Vísar ásökun um vanhæfi á bug Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. janúar 2024 12:03 Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri. Orkumálastjóri segir gríðarlega mikilvægt að þingið nái að afgreiða frumvarp um orkuöryggi sem allra fyrst. Hún bendir framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins sem hefur sakað hana um vanhæfi á að beina áhyggjum sínum að stjórnmálamönnum. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fór hörðum orðum um Höllu Hrund Logadóttur, orkumálastjóra, í grein sem birtist á Vísi í gær. Þar sakaði hann Höllu um vanhæfi til að taka ákvarðanir í orkumálum og vísaði til ummæla um að beina eigi raforku til tiltekinna atvinnugreina umfram aðrar. Halla Hrund segir Orkustofnun vinna samkvæmt lögum og áherslum í orkustefnu og stjórnarsáttmála. „Ég held að orðræða Samtaka iðnaðarins lýsi kannski best þeim gríðarlegu hagsmunum sem liggja í orkumálum,“ segir Halla. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að hafi Samtök iðnaðarins áhyggjur af áherslu ríkisstjórnarinnar á orkuskipti og þeim lögum og markmiðum sem sett hafa verið, að þá sé tilefni til að beina þeim áhyggjum beint til stjórnmálanna. Því það er ekki hlutverk stofnana að móta slíka áherslur. Við erum að fylgja þeim í okkar vinnu.“ Sigurður segir í grein sinni að orkumálastjóri dragi fyrirtæki í dilka með því að stilla upp venjulegum fyrirtækjum gegn orkufrekum iðnaði, líkt gert er í nýárspistli hennar. Halla segist með þessu vera að draga fram mismunandi stöðu þeirra gagnvart mögulegum orkuskorti. „Við erum annars vegar hér á landi með stóra raforkunotendur sem nota um áttatíu prósent af orkunni og þetta eru notendur sem eru með langtímasamninga um mjög mikið magn af orku. Og það er mikilvægt að átta sig á því að frumvarp um vernd á orkuöryggi almennings snýr ekki að því að hrófla við þeim samningum sem nú eru í gildi,“ segir Halla. „Síðan erum við að tala um venjuleg fyrirtæki, sem birtast okkur í til dæmis Kringlunni eða í Skeifunni, múrarar, pípulagningamenn og aðrir, bara hefðbundin atvinnustarfsemi. Það eru um fimmtán prósent af orkunotkun og þetta eru aðilar sem eru í annarri samningsstöðu. Fólk sem rekur fyrirtæki og treystir bara á stöðugt aðgengi að raforku á hagkvæmu verði í sínum viðskiptum. Svo eru þar heimilin, sem eru með um fimm prósent hluta, og þar erum við líka að tala um allt aðra samningsstöðu, líkt og hjá smærri fyrirtækjum, heldur en hjá þessum stærri notendum.“ Forgangsatriði að afgreiða frumvarpið Orkuskortur til skemmri tíma verði ekki leystur með virkjunum sem taki nokkur ár í framkvæmd og Halla vonar að Alþingi afgreiði frumvarp sem tryggi orkuöryggi heimila og smærri fyrirtækja sem allra fyrst. „Það er gríðarlega mikilvægt að það sé sett í forgang að klára það mál. Það skiptir máli að setja varnagla þannig að orkuöryggi þessa hóps verði tryggt.“ Orkuskipti Orkumál Alþingi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fór hörðum orðum um Höllu Hrund Logadóttur, orkumálastjóra, í grein sem birtist á Vísi í gær. Þar sakaði hann Höllu um vanhæfi til að taka ákvarðanir í orkumálum og vísaði til ummæla um að beina eigi raforku til tiltekinna atvinnugreina umfram aðrar. Halla Hrund segir Orkustofnun vinna samkvæmt lögum og áherslum í orkustefnu og stjórnarsáttmála. „Ég held að orðræða Samtaka iðnaðarins lýsi kannski best þeim gríðarlegu hagsmunum sem liggja í orkumálum,“ segir Halla. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að hafi Samtök iðnaðarins áhyggjur af áherslu ríkisstjórnarinnar á orkuskipti og þeim lögum og markmiðum sem sett hafa verið, að þá sé tilefni til að beina þeim áhyggjum beint til stjórnmálanna. Því það er ekki hlutverk stofnana að móta slíka áherslur. Við erum að fylgja þeim í okkar vinnu.“ Sigurður segir í grein sinni að orkumálastjóri dragi fyrirtæki í dilka með því að stilla upp venjulegum fyrirtækjum gegn orkufrekum iðnaði, líkt gert er í nýárspistli hennar. Halla segist með þessu vera að draga fram mismunandi stöðu þeirra gagnvart mögulegum orkuskorti. „Við erum annars vegar hér á landi með stóra raforkunotendur sem nota um áttatíu prósent af orkunni og þetta eru notendur sem eru með langtímasamninga um mjög mikið magn af orku. Og það er mikilvægt að átta sig á því að frumvarp um vernd á orkuöryggi almennings snýr ekki að því að hrófla við þeim samningum sem nú eru í gildi,“ segir Halla. „Síðan erum við að tala um venjuleg fyrirtæki, sem birtast okkur í til dæmis Kringlunni eða í Skeifunni, múrarar, pípulagningamenn og aðrir, bara hefðbundin atvinnustarfsemi. Það eru um fimmtán prósent af orkunotkun og þetta eru aðilar sem eru í annarri samningsstöðu. Fólk sem rekur fyrirtæki og treystir bara á stöðugt aðgengi að raforku á hagkvæmu verði í sínum viðskiptum. Svo eru þar heimilin, sem eru með um fimm prósent hluta, og þar erum við líka að tala um allt aðra samningsstöðu, líkt og hjá smærri fyrirtækjum, heldur en hjá þessum stærri notendum.“ Forgangsatriði að afgreiða frumvarpið Orkuskortur til skemmri tíma verði ekki leystur með virkjunum sem taki nokkur ár í framkvæmd og Halla vonar að Alþingi afgreiði frumvarp sem tryggi orkuöryggi heimila og smærri fyrirtækja sem allra fyrst. „Það er gríðarlega mikilvægt að það sé sett í forgang að klára það mál. Það skiptir máli að setja varnagla þannig að orkuöryggi þessa hóps verði tryggt.“
Orkuskipti Orkumál Alþingi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira