Stjórnvöld ætli að leggja sitt af mörkum náist hagstæðir langtímakjarasamningar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. janúar 2024 20:01 Þau Þórdís Kobrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags-og vinnumarkaðsráðherra voru jákvæð eftir fund með verkalýðsforustunni í Ráðherrabústaðnum. Þeir Vilhjálmur Birgisson formaður formaður Starfsgreinasambandsins og Ragnar Þór Ingólfsson voru meðal þeirra sem ræddu við fimm ráðherra ríkisstjórnarinnar í dag. Vísir/Hjalti Forsætisráðherra segir að stjórnvöld muni leggja sitt af mörkum takist að ná langtíma kjarasamningi milli SA og ASÍ sem miði af því að ná verðbólgu og vöxtum niður. Verkalýðsforingjar voru bjartsýnir eftir fund með ráðherrum í dag. Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar innan ASÍ í vikunni lauk með því að forystufólk sagði boltann hjá stjórnvöldum. Formenn ríkisstjórnarflokkanna, fjármálaráðherra og vinnumarkaðsráðherra tóku á móti verkalýðsforystunni í ráðherrabústaðnum í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra sagði þetta um framkomnar kröfur áður en fundurinn hófst. „Það þarf að taka afstöðu til þeirra og mögulega að gera einhverjar, breytingar, mótvægisaðgerðir og annað slíkt. Við erum auðvitað ekki að gera ráð fyrr öðru en því sem þegar liggur fyrir sem er það sem er í birtum og samþykktum fjárlögum,“ segir Þórdís. Bjartsýni eftir fund Það var jákvæður tónn í fólki eftir fundinn sem stóð í einn og hálfan tíma. „Þetta var bara virkilega jákvæður fundur. Mikill samhljómur, mikill vilji stjórnvalda til að koma að þessu borði,“ sagði Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins af fundi loknum. Guðbrandur Ingi Guðbrandsson félags-og vinnumarkaðsráðherra vonar að samningar náist áður en þeir renna út um næstu mánaðamót. „Við vorum að ræða tilfærslukerfin, barnabætur, húsnæðisbætur og vaxtabætur. Þau lögðu bara sínar kröfur á borðið sem er mjög gott.Vonandi geta samningar tekið við af samningum og það væri þá í lok mánaðarins,“ segir hann. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að næsti fundur með stjórnvöldum sé áætlaður í næstu viku. „Nú fara stjórnvöld og bera saman bækur sínar og reikna og sjá hvort að okkar hugmyndir séu raunhæfar inn í þeirra áætlanir og þeirra pólitík. Ég leyfi mér bara að vera vongóður um að svo sé,“ segir Ragnar. Skiptir máli hvernig samningar nást Katrín Jakobsdóttir sagði skipta miklu máli hvernig samningar náist. Aðspurð um hvort verkalýðshreyfingin geti átt von á breytingum í fjárlagafrumvarpi sem nú liggur fyrir svaraði hún: „ Ef langtímasamningar nást sem miða að því að ná niður langtímaverðbólgu og lækkun á stýrivöxtum þá munum við meta það hvað stjórnvöld geti lagt sitt að mörkum. Sú vinna mun væntanlega ekki bíða til ársins 2025 heldur yrði sú aðkoma á þessu ári,“ segir Katrín. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð frá SA og ASÍ Bjartsýni ríkir hjá hjá samninganefndum SA og ASÍ um yfirstandandi kjaraviðræður þar sem kallað er eftir þjóðarsátt. Hið opinbera og atvinnulífið þurfi að halda aftur af hækkunum svo það takist. Formaður verkalýðsfélags segir að á 20 ára ferli hafi hann ekki séð annan eins samtakamátt. Víða hafa þó verið miklar verðhækkanir frá áramótum eða eru boðaðar á næstunni. 3. janúar 2024 19:01 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar innan ASÍ í vikunni lauk með því að forystufólk sagði boltann hjá stjórnvöldum. Formenn ríkisstjórnarflokkanna, fjármálaráðherra og vinnumarkaðsráðherra tóku á móti verkalýðsforystunni í ráðherrabústaðnum í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra sagði þetta um framkomnar kröfur áður en fundurinn hófst. „Það þarf að taka afstöðu til þeirra og mögulega að gera einhverjar, breytingar, mótvægisaðgerðir og annað slíkt. Við erum auðvitað ekki að gera ráð fyrr öðru en því sem þegar liggur fyrir sem er það sem er í birtum og samþykktum fjárlögum,“ segir Þórdís. Bjartsýni eftir fund Það var jákvæður tónn í fólki eftir fundinn sem stóð í einn og hálfan tíma. „Þetta var bara virkilega jákvæður fundur. Mikill samhljómur, mikill vilji stjórnvalda til að koma að þessu borði,“ sagði Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins af fundi loknum. Guðbrandur Ingi Guðbrandsson félags-og vinnumarkaðsráðherra vonar að samningar náist áður en þeir renna út um næstu mánaðamót. „Við vorum að ræða tilfærslukerfin, barnabætur, húsnæðisbætur og vaxtabætur. Þau lögðu bara sínar kröfur á borðið sem er mjög gott.Vonandi geta samningar tekið við af samningum og það væri þá í lok mánaðarins,“ segir hann. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að næsti fundur með stjórnvöldum sé áætlaður í næstu viku. „Nú fara stjórnvöld og bera saman bækur sínar og reikna og sjá hvort að okkar hugmyndir séu raunhæfar inn í þeirra áætlanir og þeirra pólitík. Ég leyfi mér bara að vera vongóður um að svo sé,“ segir Ragnar. Skiptir máli hvernig samningar nást Katrín Jakobsdóttir sagði skipta miklu máli hvernig samningar náist. Aðspurð um hvort verkalýðshreyfingin geti átt von á breytingum í fjárlagafrumvarpi sem nú liggur fyrir svaraði hún: „ Ef langtímasamningar nást sem miða að því að ná niður langtímaverðbólgu og lækkun á stýrivöxtum þá munum við meta það hvað stjórnvöld geti lagt sitt að mörkum. Sú vinna mun væntanlega ekki bíða til ársins 2025 heldur yrði sú aðkoma á þessu ári,“ segir Katrín.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð frá SA og ASÍ Bjartsýni ríkir hjá hjá samninganefndum SA og ASÍ um yfirstandandi kjaraviðræður þar sem kallað er eftir þjóðarsátt. Hið opinbera og atvinnulífið þurfi að halda aftur af hækkunum svo það takist. Formaður verkalýðsfélags segir að á 20 ára ferli hafi hann ekki séð annan eins samtakamátt. Víða hafa þó verið miklar verðhækkanir frá áramótum eða eru boðaðar á næstunni. 3. janúar 2024 19:01 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð frá SA og ASÍ Bjartsýni ríkir hjá hjá samninganefndum SA og ASÍ um yfirstandandi kjaraviðræður þar sem kallað er eftir þjóðarsátt. Hið opinbera og atvinnulífið þurfi að halda aftur af hækkunum svo það takist. Formaður verkalýðsfélags segir að á 20 ára ferli hafi hann ekki séð annan eins samtakamátt. Víða hafa þó verið miklar verðhækkanir frá áramótum eða eru boðaðar á næstunni. 3. janúar 2024 19:01