörg öfugmæli í pólitískri umræðu á Íslandi? Það er að segja, stjórnvöld segja eitt en gera svo eitthvað allt annað (eða bara ekki neitt)? Ríkisstjórn glærusýninga Nú gæti einhver spurt hvort ég hafi ekki séð allar glærusýningarnar hjá ríkisstjórninni um aðgerðir gegn verðbólgu, uppbyggingu húsnæðis, þjóðarhöll og fleira. Jú, ég hef séð þær glærusýningar. Ég hef meira að segja séð sömu glærusýninguna sýnda oft og mörgum sinnum. Sömu aðgerðirnar kynntar margoft. Ég hef hins vegar ekki séð neitt meira en það. En allar skýrslurnar frá öllum starfshópunum? Hefur þú ekki séð þær? Jú, mikil ósköp. Ágætis skýrslur meira að segja yfirleitt. Ein fyrsta skýrslan sem forsætisráðherra lét til dæmis gera var um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Þar voru lagðar fram ýmsar ágætar tillögur um heilindi í stjórnmálum, um siðareglur og siðferðileg viðmið, gagnsæi og miðlun upplýsinga, hagsmunaárekstra - í tuttugu og fimm liðum. En það er eitt að fá skýrslu og setja meira að segja siðareglur. Það er svo annað að fara eftir þeim. Orkumálin - ábyrgð stjórnvalda En fjöllum aðeins um orkumálin sem hátt er nú talað um á hinum pólitíska vettvangi. Þar taka hvað hæst til máls aðilar sem bera þó nokkra ábyrgð á því hvernig staða orkumála er hér á landi, en á sama tíma er málflutningur þeirra á þann veg að staðan sé nú einhverjum öðrum að kenna. Nauðvörnin er nú oft þannig. Þau sem bera ábyrgð hafa sem hæst um ábyrgð allra annara. Í aðsendri grein á Vísi skrifaði orkumálastjóri að „Meiri orkuframleiðsla, eða ný kökusneið til sölu, er ekki forsenda orkuöryggis almennings þó að hún geti skapað svigrúm og tækifæri því sneiðin getur verið seld annað enda er samningsstaða og bolmagn stórnotenda og almennings af ólíkum toga.” Þetta er vandinn í hnotskurn, eins og fram kemur í greininni þá nota stórnotendur um 80% af allri orku sem er framleidd á Íslandi og heimili nota einungis 5%. Árið 2021 notuðu heimili í Evrópu 27,9% af framleiddri orku. Iðnaður í Evrópu notaði einungis rúmlega 25%. Þetta þýðir einfaldlega að við höfum virkjað gríðarlega mikla orku hérna á Íslandi fyrir iðnað og þegar það er talað um orkuskort, þá er það alls ekki orkuskortur vegna þess að hér er ekki framleidd næg orka. Það er orkuskortur út af því hvernig við ákveðum að nota þá orku sem hefur verið virkjuð hér á landi. En eins og með flest annað skortir ríkisstjórninni bæði stefnu í málaflokknum og að fylgja henni eftir. Í grein sinni nefnir orkumálastjóri að til ársins 2003 hafi Landsvirkjun borið lagalega ábyrgð á orkuöryggi almennings en að sú skylda hafi verið afnumin með innleiðingu raforkutilskipana Evrópusambandsins. Nú vill svo til að í þriðja orkupakkanum er einmitt kveðið á um skyldu stjórnvalda til þess að tryggja heimilum og smærri fyrirtækjum orku á sanngjörnu verði. Sú skylda hefur hins vegar ekki enn verið útfærð í lögum. Það var einnig ekkert sem bannaði stjórnvöldum að tryggja heimilum orku frá árinu 2003. Höfum þetta í huga þegar við hlustum á harmakvein pólitíkusanna sem koma úr flokkunum sem eru búnir að ráða öllu sem viðkemur orkumálum undanfarna áratugi. Þeirra eigin ábyrgð er mikil og því holur hljómur í gagnrýni þeirra þar sem það er þeirra að bregðast við með raunverulegum aðgerðum. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Píratar Alþingi Orkumál Orkuskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Hvernig stendur á því að á Íslandi sé framleidd langmest orka miðað við stærð en hér sé samt orkuskortur? Hvernig stendur á því að það vanti fólk í heilbrigðisþjónustu, ferðaþjónustu og alls konar önnur störf en á sama tíma er ekki verið að byggja húsnæði, skóla og aðstöðu fyrir fólkið sem við þurfum svona rosalega mikið á að halda? Hvernig stendur á því að hér komi miklu fleiri ferðamenn á hverju ári en stjórnvöld búast við og innviðir landsins ráða við og að ekkert sé gert til þess að bregðast við því með innviðauppbyggingu og/eða aðgöngustýringu? Hvers vegna eru svona mörg öfugmæli í pólitískri umræðu á Íslandi? Það er að segja, stjórnvöld segja eitt en gera svo eitthvað allt annað (eða bara ekki neitt)? Ríkisstjórn glærusýninga Nú gæti einhver spurt hvort ég hafi ekki séð allar glærusýningarnar hjá ríkisstjórninni um aðgerðir gegn verðbólgu, uppbyggingu húsnæðis, þjóðarhöll og fleira. Jú, ég hef séð þær glærusýningar. Ég hef meira að segja séð sömu glærusýninguna sýnda oft og mörgum sinnum. Sömu aðgerðirnar kynntar margoft. Ég hef hins vegar ekki séð neitt meira en það. En allar skýrslurnar frá öllum starfshópunum? Hefur þú ekki séð þær? Jú, mikil ósköp. Ágætis skýrslur meira að segja yfirleitt. Ein fyrsta skýrslan sem forsætisráðherra lét til dæmis gera var um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Þar voru lagðar fram ýmsar ágætar tillögur um heilindi í stjórnmálum, um siðareglur og siðferðileg viðmið, gagnsæi og miðlun upplýsinga, hagsmunaárekstra - í tuttugu og fimm liðum. En það er eitt að fá skýrslu og setja meira að segja siðareglur. Það er svo annað að fara eftir þeim. Orkumálin - ábyrgð stjórnvalda En fjöllum aðeins um orkumálin sem hátt er nú talað um á hinum pólitíska vettvangi. Þar taka hvað hæst til máls aðilar sem bera þó nokkra ábyrgð á því hvernig staða orkumála er hér á landi, en á sama tíma er málflutningur þeirra á þann veg að staðan sé nú einhverjum öðrum að kenna. Nauðvörnin er nú oft þannig. Þau sem bera ábyrgð hafa sem hæst um ábyrgð allra annara. Í aðsendri grein á Vísi skrifaði orkumálastjóri að „Meiri orkuframleiðsla, eða ný kökusneið til sölu, er ekki forsenda orkuöryggis almennings þó að hún geti skapað svigrúm og tækifæri því sneiðin getur verið seld annað enda er samningsstaða og bolmagn stórnotenda og almennings af ólíkum toga.” Þetta er vandinn í hnotskurn, eins og fram kemur í greininni þá nota stórnotendur um 80% af allri orku sem er framleidd á Íslandi og heimili nota einungis 5%. Árið 2021 notuðu heimili í Evrópu 27,9% af framleiddri orku. Iðnaður í Evrópu notaði einungis rúmlega 25%. Þetta þýðir einfaldlega að við höfum virkjað gríðarlega mikla orku hérna á Íslandi fyrir iðnað og þegar það er talað um orkuskort, þá er það alls ekki orkuskortur vegna þess að hér er ekki framleidd næg orka. Það er orkuskortur út af því hvernig við ákveðum að nota þá orku sem hefur verið virkjuð hér á landi. En eins og með flest annað skortir ríkisstjórninni bæði stefnu í málaflokknum og að fylgja henni eftir. Í grein sinni nefnir orkumálastjóri að til ársins 2003 hafi Landsvirkjun borið lagalega ábyrgð á orkuöryggi almennings en að sú skylda hafi verið afnumin með innleiðingu raforkutilskipana Evrópusambandsins. Nú vill svo til að í þriðja orkupakkanum er einmitt kveðið á um skyldu stjórnvalda til þess að tryggja heimilum og smærri fyrirtækjum orku á sanngjörnu verði. Sú skylda hefur hins vegar ekki enn verið útfærð í lögum. Það var einnig ekkert sem bannaði stjórnvöldum að tryggja heimilum orku frá árinu 2003. Höfum þetta í huga þegar við hlustum á harmakvein pólitíkusanna sem koma úr flokkunum sem eru búnir að ráða öllu sem viðkemur orkumálum undanfarna áratugi. Þeirra eigin ábyrgð er mikil og því holur hljómur í gagnrýni þeirra þar sem það er þeirra að bregðast við með raunverulegum aðgerðum. Höfundur er þingmaður Pírata.
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun