„Við verðum að sýna samstöðu í verki“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. janúar 2024 21:01 Askur Hrafn Hannesson er einn þeirra sem ætla að tjalda á Austurvelli í nótt, til að sýna samstöðu með Palestínumönnum sem fengið hafa samþykkta fjölskyldusameiningu en segja stjórnvöld ekkert aðhafast til að gera þær að veruleika. Íslenskir aðgerðasinnar ætla að slást í hóp þeirra Palestínumanna sem varið hafa nóttinni í tjöldum fyrir framan Alþingi síðan seint í desember. Samstöðufundur með Palestínumönnum var á Austurvelli. Palestínumenn sem hafa fengið samþykkta fjölskyldusameiningu hér á landi hafa haldið til í tjöldum á Austurvelli síðan 27. desember. Það gera þeir til áminningar við ráðamenn um að enn hafi ekki orðið af sameiningunum, en fjölskyldumeðlimir þeirra eru nú á Gasaströndinni. Nú hafa íslenskir aðgerðasinnar slegist í hópinn, til að sýna samstöðu. Þeirra á meðal er hinn tvítugi Askur, sem segir stjórnvöld ekkert hafa aðhafst til að efna loforð sín. „Á sama tíma og þjóðarmorð á sér stað þá senda þau fólk úr landi. Þar á meðal tólf ára börn. Það er ekki réttlætanlegt og við verðum að sýna samstöðu í verki,“ segir Askur Hrafn Hannesson, aðgerðasinni. Hann segir nokkra tugi aðgerðasinna ætla að slást í hóp með Palestínumönnunum, en í sjónvarpsfréttinni hér að neðan sagði hann tíu. Hvað ætlið þið að standa fyrir þessu lengi? „Hugsanlega yfir helgi, en svo eru öll velkomin að vera lengur eftir helgi, þau sem hafa tök á. Þetta er bara samstöðunótt í nótt.“ Askur segir að kraftur mótmælanna muni ekki dvína fyrr en stjórnvöld hlusti. „Kröfur okkar eru að koma í gegn fjölskyldusameiningu sem flóttafólki frá Palestínu var lofað. Þau eru að flýja undan ógnarstjórn aðskilnaðarríkisins Ísraels, sem fremur nú þjóðarmorð á þjóð þeirra. Við viljum líka að þau hætti að vísa úr landi börnum sem eru að flýja undan þjóðarmorði,“ segir Askur. Samstöðuganga á vegum félagsins Íslands - Palestínu fór fram í dag, þar sem gengið var frá utanríkisráðuneytinu og niður á Austurvöll. Þar létu viðstaddir meðal annars í ljós óánægju sína með nokkra ráðherra ríkisstjórnarinnar, líkt og heyra má undir lok fréttarinnar í spilaranum hér að ofan. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Palestínumenn sem hafa fengið samþykkta fjölskyldusameiningu hér á landi hafa haldið til í tjöldum á Austurvelli síðan 27. desember. Það gera þeir til áminningar við ráðamenn um að enn hafi ekki orðið af sameiningunum, en fjölskyldumeðlimir þeirra eru nú á Gasaströndinni. Nú hafa íslenskir aðgerðasinnar slegist í hópinn, til að sýna samstöðu. Þeirra á meðal er hinn tvítugi Askur, sem segir stjórnvöld ekkert hafa aðhafst til að efna loforð sín. „Á sama tíma og þjóðarmorð á sér stað þá senda þau fólk úr landi. Þar á meðal tólf ára börn. Það er ekki réttlætanlegt og við verðum að sýna samstöðu í verki,“ segir Askur Hrafn Hannesson, aðgerðasinni. Hann segir nokkra tugi aðgerðasinna ætla að slást í hóp með Palestínumönnunum, en í sjónvarpsfréttinni hér að neðan sagði hann tíu. Hvað ætlið þið að standa fyrir þessu lengi? „Hugsanlega yfir helgi, en svo eru öll velkomin að vera lengur eftir helgi, þau sem hafa tök á. Þetta er bara samstöðunótt í nótt.“ Askur segir að kraftur mótmælanna muni ekki dvína fyrr en stjórnvöld hlusti. „Kröfur okkar eru að koma í gegn fjölskyldusameiningu sem flóttafólki frá Palestínu var lofað. Þau eru að flýja undan ógnarstjórn aðskilnaðarríkisins Ísraels, sem fremur nú þjóðarmorð á þjóð þeirra. Við viljum líka að þau hætti að vísa úr landi börnum sem eru að flýja undan þjóðarmorði,“ segir Askur. Samstöðuganga á vegum félagsins Íslands - Palestínu fór fram í dag, þar sem gengið var frá utanríkisráðuneytinu og niður á Austurvöll. Þar létu viðstaddir meðal annars í ljós óánægju sína með nokkra ráðherra ríkisstjórnarinnar, líkt og heyra má undir lok fréttarinnar í spilaranum hér að ofan.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira