Hætta á að næsti forseti hafi lítinn stuðning vegna úreltra laga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. janúar 2024 13:31 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segi löngu tímabært að breyta lögum um forseta Íslands. Það sé tímaskekkja að frambjóðendur þurfi aðeins 1.500 meðmælendur til að geta boðið sig fram eins og árið 1945. Vísir/Vilhelm Hið minnsta þrír hafa tilkynnt um að þeir ætli að bjóða sig fram í næstu forsetakosningum hér á landi. Prófessor í stjórnmálafræði telur að margir eigi eftir að bætast við. Núverandi lög um embættið séu úrelt og hætta á að næsti forseti Íslands verði kjörinn með lægsta hlutfalli greiddra atkvæða í sögunni. Nú þegar tæpir fjórir dagar eru liðnir frá því að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tilkynnti að hann gæfi ekki aftur kost á sér til lengri setu hafa að minnsta kostið þrír stigið fram og tilkynnt að þeir ætli að gefa kost á sér í næstu kosningum sem fara fram 1. júní. Þó nokkur fjöldi segist á samfélagsmiðlum vera að íhuga að bjóða sig fram. Þá eru líklega einhverjir byrjaðir að máta sig við embættið með því að fá spunameistara til að nefna nöfn sín í opinberri umræðu. Loks er hægt að líta til fjölda frambjóðenda síðast þegar embættið var laust eða árið 2016 þegar 22 tilkynntu að þeir ætluðu að bjóða sig fram, níu skiluðu svo nægum fjölda meðmælenda þá eða 1.500 manns. Það er sami fjöldi meðmælenda og og þarf nú og þurfti þegar lögin tóku gildi árið 1945 og Íslendingar voru 127 þúsund. Landsmenn eru nú tvö hundruð þúsund fleiri en þá. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði telur nauðsynlegt að breyta þessu í stjórnarskránni. „Þetta er fullkomin tímaskekkja en Alþingi hefur mistekist að uppfæra stjórnarskránna í þessum atriðum sem öðrum sem hefur leitt til þess að þessi þröskuldur er orðin ansi lágur. Við getum því átt von á miklum fjölda frambjóðenda. Ef að þessi þröskuldur hefði fylgt mannfjöldaþróun hefði þurft um 6.000 undirskriftir sem þarf töluvert afl til að safna,“ segir Eiríkur. Hann segir að það þurfi að fara í miklar endurbætur á kaflanum um forsetann í stjórnarskránni. „Allur forsetakafli stjórnarskrárinnar er mjög óljós. Það stóð alltaf til við lýðveldistökuna að uppfæra kaflann til nútímahorfs en það hefur aldrei tekist þrátt fyrir fjölmargar tilraunir þar á meðal Stjórnlagaráðs 2010,“ segir Eiríkur. Ekki lengur sameiningartákn Eiríkur segir vissa hættu á að forsetaembættið verði ekki það sameiningartákn sem það eigi að vera. „Sá frambjóðandi sem hlýtur flest atkvæði í forsetakosningunum nú hlýtur embættið sama hversu lágt hlutfallið er. Eiríkur segir að þetta geti orðið til þess að það verði ekki sama eining um embættið og áður. „Dreifist atkvæðin á mjög marga frambjóðendur þá er hætta á því að næsti forseti verði kjörinn með lágu hlutfalli atkvæða. Það fari jafnvel undir tuttugu prósent. Þá myndi sitja í embætti forseta, einstaklingur sem hefði lítinn stuðning þjóðarinnar. Embættinu sem er ætlað að vera sameiningartákn væri orðið af einhverju allt öðru. Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir það ef það hefði verið búið að breyta lögum og setja t.d. inn að það þyrfti að kjósa milli tveggja efstu frambjóðendanna,“ segir Eiríkur. Forseti Íslands Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Spáð í forsetaspilin Fréttastofa fór á stúfana í dag og ræddi við fólk á förnum vegi um þau tíðindi að Guðni Th. Jóhannesson forseti hefði ákveðið að láta gott heita eftir tvö kjörtímabil í embætti. Fólk var spurt hvaða manneskju það vildi sjá í embætti forseta Íslands næst. 2. janúar 2024 22:16 Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. 2. janúar 2024 11:10 Alls kyns yfirlýsingar tengdar forsetaframboði Þjóðþekktir einstaklingar hafa gefið út ýmiss konar yfirlýsingar tengdar forsetaframboði eftir að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tilkynnti að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri. Dóri DNA fullyrðir að hann muni bjóða sig fram. 1. janúar 2024 16:39 Útilokar ekki forsetaframboð Björn Zoëga, forstjóri sjúkrahússins Karolinska í Stokkhólmi, segist ekki útiloka að bjóða sig fram til forseta Íslands í þeim forsetakosningum sem fram fara í sumar. 