Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Ég van­treysti öllum

Fyrir tæplega 20 árum sagði gamall kennari minn frá ráði sem prestur nokkur gaf henni ráð þegar hún var ung stúlka á leiðinni út í lífið: „Mundu að það er engum að treysta.“ Ekki dró það úr þunga sögunnar að bæði kennarinn og presturinn voru vel þekkt á sinni tíð.

Skoðun
Fréttamynd

Djúpið í örum vexti!

Við verðum að tryggja fleiri stoðir undir atvinnulíf þjóðarinnar. Já, við vitum, að þú hefur heyrt þetta nokkrum sinnum áður. En við viljum segja þér frá atvinnugrein sem er að skapa störf og það mjög fjölbreytt störf í samfélagi sem hefur verið í varnarbaráttu allt of lengi.

Skoðun
Fréttamynd

Framsókn stendur með bændum

Nú er sumarið komið og senn líður að þinglokum, tíminn líður hratt og kjörtímabilið er áður en við vitum af hálfnað. Ég hef fengið þann heiður að fá að vera þingmaður Framsóknar síðustu tvö ár eftir að hafa verið varaþingmaður árin á undan. Í grunninn er ég þó bóndi og baráttan fyrir bættum kjörum bænda var það sem dreif mig áfram til þess að bjóða mig fram til þings.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­­fylkingin komin í 26 prósent

Fylgi Samfylkingarinnar hefur aukist um tæp sextán prósentustig frá Alþingiskosningum í september 2021. Fylgi flokksins mælist nú 25,7 prósent, tæpum sjö prósentustigum meira en fylgi Sjálfstæðisflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Rang­færslur alls­ráðandi í um­ræðu um um­deilt frum­varp

Formaður Íslensk-evrópska verslunarráðsins segir umræðu um umdeilt frumvarp utanríkisráðherra um EES samninginn einkennast af rangfærslum. Einungis sé verið að bæta úr galla á innleiðingu samningsins, sem sé sá mikilvægasti sem gerður hefur verið í þágu íslensks atvinnulífs.

Innlent
Fréttamynd

Les­hraða­mælingar og Há­skóli Ís­lands

Freyja Birgisdóttir frá Háskóla Íslands, Kate Nation og Margaret Snowling frá Oxford-háskóla rituðu nýlega grein um lesfimipróf sem eins konar svar við grein minni Brjótum lestrarkóðann í lestrarkennslu. Í grein minni minnist ég ekki einu orði á lesfimi eða lesfimipróf, sem Freyja, Kate og Margret eyða heilli grein í að fjalla um og á að vera svar við grein minni, þar sem ég minnist á leshraðamælingar.

Skoðun
Fréttamynd

Staða heimila á húsnæðismarkaði

Undanfarið hefur borið á gagnrýni á Framsókn vegna aðgerðaleysis eins og það er orðað í húsnæðismálum. Það er eðlilegt að Framsókn sé gagnrýnd því flokkurinn hefur farið með húsnæðismálin síðustu 10 ár en staðreyndin er sú að Framsókn hefur virkilega látið sig húsnæðismál varða því þau eru grundvöllurinn sem heimili landsins byggja sig í kringum.

Skoðun
Fréttamynd

„Hefði hjálpað okkur Bjarka heil ó­sköp“

Ástrós Rut Sigurðardóttir, varaþingmaður Viðreisnar, flutti jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Í ræðunni fagnar Ástrós þingsályktunartillögu um umboðsmann sjúklinga. Ástrós missti eiginmann sinn árið 2019 eftir langa baráttu við krabbamein. Hún segir að umboðsmaður sjúklinga hefði getað hjálpað þeim á sínum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Sprengja í tækni­frjóvgunum

Tæknifrjóvgunum hér á landi hefur fjölgað mjög mikið á undanförnum árum. Frá árinu 2019 til 2022 fjölgaði aðgerðum um 51 prósent. Þingmaður segir fjölgunina ekki koma sér á óvart.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin hafi fallið á báðum prófum

Þingmaður Samfylkingarinnar segir að með fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 hafi ríkisstjórnin fallið á báðum prófum sem fyrir henni lágu. Formaður fjárlaganefndar er ósammála en segir áætlunina þó ekki nógu gegnsæja. 