4. janúar 2024 07:39 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Nú þegar tæpir fjórir dagar eru liðnir frá því að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tilkynnti að hann gæfi ekki aftur kost á sér til lengri setu hafa að minnsta kostið þrír stigið fram og tilkynnt að þeir ætli að gefa kost á sér í næstu kosningum sem fara fram 1. júní. Þó nokkur fjöldi segist á samfélagsmiðlum vera að íhuga að bjóða sig fram. Þá eru líklega einhverjir byrjaðir að máta sig við embættið með því að fá spunameistara til að nefna nöfn sín í opinberri umræðu. Loks er hægt að líta til fjölda frambjóðenda síðast þegar embættið var laust eða árið 2016 þegar 22 tilkynntu að þeir ætluðu að bjóða sig fram, níu skiluðu svo nægum fjölda meðmælenda þá eða 1.500 manns. Það er sami fjöldi meðmælenda og og þarf nú og þurfti þegar lögin tóku gildi árið 1945 og Íslendingar voru 127 þúsund. Landsmenn eru nú tvö hundruð þúsund fleiri en þá. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði telur nauðsynlegt að breyta þessu í stjórnarskránni. „Þetta er fullkomin tímaskekkja en Alþingi hefur mistekist að uppfæra stjórnarskránna í þessum atriðum sem öðrum sem hefur leitt til þess að þessi þröskuldur er orðin ansi lágur. Við getum því átt von á miklum fjölda frambjóðenda. Ef að þessi þröskuldur hefði fylgt mannfjöldaþróun hefði þurft um 6.000 undirskriftir sem þarf töluvert afl til að safna,“ segir Eiríkur. Hann segir að það þurfi að fara í miklar endurbætur á kaflanum um forsetann í stjórnarskránni. „Allur forsetakafli stjórnarskrárinnar er mjög óljós. Það stóð alltaf til við lýðveldistökuna að uppfæra kaflann til nútímahorfs en það hefur aldrei tekist þrátt fyrir fjölmargar tilraunir þar á meðal Stjórnlagaráðs 2010,“ segir Eiríkur. Ekki lengur sameiningartákn Eiríkur segir vissa hættu á að forsetaembættið verði ekki það sameiningartákn sem það eigi að vera. „Sá frambjóðandi sem hlýtur flest atkvæði í forsetakosningunum nú hlýtur embættið sama hversu lágt hlutfallið er. Eiríkur segir að þetta geti orðið til þess að það verði ekki sama eining um embættið og áður. „Dreifist atkvæðin á mjög marga frambjóðendur þá er hætta á því að næsti forseti verði kjörinn með lágu hlutfalli atkvæða. Það fari jafnvel undir tuttugu prósent. Þá myndi sitja í embætti forseta, einstaklingur sem hefði lítinn stuðning þjóðarinnar. Embættinu sem er ætlað að vera sameiningartákn væri orðið af einhverju allt öðru. Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir það ef það hefði verið búið að breyta lögum og setja t.d. inn að það þyrfti að kjósa milli tveggja efstu frambjóðendanna,“ segir Eiríkur.
Forseti Íslands Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Spáð í forsetaspilin Fréttastofa fór á stúfana í dag og ræddi við fólk á förnum vegi um þau tíðindi að Guðni Th. Jóhannesson forseti hefði ákveðið að láta gott heita eftir tvö kjörtímabil í embætti. Fólk var spurt hvaða manneskju það vildi sjá í embætti forseta Íslands næst. 2. janúar 2024 22:16 Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. 2. janúar 2024 11:10 Alls kyns yfirlýsingar tengdar forsetaframboði Þjóðþekktir einstaklingar hafa gefið út ýmiss konar yfirlýsingar tengdar forsetaframboði eftir að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tilkynnti að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri. Dóri DNA fullyrðir að hann muni bjóða sig fram. 1. janúar 2024 16:39 Útilokar ekki forsetaframboð Björn Zoëga, forstjóri sjúkrahússins Karolinska í Stokkhólmi, segist ekki útiloka að bjóða sig fram til forseta Íslands í þeim forsetakosningum sem fram fara í sumar. 4. janúar 2024 07:39 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Spáð í forsetaspilin Fréttastofa fór á stúfana í dag og ræddi við fólk á förnum vegi um þau tíðindi að Guðni Th. Jóhannesson forseti hefði ákveðið að láta gott heita eftir tvö kjörtímabil í embætti. Fólk var spurt hvaða manneskju það vildi sjá í embætti forseta Íslands næst. 2. janúar 2024 22:16
Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. 2. janúar 2024 11:10
Alls kyns yfirlýsingar tengdar forsetaframboði Þjóðþekktir einstaklingar hafa gefið út ýmiss konar yfirlýsingar tengdar forsetaframboði eftir að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tilkynnti að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri. Dóri DNA fullyrðir að hann muni bjóða sig fram. 1. janúar 2024 16:39
Útilokar ekki forsetaframboð Björn Zoëga, forstjóri sjúkrahússins Karolinska í Stokkhólmi, segist ekki útiloka að bjóða sig fram til forseta Íslands í þeim forsetakosningum sem fram fara í sumar. 4. janúar 2024 07:39