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Ræðir við landsmenn um sjálfbært Ísland

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra býður til opinna samráðsfunda um landið um sjálfbæra þróun á Íslandi. Á fundunum verður fjallað um stöðu sjálfbærni, helstu áskoranir, tækifæri og valkosti til framfara en vinna stendur yfir við mótun stefnu Íslands um sjálfbæra þróun.

Innlent
Fréttamynd

Allt aðeins erfiðara vegna aðhaldsleysis

Almenningur mun gjalda fyrir aðhaldsleysi stjórnvalda með hærra matvöruverði og aukinni vaxtabyrði að mati þingmanns Viðreisnar. Fjármálaáætlun er til umræðu á Alþingi í dag og þingmaðurinn hvetur fjármálaráðherra til að veita fram kominni gagnrýni verðskuldaða athygli.

Innlent
Fréttamynd

Guðlaugur felur Ásmundi lykilhlutverk í orkumálum til framtíðar

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað Ásmund Friðriksson, samflokksþingmann sig í Sjálfstæðisflokknum, fomann starfshóps til að kanna möguleika þess að nota fleiri leiðir til bættrar orkunýtingar og orkuöflunar. Er þar m.a. átt við aðra orkukosti en þá sem felast í vatnsafli (yfir 10 MW), jarðvarma og vindi.

Innlent
Fréttamynd

Þingmaður segir mál Gylfa ómannúðlegt

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að Vesturlönd þurfi að rifja upp grundvallarreglur réttarríkisins. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns sanni það. Gylfi Þór er laus allra mála eftir að hafa sætt farbanni í Bretlandi í tæplega tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Þrýstu á ráðherra að skipa Seyðfirðinga í jarðganganefnd

Fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Seyðisfirði, Margrét Guðjónsdóttir, sem núna er fulltrúi heimastjórnar Seyðisfjarðar í Múlaþingi, lýsir því í grein á Vísi hvernig það kom til að Seyðfirðingar fengu tvo fulltrúa af fimm í nefnd samgönguráðherra um næstu jarðgöng á Austurlandi. Sú niðurstaða nefndarinnar árið 2019, að leggja til Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar, hefur síðan verið lögð til grundvallar þeirri stefnumörkun ríkisstjórnarinnar að þau skuli vera næst í röðinni.

Innlent
Fréttamynd

Kröfur ríkisvaldsins að sliga fjárhag sveitarfélaganna

Ófjármagnaðar skuldbindingar sem ríkið hefur lagt á sveitarfélögin vegna málefna fatlaðra er að sliga fjárhag sveitarfélaganna og hafa myndað um 14 milljarða halla á rekstri þeirra. Sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir brýnt að endurskoða lög um tekjustofna sveitarfélaganna.

Innlent
Fréttamynd

Ásmundur Einar selur hús sitt í Borgarnesi

Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra hefur nú sett einbýlishús sitt á sölu. Gera má ráð fyrir því að hann fái um 70 milljónir fyrir húsið sem er á besta stað í Borgarnesi.

Innlent
Fréttamynd

Segir alþingismenn hafa verið blekkta við val næstu jarðganga

Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi til fjörutíu ára segir enga sátt ríkja í fjórðungnum um gerð Fjarðarheiðarganga og telur að alþingismenn hafi verið blekktir til að setja þau í forgang. Talsmaður Seyðfirðinga segir málið hins vegar útrætt og niðurstaða liggi fyrir um að þau verði næstu jarðgöng á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Íslensk matvara á páskum 2024

Formaður Viðreisnar er framsýn kona og hugsar til framtíðar, þar viljum við öll vera. Hún undirstrikar það í grein sinni á Vísi í gær. Viðreisn horfir stíft til Evrópusambandsins þar sem sólin virðist skína skærar og verndartollar eru ekki til, eða hvað?

Skoðun
Fréttamynd

Gömul saga og ný

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hin fyrri settist að völdum 30. nóvember 2017. Það tók hins vegar bara tvö ár fyrir þessa ríkisstjórn að keyra ríkissjóð í halla og það varð henni til happs að alheimsfaraldur skyldi skella á og hægt var að dæla fjármunum úr ríkissjóði út og suður. Kjósendur fyrirgáfu það fljótt og vel, það var jú Covid.

Skoðun
Fréttamynd

Launa­lægsta fólkið megi ekki við tekju­skerðingunni

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem lagðar eru til ýmsar breytingar á fæðingarorlofslöggjöfinni. Þingmaðurinn segir breytingarnar eiga að tryggja betur afkomuöryggi foreldra og stuðla að auknu jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs.

Innlent